Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 20
20 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Geislavirkni frá Sellafield mælist í íslensku höfunum Óhappið í kjarnorku- endurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. Íslendingar voru enn og aftur minntir á óþægilegan nágranna sinn suður af landinu þegar fregnir bárust af leka á geisla- virkum efnum í kjarnorkuend- urvinnslustöðinni í Sellafield á mánudaginn. Ríki sem liggja að hafsvæðunum í nágrenninu hafa lengi barist fyrir lokun stöðvar- innar enda má gera ráð fyrir að fiskimið myndu eyðileggjast og afurðamarkaðir erlendis hryndu ef alvarlegt slys yrði í stöðinni. Hágeislavirk sundlaug Óhappið í THORP-stöðinni í Sellafield, Cumbria-héraði í norðvesturhluta Englands, varð reyndar fyrir tæpum mánuði en ekki hefur verið skýrt frá því fyrr en nú. Þá láku um sjötíu rúmmetrar af hágeislavirkum vökva úr leiðslu sem lá á milli tanka, nóg til að fylla 25 metra langa sundlaug. Vökvinn innhélt úran og um 200 kíló af plútoni en úr því má búa til tuttugu kjarn- orkusprengjur. Úrgangurinn rann sem betur fer ekki út í umhverfið heldur í sérstaka safntanka sem taka við efnunum þegar leki verður. Tankarnir eru nú svo geislavirk- ir að fjarstýrð vélmenni verða notuð við hreinsun og viðgerðir. Stöðin verður að líkindum lokuð í marga mánuði á meðan hreins- un stendur yfir og mun slysið kosta breska skattgreiðendur stórfé. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Sellafield-stöðin kemst í fréttirnar en í febrúar viður- kenndu forsvarsmenn hennar að ekki hefði tekist að gera grein fyrir 29,5 kílóum af plútóni sem vantaði í birgðareikninga stöðv- arinnar. Ekki er þó talið að efnið hafi farið út af svæðinu. Stefnt að aukinni framleiðslu Sellafield er ein þriggja kjarn- orkuendurvinnslustöðva í heim- inum, hinar eru í Frakklandi og Rússlandi – Dounreay-verinu í Skotlandi var lokað árið 1996 en það var mikill þyrnir í augum Íslendinga. Önnur ríki geyma sinn kjarnorkuúrgang eða flytja hann til endurvinnslulandanna. Í dag eru fjórir kjarnaofnar í Sellafield, tvö endurvinnsluver og ein verksmiðja til að með- höndla hágeislavirkan afgangs- vökva. Mesta mengunin kemur frá endurvinnsluverunum og því er það sérstakt áhyggjuefni að fyrirtækið sem rekur stöðina hyggst auka framleiðsluna í ver- unum sem mun auka enn á úr- gangslosunina frá þeim. Ástæð- an er ekki spurn eftir end- urunnu kjarnorkueldsneyti heldur miklu frekar að verk- smiðjunni hefur aldrei tekist að ná þeirri framleiðslugetu sem að var stefnt og því hafa birgðir af óunnum úrgangi hlaðist upp. Merkjanleg mengun við Ísland. Ýmsar hættur fylgja starfsem- inni í Sellafield. Geislavirk efni eru stöðugt flutt til og frá stöð- inni og skapa flutningarnir alltaf nokkra hættu sama hversu mikillar varúðar er gætt við þá. Á síðustu árum hefur svo ótti manna við hryðjuverkaárás á Sellafield farið vaxandi en af- leiðingar slíkrar árásar yrðu geigvænlegar þótt ólíkleg sé. Leki geislavirks úrgangs út í hafið er hins vegar sú vá sem nágrannaþjóðirnar hafa mestar áhyggjur af enda er hún yfir- standandi og viðvarandi. Úr- gangurinn berst út í Írlandshaf, þaðan bera hafstraumar hann í Norðursjó og upp Barentshaf og síðan aftur til suðurs með Aust- ur-Grænlandsstraumnum. Að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstjóra Geislavarna ríkisins, er merkjanlegur munur á geislavirkni í hafinu fyrir norð- an og sunnan landið. „Það um- frammagn sem við sjáum í haf- inu fyrir norðan Ísland á rætur sínar að rekja til Sellafield. Það tekur efnin 8-10 ár að berast hingað norður eftir og styrkur þeirra þegar hingað er komið er mjög lítill. Þau eru samt vel greinanleg.“ Sellafield skaðar ímynd Íslands Geislavirkni í íslenskum sjávar- afurðum mælist um 0,2-0,4 ein- ingar, mun minni en í Norð- ursjávarfiski. Hættumörk eru miðuð við þúsund einingar og því er geislavirknin hverfandi. Sigurður bendir á til saman- burðar að allir jarðarbúar hafi að jafnaði um 40 einingar af geislavirku kalíni í líkamanum auk ýmissa annarra geisla- virkra efna sem við fáum úr andrúmslofti og matvælum. Hins vegar segir Sigurður að lítil geislavirkni breyti engu um það að Sellafield-stöðin sé gagn- stæð okkar hagsmunum. „Um- ræða um geislavirk efni í sjáv- arafurðum er mjög neikvæð fyrir Íslendinga út frá efnahags- legum sjónarhól. Hún getur haft í för með sér að viðskiptavinir okkar erlendis vilji ekki kaupa íslenskar sjáv- arafurðir vegna umræðu um raunverulega eða ímyndaða hættu á geislavirkum efnum sem í þeim geta verið.“ Með öðr- um orðum, þótt geislavirknin sé í sjálfu sér ekki vandamál í dag þá getur sjálf starfsemin, sama hversu örugg hún er, kastað rýrð á orðspor íslensks sjávar- fangs. Atvik eins og skýrt var frá í vikunni geta þannig haft mjög neikvæð áhrif enda þótt umhverfisslysi hafi verið af- stýrt. ■ Linda P. laus við morgun- ógleðina og í toppstandi é Sinnir skyldum sínum sem verndari Fjölskylduhjálpar Kjarnorkuendurvinnslan í Sellafield er allumdeild enda þykir slík vinnsla hvorki sérlega hagkvæm né hættulaus eins og atvikið sem varð í stöðinni á dögunum sýnir. Forsagan Allt frá í árdaga breskrar kjarnorku- vinnslu hefur verið unnið með geislavirk efni í Sellafield. Á fimmta og sjötta ára- tugnum létu Bretar ekki sitt eftir liggja í kjarnorkuvopnakapphlaupinu heldur þróuðu þeir sprengju með hraði í Windscale-stöðinni, forvera Sellafield. Geislavirkum úrgangi var einfaldlega veitt út í Írlandshaf sem fyrir vikið er eitt mengaðasta hafsvæði í heiminum. Til samanburðar má geta að geislavirkni í höfunum norður af Íslandi er 1/1000 af því sem hún er í sjónum nærri Sella- £££field. Árið 1957 kviknaði í öðrum kjarnakljúfnum í Windscale-verinu og þá barst umtalsvert magn geislavirkra efna út í andrúmsloftið. Rannsóknir hafa bent til hærri tíðni hvítblæðis hjá íbúum nálægra þorpa enda er þetta versta kjarnorkuslys sögunnar þar til Tsjernobyl-slysið varð. Endurvinnslan Í Sellafield er kjarnorkuúrgangur unninn á þann hátt að notað kjarnorkuelds- neyti er leyst upp í saltpéturssýru og þannig má einangra plútón og úran. Við þetta ferli verður fjöldi efnahvarfa og ýmis skaðleg efni, til dæmis strontíum- 99 og teknetíum-99, myndast. Hægt er að sía hluta þessara efna úr vökvanum sem eftir verður en alltaf skolast eitt- hvað á haf út. Það eru þessi efni sem mælast í höfunum við Ísland og er helmingunartími síðarnefnda efnisins 210.000 ár. Úranið og plútónið er notað í fram- leiðslu svonefnds blandaðs súrefn- iseldsneytis (mixed oxide fuel – MOX). Hins vegar er mjög lítil spurn eftir slíku eldsneyti og því hafa birgðir af því hlað- ist upp. Á hinum enda framleiðslunnar hefur mikill úrgangur safnast upp en stöðin hefur aldrei náð fullri getu. Á síð- ustu tólf árum hafa 5.644 tonn af kjarn- orkueldsneyti verið endurunnin en gert var ráð fyrir 7.000 tonna framleiðslu á hverjum áratug. Þegar við bætist um 25 milljarða króna tap á rekstrinum á ári er ekki að furða að kröfurnar heima fyrir um að verinu verði lokað séu álíka háværar og í ná- grannalöndunum. ■ Óhagkvæm framlei›sla sem ógnar umhverfinu FBL – GREINING: KJARNORKUENDURVINNSLAN Í SELLAFIELD Atvikið í Sellafield vekur upp spurningar um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefn- um Sellafield og kjarnorkumálum al- mennt. Magnús Jóhannesson er ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. Hafa stjórnvöld áhyggjur af Selllafield? Áhrifin frá Sellafield eru vissulega mælan- leg. Lengi var meng- unin fyrst og fremst vegna losunar sesíums en upp úr 1990 tók Sellafield sig á eftir þrýsting frá Íslendingum og fleiri þjóðum. Svo kom upp vandamál með losun teknetíums og þá tóku Norðmenn, Írar og Íslendingar að krefjast umbóta á ný og í fyrra var mengunin orðin hverfandi. Kemur til greina að krefjast lokunar? Við höfum ekki farið fram á slíkt en við höfum krafist þess að losunin verði innan þeirra marka að hún hafi ekki áhrif á líf- ríkið í hafinu. Ef menn geta gengið þannig frá málum að starfsemin hafi engin áhrif á umhverfið þá er ekki hægt að gera kröfu um lokun. Hins vegar geta menn velt fyrir sér að ef svona uppákom- ur fara að verða trekk í trekk hvort öryggi vinnslunnar sé eitthvað sem menn þurfa að hafa áhyggjur af. Breytir nýjasta atvikið einhverju? Það er ómögulegt að segja, við fylgjumst auðvitað með þessu máli og höfum ósk- að eftir upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum og Geislavarnir ríkisins eru búnar að vera í sambandi við sínar syst- urstofnanir. Vel fylgst me› SELLAFIELD SPURT & SVARAÐ SELLAFIELD Stöðinni hefur verið lokað á meðan vélmenni hreinsa þar til. Ekki er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist á ný fyrr en eftir marga mánuði. SIGURÐUR M. MAGNÚSSON „Umræða um raunverulega eða ímyndaða hættu á geislavirkum efnum í sjávarafurðum er mjög neikvæð fyrir Íslendinga.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SELLAFIELD MAGNÚS JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.