Fréttablaðið - 12.05.2005, Side 63

Fréttablaðið - 12.05.2005, Side 63
FIMMTUDAGUR 12. maí 2005 FYRIR BÖRN 2 - 12 ÁRA Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600 *A›ra lei› me› sköttum. Börn flurfa a› vera í fylgd me› fullor›num. 5.995 KR. Fullor›insver› frá 7.995 kr. A›ra lei› me› sköttum www.icelandexpress.is * fiekktur rokk- ari fleytir skíf- um B a n d a r í s k i s ö n g v a r i n n A n t o n N e w c o m b e , f o r s p r a k k i rokksveitar- innar Brian J o n e s t o w n M a s s a c r e , verður plötu- snúður á Sirkus um helgina þar sem hann mun spila tónlist af ýmsum toga. Newcombe er staddur á land- inu um þessar mundir en hljóm- sveit hans nýtur mikillar hylli á meðal þeirra sem fylgjast með bandarískri jaðartónlist. Á síðasta ári var meðal annars gerð heim- ildarmynd um hann og söngvara Dandy Warhols sem vakti umtals- verða athygli. „Hann var búinn að hafa geðveikan áhuga á að koma hingað mjög lengi og lét verða af því núna,“ segir Henrik Björns- son úr hljómsveitinni Singapore Sling. „Við spiluðum með þeim í New York en kynntumst í gegnum sameiginlegan vin í Bandaríkjun- um sem kynnti hann fyrir bandinu okkar.“ Upphaflega vildi Henrik að Newcombe kæmi hingað með hljómsveit sína en það verður víst að bíða betri tíma. Newcombe tók forsmekk á sæluna síðastliðið mánudagskvöld þegar hann þeytti skífum sínum á Sirkus við góðar undirtektir. BRIAN JONESTOWN MASSACRE Anton Newcombe er for- sprakki hljómsveitar- innar Brian Jonestown Massacre. Mi›asala hefst á Kim Larsen Miðasala á tvenna tón- leika Danans Kim Larsen og hljómsveitar hans Kjukken á Nasa 26. og 27. ágúst hefst á morgun. Þessi ástsæli tónlistarmaður lýkur sumartón- leikaferð sinni á Íslandi en hún hófst í London 23. apríl. Hefur hann einnig spilað í Danmörku og í Færeyjum. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir 17 árum, hefur síð- astliðin fimm ár gefið út hverja metsöluplötuna á fætur annarri í Danmörku og Skandinavíu eftir nokkur mögur ár þar á undan. Á síðasta ári átti hann tvær metsölu- plötur í heimalandi sínu sem báð- ar náðu margfaldri platínusölu. Þetta voru plöturnar 7-9-13 sem kom út fyrir jólin 2003 og Glemmebogen Jul og nyt år sem kom út fyrir síðustu jól. Miðasala á tónleikana á Nasa hefst klukkan 10 í verslun 12 Tóna og og midi.is. Miðaverð er 4.900 krónur. KIM LARSEN Danski söngvarinn gaf út plötuna 7-9-13 fyrir jólin 2003 sem naut mikilla vinsælda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.