Fréttablaðið - 12.05.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 12.05.2005, Síða 46
JAR‹ARFARIR 11.00 Helgi Hermannsson, stýrimaður, Heiðarbraut 1c, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 13.00 Heiðar Albertsson, vélstjóri, Laugalind 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 13.00 Georg Heiðar Eyjólfsson, Klepps- vegi 68, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Krossinum, Kópavogi. 13.00 Sigurður Jónsson, lyfjafræðingur, Þorragötu 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Vagnbjörg Jóhannsdóttir, Gyðu- felli 14, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Lovísa Rut Bjargmundardóttir verður jarðsungin frá Bjargmund- arkirkju. Sigfús Magnús Steingrímsson, Fossvegi 15, Siglufirði, verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 14. maí, kl. 14.00. Í dag eru fimmtán ár liðin síðan Ásgeir Sigurvinsson lék sinn síð- asta leik með Stuttgart. Ásgeir er klárlega einn besti knattspyrnu- maður sem Ísland hefur átt. Hann var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar árið 1984 og var þá einn besti miðju- maður Evrópu. Atli Eðvaldsson, samherji Ásgeirs í landsliðinu til margra ára og fyrrverandi at- vinnumaður í Þýskalandi, segir Ásgeir hafa verið afburða knatt- spyrnumann og einn þann besta sem hann hafi spilað með. Aðspurður um minnisstætt at- vik er Atli tiltölulega fljótur til svars: „Mark Ásgeirs í landsleik Íslands og Austur-Þýskalands var stórkostlegt.“ Að auki hafi eiginleikar hans verið öllum sem með honum spiluðu ógleyman- legir. Sérstaklega hafi spark- tækni hans og yfirvegun verið eftirminnileg og séu þessir af- burðahæfileikar sjaldgæfir enn í dag. Eyjólfur Sverrisson varð líkt og Ásgeir þýskur meistari með Stuttgart og þekkir því vel til hetjuímyndar hans í borginni. „Hann er ennþá mikil og stór stjarna og í raun ógleymanlegur öllum þeim sem fylgdust með Stuttgart og þýsku knattspyrn- unni,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir nákvæmar sendingar hans hafa reynst sér vel þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stuttgart. „Ásgeir sagði mér nákvæmlega hvar ég ætti að vera inni í teig og þangað myndi boltinn koma. Boltinn kom síðan fastur beint í hausinn á mér og inn í markið.“ Ásgeir reyndist Eyjólfi afar vel þegar hann var að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumaður og var traustur og hjálplegur ef Eyjólfur þurfti að leita til hans. Þetta eru ekki einu tímamótin hjá Ásgeiri þessa dagana því á sunnudaginn varð hann fimmtug- ur. Hann er nú staddur á Flórída og nýtur veðurblíðunnar á golf- völlunum þar. magnus.halldorsson@frettabladid.is 30 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR FLORENCE NIGHTINGALE (1820-1910) fæddist þennan dag. Maður sem lætur verkin tala TÍMAMÓT: 15 ÁR SÍÐAN ÁSGEIR SIGURVINSSON LAGÐI SKÓNA Á HILLUNA „Tillfinningum er illa varið í orð; nota ætti þær í gerðir sem bera árangur.“ Florence Nightingale starfaði sem hjúkrunarkona, en á 19. öld naut sú staða lítillar virðingar. Hún barðist fyrir bættri heilsugæslu og aðstöðu fátækra. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Tryggvi Vilmundarson, netagerðar- meistari, Sunnubraut 4, Höfn, lést laug- ardaginn 7. maí. Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hillers, Há- engi 27, Selfossi, lést laugardaginn 7. maí. Ragna Kr. Ágústsdóttir lést mánudag- inn 9. maí. Guðjón Guðnason, Lækjarsmára 8, Kópavogi, lést þriðjudaginn 10. maí. ÁSGEIR Í LEIK Ásgeir réð oftar en ekki ríkjum á miðjunni á ferli sínum hjá Stuttgart. Georg VI og kona hans lafði Elísabet voru krýnd konungur og drottning Bretlands í Westminster þennan dag árið 1937. Georg sem stundaði nám við sjóherskólann í Dartmouth og barðist í fyrri heimstyrjöldinni varð erfingi að hásætinu eftir að eldri bróðir hans, Edward VIII konungur, sagði af sér í desember 1936. Edward var fyrsti þjóðhöfð- ingi Englands sem afsalaði sér sjálfviljugur hásæt- inu og titlinum. Það gerði hann til að ganga að eiga Wallis Warfield Simpson, sem var fráskyld bandaríkjakona. Árið 1939 varð Georg konungur fyrsti þjóðhöfðingi Breta til að heimsækja Ameríku og Kanada. Hann og kona hans héldu kyrru fyrir í Buckinghamhöll í seinni heimstyrjöldinni þrátt fyrir að stöðug hætta væri á árásum. Þá hélt hann útvarpsræður til að efla baráttuvilja Breta, en til þess varð hann að sigrast á málhelti sem hann var haldinn. Konungurinn veiktist alvarlega árið 1949. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að inna af hendi embættis- skyldur sínar allt til dauðadags árið 1952. Elsta dóttir hans varð arftaki hans og var Elísabet önnur krýnd Englandsdrottning í júní 1953. 12. MAÍ 1937 Á krýningardaginn ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1412 Einar Herjólfsson andast. Talið er að svarti dauði hafi borist með honum til Ís- lands árið 1402. 1882 Konur fá ótvíræðan en tak- markaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Rétturinn náði aðeins til ekkna og ógiftra kvenna sem voru orðnar 25 ára. 1932 Sonur Charles Lindbergh finnst látinn. Honum hafði verið rænt tíu vikum áður. 1935 Golf er leikið í fyrsta sinn á Íslandi þegar völlur Golf- klúbbs Íslands er vígður í Laugardal. 1961 Lyndon B. Johnson, þá varaforseti Bandaríkjanna, heimsækir Víetnam. Georg VI kr‡ndur konungur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Guðmundsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 10. maí. Útförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Friðriksdóttir frá Krithóli, Skagafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðjudaginn 3. maí síðastliðinn, verður jarðsungin í kapellunni á Löngumýri laugar- daginn 14. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Víðimýri. Guðríður Björnsdóttir Jónas Kristjánsson Kjartan Björnsson Birna Guðmundsdóttir Bára Björnsdóttir Ólafur Björnsson Anna Ragnarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Okkar yndislegi sonur, bróðir og dóttursonur, Hilmar Már Jónsson sem lést laugardaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju föstudaginn 13. maí kl. 13. Sigrún Guðjónsdóttir Jón Kristjánsson Elsa Borg Jónsdóttir Ester Ýr Jónsdóttir Elsa Borg Jósepsdóttir Guðjón Þorsteinsson. Hjálpu›u sextán flúsund manns í fyrra Linda Pétursdóttir, verndari Fjöl- skylduhjálpar Íslands árið 2005, afhenti í gær 27 fyrirtækjum þakkarbréf fyrir stuðning þeirra árið 2004, í móttöku sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt í ráðherrabústaðnum í Tjarnar- götu. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálparinnar, segir fyrirtækin hafa staðið sig ákaflega vel og það sé þeim að þakka að hægt var að hjálpa sext- án þúsund manns árið 2004. „Það sem einkennir Fjölskyldu- hjálpina er að það geta allir leitað til okkar óháð búsetu og kyni,“ seg- ir Ásgerður en þeir sem leita til hennar og hinna kvennanna sem starfa í sjálfboðaliðastarfi hjá Fjölskylduhjálpinni eru öryrkjar, einstæðir foreldrar, forsjárlausir feður, eldri borgarar og einstak- lingar sem hafa farið út af sporinu. Fjölskylduhjálpin býður fyrst og fremst upp á matargjafir en einnig er reynt að vera með allt sem þarf fyrir ungbörn, fatnað á konur og karla auk þess sem aug- lýst hefur verið eftir notuðum heimilistækjum. „Við verðum mjög varar við að fólk kemur ekki nema í brýnni neyð,“ segir Ásgerður sem segir starfið gefa sér mikið gildi. Þessa dagana eru þær að safna peningum til að geta sent börn í sumarbúðir í sumar. Stefnan er að senda 80 börn, en enn er langt í land. Þeir sem vilja styðja Fjöl- skylduhjálpina geta lagt inn upp- hæð á reikning hennar: 101-26- 66090 kt.660903-2590. ■ EYJÓLFUR SVERRISSON ATLI EÐVALDSSON LINDA PÉTURSDÓTTIR OG HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Fjölskylduhjálpin býður fyrst og fremst upp á matargjafir en einnig er reynt að vera með fatnað og allt sem þarf fyrir ungbörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.