Fréttablaðið - 12.05.2005, Page 60

Fréttablaðið - 12.05.2005, Page 60
44 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR VEITINGASTAÐURINN SÚFISTINN STRANDGÖTU 9, 220 HAFNARFIRÐI Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, við- burðastjóri Akraneskaupstaðar, er nýkomin heim frá Perú þar sem hún dvaldi frá áramótum. Í Perú lagði Sigrún stund á spænskunám og kynntist þessum spennandi menningarheimi svo ekki sé minnst á matarmenninguna. Viska hennar og fróðleikur í elda- mennsku er þó að mestu leyti kom- in frá ömmu hennar. Eitt af tak- mörkum Sigrúnar í sumar er að elda fisk þrisvar í viku. „Ég er öll í því núna að þefa upp uppskriftir en ég er hrifnust af einföldum og góðum uppskriftum. Eftir dvölina í Perú er Sigrún reynslunni ríkari enda sá hún margt undarlegt á heimaslóðum Inkanna. „Ég bjó hjá konu sem er græn- metisæta. Mér skilst því að ég hafi ekki fengið alveg raunhæfa mynd af venjulegu fæði Perúbúa. Meðan á dvölinni stóð kynntist ég mikið af nýjum grænmetisteg- undum sem ég hafði aldrei heyrt um eða séð áður. Perúbúar rækta allt sjálfir. Í bæjunum uppi í fjöll- unum er naggrís vinsæll sunnu- dagsmatur en hann er mjög dýr,“ segir Sigrún. Hún var svo heppin að fá að smakka naggrís eitt sinn. Hún segir að hann hafi verið mjög bragðgóður en það hafi skemmt svolítið fyrir að hann hafi verið eldaður í heilu lagi. „Hann lá þarna á bakkanum með tennurnar og allt og starði á mig. Mér fannst það ekki sérlega sjarmerandi. Fyrir utan það var hann góður. Innyflin voru tekin úr honum og hann fylltur með ferskum krydd- jurtum. Með honum var einhvers konar pasta sem Perúbúar gera sjálfir og svo voru fylltar paprik- ur og kartöflur með,“ segir Sig- rún. Hún segir einnig að Inkarnir borði lamadýrin sín en hún smakkaði þau ekki. „Ég hef aldrei borðað jafn mikið á ævinni eins og ég gerði í Perú. Fyrir matinn var alltaf matarmikil grænmetissúpa og ég var því alltaf að springa þegar aðalrétturinn var borinn á borð. Ég neyddist alltaf til að klára matinn minn því það þykir hinn mesti dónaskapur að leifa. Ég borðaði því alltaf þangað til maturinn stóð út úr eyrunum á mér.“ Þrátt fyrir að hafa alltaf borðað á sig gat kom hún tág- grönn heim því hún borðaði bara mikið af grænmeti og fékk nánast aldrei súkkulaði eða neitt slíkt. „Í Cuzco þar sem ég bjó gat maður farið fínt út að borða fyrir 200 kall meðan sólarvörn kostaði 600 krónur. Í Lima er allt rándýrt. Þar er einn McDonalds-staður sem þykir svo flottur að fólk fer bara þangað háspari eins og á brúð- kaupsafmælum og fleira.“ Sigrún lumar á uppskrift af grilluðum laxi en eins og oft vill verða var hún bara með uppskriftina í koll- inum og því slumpaði hún á magn- ið. Gera má ráð fyrir 350 g af fiski fyrir hverja manneskju. GRILLAÐUR LAX 1 flak af laxi Safi úr 1 sítrónu Paprikukrydd Mangóchutney Gróft saxaðar pistasíuhnetur Heilt flak af laxi er lagt í álpapp- ír og safi úr hálfri sítrónu kreistur yfir og þar næst er paprikukryddi stráð yfir. Mangóchutneyi smurt ofan á það og pistasíuhnetum stráð yfir. Álpappírnum lokað og allt sett á grillið. Grilla þarf fiskinn í um tíu mínútur. Gott að bera laxinn fram með grænu salati. Reynslunni ríkari eftir vist í Perú SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR hefur heitið sér því að elda fisk þrisvar í viku. Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 18. tbl. 67. árg., 11. ma í 2005. Lífsreynslusaga • Heils a • • Matur • Krossgáturg•á~t Aðeins 599 kr. Það sem þú vissir ekki ... Steinunn Valdís borgarstjóri Góð grillráð Glæsileg sumarföt Sigrún Bender, fegurðardrottning og verðandi flugma ður Blondínan fékk að víkja BRÚÐKAUPIÐ MITT 4 nýgiftar segja frá ! Aðþrengdar húsmæður! Bakslag í baráttu fe mínista? Ný p-pilla og þú losnar við að fara á túr SKILNAÐIR Eru þeir jafnalgeng ir og gefið er í skyn? 25 atriði sem sanna ást han s á þér 00 Vikan18. tbl.'05-1 28.4.2005 17:57 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ný og fersk í hv erri viku Hvaða matar gætir þú síst verið án? Til þess að viðhalda jöfnum blóðsykri og orku þarf ég prótein þannig að ég gæti ekki veið án fisks og grænmetis. Þar fæ ég allt, omega 3 fitu, prótein og kolvetni. Einfalt og í jafnvægi. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, allt skyndibitafæði þar sem ekki eru bara notaðar unnar fitur heldur djúpsteikingarfitur sem eru not- aðar aftur og aftur. Ojbarasta! Fyrsta minningin um mat? Ég á góðar minningar um ýmiss konar eftirrétti sem mamma bjó til fyrir okkur; meðal annars skýjasúpuna, sem var köld súpa með rúsínum, vanillubragði og með fljótandi hvítum bómullarskýjum ofan á. Þetta voru stífar eggjahvítur sem hægt var að móta alls konar furðudýr úr og þar af leiðandi algjör upplifun að borða þessa súpu. Henni var aldrei leift. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Nú er góður matur oft meira en bara bragð heldur líka stemning, umhverfi, matarnautur og svo framvegis. Upp úr stendur máltíð sem Umahro, kærast- inn minn, bauð mér í á fyrsta stefnu- mótinu okkar, grillaður jómfrúarhumar með aioli úr bökuðum blóðgrapeá- vöxtum, klettasalat með skötusels- hrognum og vanillu. Í eftirrétt var það sem tryggði framhaldið, súkkulaðikaka úr 70% súkkulaði! Leyndarmál úr eldhússkápnum? Kanelduft, vanilluduft, anísfræ, svartur pipar, fiskisósa, tamari, kókosolía kald- pressaða ólífuolíu, bankabygg, græn- meti, til dæmis sætar kartöflur eða rófur, salat og sólþurrkaða tómata. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Ef mér líður ekki vel er það oftast vegna orkuleysis. Ég næ mér upp með orkudrykk þar sem ég blanda mysuprótein, hörfræolíu og frosin ber í sojamjólk eða hrísmjólk. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Sítrón- ur, hörfræolíu, hreint lífrænt Bió Bú Jógurt, sojamjólk, salatblöndu, bakaðar rauðrófur, bakaða lauka, mjólkursýru- gerla, möndlur og hnetur í bleyti, oft geitaost, sykurlausa ávaxtasafa fyrir Telmu, heilkornaspeltbrauð fyrir Telmu, hreint smjör, egg og fullt af grænmeti í skúffunni. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Þessi réttur þyrfti að endast lengi og gefa mér orku og jákvæðar hugsanir, þannig að ég mundi taka stóra södkartoffelchokoladekage með mér. Svo myndi ég veiða mér fisk úr sjón- um! Hvað er það skrýtnasta sem þú hef- ur borðað? Soðinn kindaheili á mark- aði í Marokkó, ristaðar engisprettur í Alsír og súkkulaðihúðaðir sporðdrekar á skemmtilegum stað í London. Heil- inn var skrýtinn, ekki vondur en óþægilega klístraður. Hitt var mjög gott. Annars eru hrútspungar í mysu á listanum líka! MATGÆÐINGURINN ÞORBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR NÆRINGARRÁÐGJAFI Hvernig er stemmningin? Súfistinn í Hafnarfirði hefur á skömmum tíma orðið eitt af vinsælustu kaffihúsum höfuðborgarsvæðisins og fólk úr ná- grannasveitarfélögunum gerir sér sérstaka ferð inn í Hafnarfjörð til þess að heimsækja hann. Staðurinn er yfirleitt þéttsetinn í hádeginu og myndast oft góð stemmning. Helsti galli staðarins er hversu lítið aðskild reyklausu og reyksvæðin eru. Á kvöldin hefur staðurinn mjög rólegt og rómantískt yfirbragð. Á efri hæð- inni er stór reyklaus salur sem hent- ar vel til fundarhalda auk bakher- bergis með hægindastólum. Matseðillinn Súfistinn leggur mikið upp úr því að vera með heimalagað- an mat og ferskt hráefni. Þó að Súfistinn sé að mörgu leyti fyrst og fremst kaffihús þá hefur matnum þar farið stöðugt fram og er vinsælt að koma þangað og fá sér hádegis- mat. Staðurinn býður upp á bökur, kökur, heita rétti og allt þar á milli. Vinsælast Vinsælasti rétturinn er án nokkurs vafa burritos með kjöti, salsasósu, sýrðum rjóma og græn- metissalati sem er mjög saðsamur. Hann kostar 970 krónur. Þá eru pan- ini-brauðin einnig mjög vinsæl auk þess sem Súfistinn er þekktur fyrir sínar heimalöguðu kökur. Réttur dagsins Súfistinn er nýlega hættur með rétt dagsins en býður upp á súpu dagsins sem kostar 540 krónur með brauði. Það geta verið framandi súpur jafnt sem hefð- bundnar. ROSEMOUNT: Toppvín í kassa Áströlsku vínin frá Rosemount hafa svo sannarlega heillað landann og nú er komið á markaðinn afar gott kassavín frá þessum vinsæla fram- leiðanda. Rosemount Shiraz / Cabernet-kassavínið er án efa eitt besta kassavínið sem fæst á Íslandi í dag og gaman að sjá að viðurkenndur framleiðandi setur jafn gott vín á kassa. Vínið er fáanlegt í flestöllum vínbúðum eftir að hafa verið aðeins örfáa mánuði í reynslusölu í nokkrum búðum sem sýnir að Íslend- ingar kunna að meta toppvín í kassa. Rosemount Shiraz / Cabernet er fyrsta tveggja þrúgu kassavínið frá Rosemount. Vínið hefur fjólurauðan lit, góða fyllingu, er mjúkt með sæt- um ávexti og léttkryddaðri eik. Góð- ur kostur fyrir þá sem eru að leita að virkilega góðu rauðvíni á kassa sem hentar við öll tækifæri og með ólík- um mat. Verðið á víninu er afar hag- stætt og jafngildir því að flaskan myndi kosta 945 kr. Lækkað verð í Vínbúðum 3.780 kr. Heitir réttir og hnallflórur FR ÉT TA B LA Ð IÐ : G VA Sk‡jasúpan er eftirminnilegust

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.