Fréttablaðið - 12.05.2005, Page 31

Fréttablaðið - 12.05.2005, Page 31
3FIMMTUDAGUR 12. maí 2005 Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) · Sími 567 2133 · www.arinn.is ÚTIARNAR ÚR POTTJÁRNI Kr. 25.700.-Kr. 18.500.-Hæð 85 cm – br. 40 cm Hæð 113 cm – br. 45 cm Spagettí fyrir eldspýtu Vandamál getur komið upp ef kveikja á á mörgum kertum í einu og aðeins einn eldspýtustokkur við höndina. Fing- urgómarnir geta brunnið og leiðinlegt er að kveikja sífellt á nýrri og nýrri eld- spýtu. Ráð við þessu er að nota ósoðið spagettí, en hægt er að stinga endan- um í loga og eldurinn lifir á spagettí- lengjunni nægilega lengi til að kveikja á öllum kertunum. Ódýr og einföld lausn og engin þarf að óttast brennda fingurgóma. „Þetta eru allt verk sem ég hann- aði fyrir sýningu í Stokkhólmi fyrr á þessu ári, og eru þetta einu eintökin sem til eru,“ segir Chuck Mack hönnuður sem er einna þekktastur fyrir hönnun sína á stólnum Gíraffinn. Chuck er búsettur hér á landi en hann er hálfíslenskur og ílengdist hér á landi eftir verk- efni sem hann kom hingað til að vinna. „Ég starfaði áður í Banda- ríkjunum við hönnun og var þá mest í því að hanna einstaka hluti fyrir viðskiptavini. En sam- keppnin er þar mikil þótt ekki sé erfitt að hafa næga vinnu við fagið,“ segir Chuck. Á Íslandi segir hann hlutina vera öðruvísi þar sem markaðurinn sé lítill en hann fer gjarnan til útlanda þar sem hann sýnir verk sín og reyn- ir að koma þeim í framleiðslu. „Stóllinn Wing er að fara í fram- leiðslu í Bandaríkjunum fljót- lega og bind ég vonir við hann,“ segir Chuck. Hann er sjálfmenntaður hönnuður en hann hannar ekki bara hlutina sjálfur heldur smíð- ar hann þá einnig. „Mesta ánægj- an felst í því þegar allt gengur upp og ég er með fallegan hlut í höndunum sem virkar,“ segir Chuck. Áhugasamir geta skoðað hönnun Chuck Mack á vefsíðunni www.chuckmackdesign.com ■ No. 9 Gallery Bench eftir Chuck Mack. Borðið Spider eftir Chuck Mack. Hönnuður og smiður af guðs náð Hönnuðurinn Chuck Mack er með sýningu á verkum sínum í glugganum hjá Sævari Karli þessa dagana en hann hannaði meðal annars hinn þekkta stól Gíraffann. Verk eftir hönnuðinn Chuck Mack eru til sýnis í glugganum hjá Sævari Karli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A [ HÚSRÁÐ ] 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.