Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 12.05.2005, Qupperneq 52
36 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR 4. SÆTI ÍA Stofnað: 1946 Íslandsmeistarar: 18 sinnum Bikarmeistarar: 9 sinnum Deildabikarmeistarar: 3 sinnum Í efstu deild síðan: 1992 Á topp 3 síðasta áratug: 7 sinnum Þjálfari: Ólafur Þórðarson Fyrirliði: Gunnlaugur Jónsson HEIMALEIKIR SUMARSINS: Mán. 16. maí (17.00) Þróttur Fim. 26. maí (19.15) Grindavík Mán. 30. maí (19.15) Fylkir Mið. 15. júní (19.15) Keflavík Mið. 29. júní (19.15) ÍBV Sun. 17. júlí (19.15) Valur Sun. 14. ágúst (18.00) Fram Sun. 28. ágúst (18.00) FH Lau. 17. september (14.00) KR Leikmenn ÍA MARKIÐ 1. Þórður Þórðarson (33) 158 leikir 12. Páll Gísli Jónsson (22) * 1 VÖRNIN 2. Kristinn Darri Röðulsson (19) *Nýliði 4. Gunnlaugur Jónsson (31) 131/7 mörk 6. Reynir Leósson (26) 115/1 18. Guðjón Heiðar Sveinsson (25) 57/6 22. Hjálmur Dór Hjálmsson (23) 52/2 26. Finnbogi Llorens (25) * Nýliði MIÐJAN 5. Ellert Jón Björnsson (23) 56/7 7. Dean Martin (33) * 58/5 8. Pálmi Haraldsson (31) 189/9 11. Kári Steinn Reynisson (31) 175/28 13. Ágúst Ö. Magnússon (19) 1 14. Jón Vilhelm Ákason (19) Nýliði 17. Unnar Örn Valgeirsson (28) 46/1 23. Andrés Vilhjálmsson (22) 5 25. Helgi Pétur Magnússon (21) 17/4 27. Hafþór Vilhjálmsson (19) Nýliði SÓKNIN 9. Hjörtur Júlíus Hjartarson (31) 87/30 10. Sigurður R. Eyjólfsson (32) * 80/26 20. Andri Júlíusson (20) Nýliði 28. Þorsteinn Gíslason (21) 8/1 * = Nýr leikmaður hjá liðinu FARNIR: GRÉTAR RAFN STEINSSON SVISS JULIAN JOHNSON FÆREYJAR STÉFAN ÞÓR ÞÓRÐARSON SVÍÞJÓÐ 3. SÆTI VALUR Stofnað: 1911 Íslandsmeistarar: 19 sinnum Bikarmeistarar: 8 sinnum Deildabikarmeistarar: Aldrei Í efstu deild síðan: 2005 Á topp 3 síðasta áratug: Aldrei Þjálfari: Willum Þór Þórsson Fyrirliði: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson HEIMALEIKIR SUMARSINS: Mán. 16. maí (17.00) Grindavík Mán 23. maí (19.15) ÍA Þri. 31. maí (19.15) Fram Mið. 15. júní (19.15) FH Mán. 27. júní (19.15) KR Þri. 26. júlí (19.15) Fylkir Sun. 14. ágúst (18.00) Keflavík Mán. 29. ágúst (18.00) ÍBV Lau. 17. september (14.00) Þróttur Leikmenn Vals MARKIÐ 1. Kjartan Sturluson (30 ára) * 89 leikir 12. Kristinn Guðmundsson (25) 5 VÖRNIN 2. Grétar Sigurðsson (23) * 18/6 mörk 3. Steinþór Gíslason (22) * 18/1 5. Atli Sveinn Þórarinsson (25) * 17/4 13. Baldur Þórólfsson (20) Nýliði 21. Bjarni Ólafur Eiríksson (23) 35 24. Baldvin Jón Hallgrímsson (28) 6 26. Benedikt Bóas Hinriksson (24)Nýliði MIÐJAN 4. Stefán Helgi Jónsson (25) 19/2 6. Sigþór Júlíusson (30) * 144/12 7. Sigurbjörn Hreiðarsson (30) 134/24 8. Kristinn Lárusson (32) 79/16 11. Matthías Guðmundsson (25) 48/6 16. Baldur Aðalsteinsson (25) 67/4 17. Sigurður Sæberg Þorst. (25) 40/1 20. Birkir Már Sævarsson (21) 9/0 22. Jóhann Hreiðarsson (26) 18/8 25. Jóhannes Gíslason (23) 18/0 SÓKNIN 9. Garðar Gunnlaugsson (22) 34/5 10. Hálfdán Gíslason (26) 60/10 14. Einar Óli Þorvarðarson (20) Nýliði 18. Árni Ingi Pjetursson (26) 25/3 23. Guðm. Benediktsson (31) * 147/43 * = Nýr leikmaður hjá liðinu FARNIR: ÖGMUNDUR RÚNARSSON FJÖLNIR 2. SÆTI KR Stofnað: 1899 Íslandsmeistarar: 24 sinnum Bikarmeistarar: 10 sinnum Deildabikarmeistarar: 3 sinnum Í efstu deild síðan: 1979 Á topp 3 síðasta áratug: 7 sinnum Þjálfari: Magnús Gylfason Fyrirliði: Kristján Finnbogason HEIMALEIKIR SUMARSINS: Sun. 22. maí (19.15) Fram Sun. 29. maí (19.15) FH Fim. 23. júní (19.15) Þróttur Fim. 7. júlí (19.15) ÍA Mán. 11. júlí (19.15) Fylkir Sun. 24. júlí (19.15) Keflavík Sun. 14. ágúst (18.00) ÍBV Sun. 21. ágúst (18.00) Grindavík Lau. 11. september (14.00) Valur Leikmenn KR MARKIÐ 1. Kristján Finnbogas. (34 ára)218 leikir 16. Atli Jónasson (17) Nýliði VÖRNIN 2. Bjarni Þorsteinsson (29) 89/5 mörk 3. Tryggvi Bjarnason (22)* 47/1 5. Helmis Matute (24)* Nýliði 7. Ágúst Þór Gylfason (34) 151/31 13. Gunnar Einarsson (29) 100/1 23. Jökull Elísabetarson (21) 50 MIÐJAN 4. Kristinn Magnússon (21) 18 6. Bjarnólfur Lárusson (29)* 123/17 9. Sölvi Davíðsson (21) 18 10. Sigurvin Ólafsson (29) 93/25 14. Rógvi Jacobsen (26)* Nýliði 20. Arnljótur Ástvaldsson (22) 1 21. Vigfús Jósepsson (21) Nýliði 22. Sigmundur Kristjánsson (22) 6 SÓKNIN 8. Garðar Jóhannsson (25) 28/6 11. Grétar Hjartarson (28)* 80/48 15. Skúli Jón Friðgeirsson (17) Nýliði 25. Bjarki Gunnlaugsson (32) 80/29 26. Arnar Gunnlaugsson (32) 73/49 27. Gunnar Kristjánsson (18) 1 * = Nýr leikmaður hjá liðinu FARNIR: KRISTINN HAFLIÐASON ÞRÓTTUR GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON VALUR KJARTAN HENRY FINNBOGAS. SKOTLAND THEÓDÓR BJARNASON SKOTLAND KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON NOREGUR SIGURÐUR R. EYJÓLFSSON ÍA SIGÞÓR JÚLÍUSSON VALUR PETR PODZEMSKY BREIÐABLIK 1. SÆTI FH Stofnað: 1929 Íslandsmeistarar: 1 sinni Bikarmeistarar: Aldrei Deildabikarmeistarar: 2 sinnum Í efstu deild síðan: 2001 Á topp 3 síðasta áratug: 3 sinnum Þjálfari: Ólafur Jóhannesson Fyrirliði: Heimir Guðjónsson HEIMALEIKIR SUMARSINS: Fim. 26. maí (19.15) ÍBV Lau. 11. júní (14.00) Þróttur Fim. 23. júní (19.15) ÍA Fim. 30. júní (19.15) Fram Sun. 10. júlí (19.15) Keflavík Sun. 17. júlí (19.15) Grindavík Sun. 7. ágúst (18.00) KR Sun. 21. ágúst (18.00) Valur Lau. 11. september (14.00) Fylkir Leikmenn FH MARKIÐ 1. Daði Lárusson (32 ára) 73 leikir 12. Valþór Halldórsson (24) 3 VÖRNIN 2. Auðun Helgason (34)* 83/2 mörk 4. Tommy Nielsen (33) 34/7 5. Freyr Bjarnason (28) 70/2 14. Guðmundur Sævarsson (27) 56/9 20. Sverrir Garðarsson (21) 33/1 21. Magnús Ingi Einarsson (24) 47 23. Heimir Snær Guðmundss. (21) 5 27. Davíð Þór Viðarsson (21) 26 MIÐJAN 3. Dennis Siim (29)* Nýliði 6. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (25) 71/7 7. Jónas Grani Garðarsson (32) 55/21 8. Baldur Bett (25) 66/2 10. Heimir Guðjónsson (36) 241/20 11. Jón Þorgrímur Stefánss. (30) 118/20 18. Hermann Albertsson (22) 11/2 19. Ólafur Páll Snorrason (23)* 31/2 24. Tómas Leifsson (20) Nýliði 25. Davíð Ólafsson (28) 18/1 26. Jón Ragnar Jónsson (20) Nýliði SÓKNIN 9. Tryggvi Guðmundsson (31)* 98/56 15. Ármann Smári Björnsson (24) 43/9 16. Pétur Óskar Sigurðsson (21)* Nýliði 17. Atli Viðar Björnsson (24) 54/16 22. Allan Borgvardt (25) 28/16 * = Nýr leikmaður hjá liðinu FARNIR: EMIL HALLFREÐSSON ENGLAND SIMON KARKOV LEIKNIR R. VÍÐIR LEIFSSON FRAM Íslenska deildin 50 ára Deildarskipting var tekin upp á Íslandi sumari› 1955 og fla› ver›a flví li›in 50 ár í sumar frá flví a› efsta deildin var› til. FÓTBOLTI Þetta er afmælissumar í íslenskri knattspyrnu því 12. júní næstkomandi verða liðin 50 ár síð- an að keppni í 1. deild hófst en fyrstu 43 ár Íslandsmótsins hér á landi var mótið spilað í einni deild en það breyttist allt fyrir hálfri öld síðan. KSÍ ákvað þá á sérstöku auka- þingi í janúarmánuði 1955 að gjör- bylta mótafyrirkomulaginu sem hafði verið nánast óbreytt frá því að fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912. Um sumarið hófu lið leik í tveimur deildum í fyrsta sinn en sex félög skipuðu efstu deild karla fyrstu þrettán árin. Sjö lið skipuðu deildina 1969, átta lið voru í deild- inni á árunum 1970 til 1975, níu lið sumarið 1976 og allt frá árinu 1977 hafa tíu lið keppt um Íslandsmeist- aratitilinn ár hvert. Fyrstu fjögur árin var bara leikin einföld umferð en frá og með árinu 1959 hafa liðin í efstu deild leikið tvöfalda um- ferð, heima og heiman á móti öll- um hinum liðum deildarinnar. Þróttarar féllu fyrstir KR-ingar urðu fyrstu Íslandsmeist- arar í 1. deild sumarið 1955 en deildina skipuðu þá fimm Reykja- víkurfélög (KR, Valur, Fram, Vík- ingur og Þróttur) auk Skagamanna sem höfðu orðið meistarar tvö síð- ustu sumurin fyrir breytinguna. Þróttur rak lestina og varð því fyrsta íslenska félagið sem féll í 2. deild. Það var KR-ingurinn Þor- björn Friðriksson sem skoraði fyrsta markið í hinni nýju 1. deild en hann skoraði eftir aðeins fjórar mínútur í leik gegn Víkingi sem KR vann 7-0, í honum varð félagi hans í liðinu Hörður Felixson einnig fyrsti leikmaðurinn sem skoraði þrennu. Þetta var reyndar annar leikur mótsins, því Fram og Valur gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik hinnar nýju 1. deildar. Það hafa alls níu félög orðið Ís- landsmeistarar síðan að deilda- skiptingin var tekin upp fyrir fimmtíu árum og FH-ingar voru einmitt þeir síðustu til þess að bæt- ast í hópinn þegar þeir tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn síðasta haust. Skagamenn hafa unnið titilinn oft- ast á þessu tímabil eða alls 15 sinn- um en KR-ingar koma þeim næstir með tíu Íslandsmeistaratitla. Það eru örugglega mörg lið til- kölluð þegar spáð er hvert sé sterkasta lið sem hefur spilað í deildarkeppninni á þessum 50 árum. Hér á eftir fara nokkur lið sem gera örugglega tilkall en hér er farið á hlaupum yfir nokkur af frægustu og bestu liðum sem hafa farið mikinn á leið sinni að Íslands- meistaratitlinum. Töpuðu ekki stigi Eitt af þeim fyrstu til að koma sér á þennan lista var KR-liðið sem setti met sumarið 1959 í fyrsta sinn sem spiluð var tvöföld um- ferð. KR-ingar unnu þá alla tíu leiki sína með markatölunni 41-6. Lykilmenn liðsins voru menn eins og Þórólfur Beck sem varð marka- kóngur deildarinnar og Ellert B. Schram. KR-liðið fékk 9 stigum fleiri en næsta lið. Valsmenn settu einnig met sum- arið 1978 þegar þeir urðu fyrsta og eina liðið í sögunni til þess að fara taplausir í gegnum 18 leikja Ís- landsmót en liðið vann þá 17 leiki og gerði eitt jafntefli og fékk að- eins átta mörk á sig. Sigurður Har- aldsson markvörður liðsins fékk meðal annars ekki á sig mark í 11 leikjum í röð, átta deildarleikjum og þremur bikarleikjum og hélt hreinu í 1095 mínútur. Skagamenn náðu einnig ein- stökum árangri á árunum 1983 og 1984 þegar þeir unnu tvöfalt tvö ár í röð, það er unnu bæði Íslands- mótið og bikarkeppnina bæði þessi sumur en það hefur ekkert annað lið afrekað. Framarar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og þrisvar sinn- um bikarmeistarar á árunum 1985 til 1990 og liðið sem vann deildina 1988 vann yfirburðarsigur á mót- inu, vann 16 af 18 leikjum og fékk aðeins átta mörk á sig. Skagamenn unnu Íslandsmótið fimm ár í röð á árunum 1992-1996 og liðið sem vann tvöfalt árið 1993 er örugglega eitt það allra sterkasta en Skagamenn skoruðu þá 62 mörk í leikjunum 18 eða 3,4 að meðaltali í leik. Skagamenn unnu þá 16 af 18 leikjum sumars- ins en árið áður varð liðið það fyrsta og eina í sögu tíu liða efstu deildar til þess að verða Íslands- meistarar sem nýliðar í deildinni. Síðasta stórliðið í deildinni var örugglega KR-liðið sem varð fjór- um sinnum Íslandsmeistari á árun- um 1999 til 2003 en með því lék einmitt sigursælasti leikmaður í sögu deildarkeppninnar, Sigur- steinn Gíslason. Afrek Sigursteins Gíslasonar Sigursteinn varð Íslandsmeistari í níu skipti frá árinu 1992 til 2003. Hann varð fimm sinum meistari með ÍA á árunum 1992 til 1996 og vann svo fjóra titla með KR á árun- um 1999 til 2003. ooj@frettabladid.is NÍU SINNUM ÍSLANDSMEISTARI Í EFSTU DEILD Á ÍSLANDI Sigursteinn Gíslason er sigursælasti leikmaður í 50 ára sögu íslensku deildar- keppninnar en hann varð níu sinnum Íslandsmeistari með ÍA og KR á árunum 1992 til 2003. Hér til hægri sést Sigursteinn með Íslands- bikarinn 1994 og svo á myndinni til vinstri er hann með Íslandsbikarinn árið 2003 þegar hann var að vinna titilinn í níunda sinn. ÍSLANDSMEISTARAR Í EFSTU DEILD 1955-2004: ÍA 15 (síðast árið 2001) KR 10 (2003) Valur 8 (1987) Fram 5 (1990) Keflavík 4 (1973) ÍBV 3 (1998) Víkingur 3 (1991) KA 1 (1989) FH 1 (2004) Fréttablaðið gefur leikmönnum Landsbankadeildarinnar einkunn frá 1 til 10: Allir leikmenn ver›a metnir í sumar FÓTBOLTI Landsbankadeild karla fer af stað um Hvítasunnuhelg- ina og eru allir að verða klárir í bátana, bæði leikmenn, þjálfarar sem og íþróttafréttamenn Fréttablaðsins sem verða á öll- um völlum í sumar og fjalla ítar- lega um allt sem fram fer í Landsbankadeild karla. Fréttablaðið bætir þjónustu sína við lesendur í ár og munu allir leikmenn Landsbankadeild- ar karla verða metnir fyrir frammistöðu sína í öllum leikj- um sumarsins. Íþróttafrétta- menn blaðsins munu gefa leik- mönnum einkunn á bilinu 1 til 10 auk þess sem dómarar og leik- irnir sjálfur fá einnig einkunn á sama skala. Leikmenn verða að spila að minnst 20 mínútur til þess að fá einkunn. Ætlunin er að ein- kunnagjöfin gefi góða mynd af frammistöðu leikmanna í sumar og er stefnan að fylgjast vel með því á síðum blaðsins hvaða leik- menn Landsbankadeildarinnar eru að standa sig best. Auk þessa mun Fréttablaðið birta ítarlega tölfræði úr öllum leikjum deildarinnar líkt og gert var í fyrrasumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.