Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 STJÓRNSÝSLA Stéttarfélagið Efling hefur um alllangt skeið sent með leigubíl öll gögn sem það þarf að senda Útlendingastofnun vegna atvinnuleyfa útlendinga. Það gerir félagið vegna þess að stofn- unin staðhæfði iðulega að gögnin hefðu ekki borist. Í síðasta fréttablaði Eflingar er harðorð grein um samskipti félagsins við Útlendingastofnun þar sem kvartað er undan virðing- arleysi stofnunarinnar gagnvart því fólki sem hún á að þjónusta. Þar kemur fram að lögum sam- kvæmt á Efling að skila umsögn til Útlendingastofnunar um atvinnu- leyfi innan tveggja vikna og segir Tryggvi Marteinsson þjónustufull- trúi að við það sé ávallt staðið. „Engu að síður hefur fólk komið hingað árum saman til að leita að þessum pappírum vegna þess að starfsfólk Útlendinga- stofnunar fullyrðir að gögnin hafi ekki borist,“ segir Tryggvi. Hann segir þetta óþolandi framkomu gagnvart þeim útlendingum sem í hlut eigi því iðulega sé fólkið undir miklu álagi vegna þessara umsókna og ekki á það bætandi með áhyggjum af því að gögnin séu týnd. Ragnheiður Ólöf Böðvars- dóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- sviðs hjá Útlendingastofnun, segir þessa gagnrýni koma sér mjög á óvart og vísar henni al- gjörlega á bug. „Við höfum alltaf reynt að eiga gott samstarf við verkalýðsfélögin og okkur finnst þetta mjög ómálefnaleg gagn- rýni“, segir hún. Mikið álag er á Útlendingastofnun að sögn Ragn- heiðar og berast tugir umsókna til stofnunarinnar daglega. „Það segir sig sjálft að við verðum að hafa tíma til að skrá þessar um- sóknir áður en við getum gefið fólki upplýsingar um það hvar þær eru staddar,“ segir hún. Hún fullyrðir að sá vandi sem lýst er í grein Eflingar sé stórlega orðum aukinn. „Auðvitað geta komið upp einhver vandamál í þessu eins og öðru en þau á auð- vitað bara að leysa og betra væri að slíkt væri gert með samvinnu,“ segir Ragnheiður Ólöf. ssal@frettabladid.is Útlendingastofnun söku› um hir›uleysi Stéttarfélagi› Efling sakar Útlendingastofnun um órei›u í me›fer› gagna. Félagi› sendir allar umsóknir um atvinnuleyfi me› leigubílum til öryggis. Útlendingastofnun segir gagnr‡nina ómálefnalega og koma á óvart. BÓKMENNTIR Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Mil- an Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi. Bókin, sem heitir Tjaldið, er safn óbirtra ritgerða skáldsins. „Hann fjallar þarna um skáldsög- una, veltir fyrir sér hlutverki hennar í samtímanum og sömu- leiðis evrópska menningararfin- um. Og það er í því samhengi sem sagnaarfur Íslendinga kemur við sögu,“ segir Friðrik Rafnsson, sem þýtt hefur mörg verk Kund- era á íslensku. Á einum stað í bókinni segir: „Mér verður hugsað til Íslands. Á 13. og 14. öld urðu þar til fagur- bókmenntir upp á mörg þúsund blaðsíður: Íslendingasögurnar. Hvorki Frakkar né Englendingar sköpuðu slík lausamálsverk á eig- in þjóðtungum á þessum tíma! Vinsamlegast hugsið þetta allt til enda: fyrsti mikli lausamálsfjár- sjóðurinn í Evrópu varð til í minnsta landi álfunnar, landi sem jafnvel enn þann dag í dag telur innan við þrjú hundruð þúsund íbúa.“ Tjaldið hefur verið í efstu sæt- um metsölulista í Frakklandi undanfarnar vikur en Friðrik Rafnsson gerir ekki ráð fyrir að bókin verði þýdd á íslensku fyrr en á næsta ári. - ssal VINDUR FREMUR HÆGUR OG YFIRLEITT ÞURRT Kólnar nokkuð í veðri, sérstaklega noðaustanlands. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR Spilar til úrslita Róbert Gunn- arsson og félag- ar í Århus leika til úrslita um danska meistaratitilinn. ÍÞRÓTTIR 38 14. maí 2005 - 128. tölublað – 5. árgangur Spenntur að sjá viðbrögðin Stór sýning á verkum Diet- ers Roth verð- ur þungamiðj- an á Listahátíð. LISTAHÁTÍÐ 32 VEÐRIÐ Í DAG Læti í Keflavík: Gu›jón er hættur ÓRÓI Í ÚSBEKISTAN Þessi kona lét sér lítt bregða þótt hermaður beindi riffli að tveimur samborgurum hennar. Í odda skarst í gær milli hermanna og mótmælenda í Andijan í Úsbekistan. Mótmælendurnir ruddust inn í fangelsi til að frelsa 23 fanga sem yfirvöld sögðu íslamska öfgamenn. Þrír létust og tugir særðust þegar hermenn skutu á fólkið. Fyrr um daginn höfðu þúsundir mótmælenda átt í götu- bardögum við hermenn og létust að minnsta kosti níu mótmælendur í þeim. Rithöfundurinn Milan Kundera sendir frá sér nýja bók: Íslendingasögur koma vi› sögu Duglegur tækifærissinni Vinir Gunnars Örlygssonar lýsa honum sem harð- duglegum og hugmyndaríkum manni en and- stæðingar segja hann tvöfaldan í roðinu. MAÐUR VIKUNNAR 18 Hvítasunnuveðrið: Vi›rar til útivistar VEÐURFAR „Nú er það bara að drífa sig út fyrir borgarmörkin og njóta náttúrunnar og konunnar,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur. „Það er útlit fyrir gott útivistarveður um allt land og í raun betri helgarveðurspá en maður leyfði sér að dreyma um á þessum árstíma.“ Það er von að Siggi sé kátur því það verður hægviðri um allt land og víða fer hitinn í tveggja stafa tölu. Það verður þó frekar skýjað fram á sunnudag og hætta á súld, aðallega vestan til á landinnu. Á sunnudag er svo von á norð- anátt sem mun draga úr hita sér- staklega norðaustan til. Þeir sem gista í tjaldi verða þá að vera varir um sig. -jse N‡tt kort atímabil 11-18 í dag. OPI‹ A‹DÁENDURNIR HÉLDU SVEITINNI SAMAN TALA‹I ENSKU VI‹ ÍSLENDINGA HELGARVIÐTAL Simon Le Bon söngvari Duran Duran ræ›ir um fyrirhuga›a tónleika sveitarinnar í Egilshöll. TÓNLIST 34 Mugison er nýkominn heim eftir tólf tónleika í jafn mörgum borgum. Leikur á tónleikahátíð með Badly Drawn Boy. FÓLK 50 Þarf að breyta dansinum Selma Björnsdóttir vinnur nú hörðum höndum við að breyta dansinum fyrir Eurovision- keppnina. FÓLK 50 MILAN KUNDERA Mærir Íslendingasögurn- ar í nýju ritgerðasafni. BÚIÐ SPIL Guðjón Þórðarson sagði upp sem þjálfari Keflavíkur í gær. FÓTBOLTI Stuðningsmenn Keflavík- ur munu ekki sjá Guðjón Þórðar- son stýra bikarmeisturunum í Landsbankadeildinni í sumar því hann sagði starfi sínu lausu í gær. Ástæða uppsagnarinnar er van- efndir á samningnum, bæði fjár- hagslegar og faglegar, en Guðjón sakar Keflavík um vafasöm vinnubrögð. Formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, Rúnar Arnarsson, er harðorður í garð Guðjóns og segir hann ljúga í fjölmiðlum. Guðjón kemur sterklega til greina sem næsta þjálfari enska liðsins Notts County. - hbg / Sjá síðu 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.