Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.05.2005, Qupperneq 30
Þrif á gólfum Besta leiðin til að viðhalda hreinum gólfum er að ryksuga þau annan hvern dag eða rykmoppa. Skúra þarf gólfin í það minnsta einu sinni í viku en eldhúsgólf þarf að þrífa oftar. [ ] Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Kringlunni - sími : 533 1322 Gjafadagar í DUKA Brúðargjafir, útskriftargjafir, skírnargjafir, tækifærisgjafir, Vandaðar heimilis- og gjafavörur Líður best í stofunni heima Nanna Guðbergsdóttir drakk ekki kaffi fyrir nokkrum árum síðan en rekur nú kaffihús og veit fátt betra en að koma sér vel fyrir í stofunni heima með gott kaffi í bolla. „Mér finnst best að vera í stof- unni, en þar finnst mér gott að setjast með kaffibollann minn og þangað býð ég gestum mínum,“ segir Nanna Guðbergsdóttir eig- andi kaffihússins Segafredo á Lækjartorgi sem gerðist svo frægt á dögunum að taka af skar- ið með því að verða reyklaust kaffihús. „Stofan mín er hlýleg og kósí og ég loka sjónvarpið inni í skáp því ég vil ekki sjá það ef það er ekki verið að horfa á það,“ seg- ir Nanna og hlær. Hún segist ekki hafa drukkið kaffi áður en hún opnaði kaffihús- ið sitt en sé núna forfallin kaffi- manneskja og er með flotta kaffi- vél heima sem býr til allskyns kaffidrykki. „Ég á svo sem ekkert sérstakt sparistell sem ég nota fyrir gest- ina, á bara eitt sem er bæði fínt og hversdagslegt og finnst það betra en að eiga stell inn í skáp sem er bara dregið fram nokkrum sinn- um á ári,“ segir Nanna. Gestum sínum býður hún gjarnan upp á meðlæti með kaffinu og hún er dugleg við að baka pönnukökur og vöfflur. „Ég er orðin svo mikil mamma og finnst gaman að baka með dætrum mínum,“ segir Nanna brosandi. En þegar hún er ein leggst hún upp í sófa og kúrir yfir góðum þýskum tímaritum. „Ég bjó svo lengi í Þýskalandi að mér finnst gaman að glugga í þessi blöð og láta fara vel um mig, með kaffibollann að sjálfsögðu,“ segir Nanna og hlær. kristineva@frettabladid.is Nanna Guðbergsdóttir lætur sér líða vel með kaffibollann heima í stofu. Skúringarnar verða leikur einn og óþarfi að nota fötu Moppuskaftið gerir skúringafötuna óþarfa. Skúringar eru ekki þekktar fyrir afþreyingargildi sitt. Sannast sagna eru þær eiginlega sorglega leiðin- legur þáttur í þrifum híbýla. Það er því ánægjulegt að rekast á nýjung- ar sem létta þetta verk. Moppu- skaftið er ein slík. Moppuskaftið gerir nefnilega allt stúss með skúr- ingarfötuna óþarft þegar þessi reglubundnu léttari þrif standa fyrir dyrum. Þannig er nefnilega mál með vexti að í lauflétt álskaftið komast 450 ml af sápuvatni, sem er um það bil það magn sem þarf til þess að þrífa eina meðalstóra íbúð. Með því að þrýsta á hnapp efst á skaftinu sprautast sápuvatnið jafnt fyrir framan moppuna sem er tilbúin til notkunar. Moppan sjálf er 45 cm breið örtrefjamoppa (micro), en ör- trefjamoppur hafa fyrir löngu sannað gildi sitt umfram aðrar teg- undir trefja þegar þrif eru annars vegar. Lagið á moppunni er nokkuð þægilegt, nær vel í öll horn, vinnur vel á óhreinindum og gólfið er fljótt að þorna. Moppuskaftið, þessi hent- uga nýjung í ræstingum, fæst hjá Ræstivörum ehf. í Stangarhyl 4. ■ Seljum, gefum og hendum ÞEGAR HÚSNÆÐI ER SETT Á SÖLU ER ÝMISLEGT SEM ÞARF AÐ GERA HEIMA FYRIR TIL AÐ VÆNTANLEGIR KAUP- ENDUR KUNNI AÐ META EIGNINA. Í fyrsta lagi eru væntanlegir flutningar rétta tækifærið til að losa sig við ónýtu garðhúsgögnin, úreltu tímaritin að ekki sé minnst á allar tómu krukkurnar sem safnast hafa upp í skápunum. Ef mikið er af myndum og skrautmun- um uppi við er ráð að pakka hluta af því niður. Hafið eldhúsið eins snyrtilegt og kost- ur er, hreinsið það af öllu nema nauð- synlegustu áhöldum. Hafið ferskt grænmeti og ávexti í körfum þegar von er á fólki til að skoða. Bökunarlykt svínvirkar líka! Fínt er að pakka niður hluta af því sem er í fullum skápum svo þeir sýnist rúmgóðir. Gleymið ekki bílskúrnum, kjallaranum og háaloftinu, þetta eru hlutar hússins sem væntanlegir kaupendur vilja sjá. Hvað á svo að gera við allt dótið sem þarf að fjarlægja? Sumt ætti að selja, annað að gefa og ýmsu að henda. Leigið geymslupláss eða nýtið ykkur góðviljaða ættingja og vini. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Dönsk hönnun fyrir heimilið ROSENDAHL-VÖRUR ERU NÚ TIL SÖLU Í CASA. Verslunin Casa hefur bætt við vöruúrval sitt og selur nú hinar dönsku Rosendahl-vörur sem rómaðar eru fyrir fallega hönnun. Fyrsta vara Rosendahl-fyrirtækis- ins var vínstoppari sem náði miklum vinsældum og segir Erik Rosendahl, stofnandi fyrirtækisins, að ævin- týrið hafi byrjað með honum. Í dag framleiðir fyrir- tækið fjöldann allan af spennandi hönnunarvörum fyrir heimilið og einnig fylgihluti og úr. Rosendahl-vörurnar eru ef til vill fyrst og fremst þekktar sem gjafavörur og fást víða um heim í versl- unum sem sérhæfa sig í hönnun. Moppan tekur nægilegt vatn til að skúra meðalstóra íbúð. Hnífar frá Rosendahl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.