Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 6
6 14. maí 2005 LAUGARDAGUR Sænska söng- og leikkonan Monica Zetterlund: Lést í eldsvo›a í Stokkhólmi Könnun nemenda við Háskólann í Reykjavík: Tap af kennitöluflakki á annan milljar› KENNITÖLUBRASK Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum hafa borið fjárhags- legan skaða af kennitöluflakki sam- kvæmt könnun nemenda í við- skiptafræði við Háskólann í Reykja- vík. Þar af hafði fjórðungur þeirra fengið að kenna á kennitöluflakki sex sinnum eða oftar svo fjárhags- legur skaði hlytist af. Aðeins tvö af hverjum tíu fyrirtækjum sem spurð voru í könnuninni sögðu kennitölu- flakk ekki vera alvarlegt vandamál í íslensku atvinnulífi. Alls bárust svör frá 354 fyrir- tækjum og þau þeirra sem orðið höfðu fyrir tjóni námu það svo að þau hefðu samtals tapað rúmlega einum og hálfum milljarði vegna kennitöluflakks á síðustu fimm árum. Samtök iðnaðarins hefja nú her- ferð gegn kennitölubraski en það var álit flestra sem þátt tóku í könnuninni að þörf væri á frekari reglu- eða lagasetningu til að koma í veg fyrir kennitöluflakk. - jse Um flúsund aldra›ir deila herbergjum Ekki er hægt a› búast vi› endurbótum á gömlum hjúkrunarr‡mum nema stórauknir fjármunir fáist til framkvæmda. fió eru öll n‡ r‡mi bygg› me› fla› a› augnami›i a› flar geti fólk veri› út af fyrir sig. ALDRAÐIR Um 950 aldraðir einstak- lingar búa í herbergi með öðrum á hjúkrunarstofnunum og eru þá frátalin hjón og sambúðarfólk. Þetta kemur fram í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sig- urðssonar, þing- manns Samfylk- ingarinnar, á Al- þingi. Víða í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gildir löggjöf sem bann- ar fjölbýli á öldrunarstofnunum með þeim rökstuðningi að það stríði gegn grundvallarreglu um friðhelgi einkalífsins. Ef ná á þeim áfanga hér á landi þarf að kosta til 7-9 milljörðum og miðað við þann tæpa milljarð sem varið er í framkvæmdir í þessum málaflokki árlega tæki langan tíma að leiðrétta þetta ástand, segir í svari ráðherra. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir ástandið slæmt, sérstaklega á eldri stofnunum. Samkvæmt út- tekt sem nefnd á vegum Félags eldri borgara gerði árið 2004 virðast þó ný við- mið gilda þegar nýjar stofnanir eru byggðar en þar búa 73% ein- staklinga í einbýli. A ð s p u r ð u r hvort úttekt hafi verið gerð á vilja eldri borgara til þess að vera í ein- býli segir Ólafur að slík úttekt hafi ekki verið gerð nýlega en síð- ast þegar það var gert lýsti yfir- gnæfandi meirihluti einstaklinga því yfir að helst vildu þeir vera út af fyrir sig. Ólafur gerir sterklega ráð fyrir að svo sé enn. Eins tekur Ólafur sérstaklega fram að auk þess sem margir þurfi að deila stofum með bláókunnugu fólki sé víða mannekla sem bitni á þjón- ustunni. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við blaða- mann að ekki væri hægt að búast við því að hægt yrði að ráðast í endurbætur á gömlum stofnun- um. Aðaláhersla væri lögð á það núna að öll ný hjúkrunarrými væru einbýlis- rými og sökum þess hve biðlistar væru langir þyrfti að verja þess- um fjármunum í nýbyggingar. Mun meiri peninga þyrfti í geir- ann ef hægt ætti að vera að gera endurbætur á gömlum rýmum. Samstarfssamningur væri í gildi við Landssamband eldri borgara og stefnt að því að fjölga einbýl- um á öldrunarstofnunum skref fyrir skref. oddur@frettabladid.is Danska þingið: Vill draga úr gosdrykkju DANMÖRK Meirihluti er fyrir því í danska þinginu að gefa út opinbera tilskipun þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri eigi ekki að drekka meira en hálfan lítra af gos- drykkjum á viku. Heilbrigðisyfirvöld telja þetta mikilvægt skref í baráttu gegn gegndarlausu gosþambi danskra barna og unglinga. Kannanir sýna að 80 af hundraði þeirra neyta sykurs í óhófi og megnið af honum innbyrða þau í formi gosdrykkja. Til samanburðar sýna kannanir að íslenskir unglingar á aldrinum 15- 19 ára drekka að meðaltali hálfan lítra af gosi á dag. ■ Alþýðusambandið: Vill áminna Kínverja MANNRÉTTINDI Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ritað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf vegna heimsóknar hans til Kína og lýst áhyggjum sínum af stöðu mannréttindamála í Kína. Grétar vill jafnframt að forsetinn komi þessu á framfæri við kínversk stjórnvöld. Í bréfi sínu lýsir Grétar einkum áhyggjum af því að forystumenn frjálsra stéttarfélaga hafi verið fangelsaðir og launafólki bannað að nota verkföll til að knýja fram kjarabætur. - bþg Norska ríkisstjórnin: Sker ni›ur fé til hermála NOREGUR Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður fjárframlög til hermála á þessu ári um nærri sex milljarða ís- lenskra króna. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að ekki alls fyrir löngu kom í ljós að hermálayfirvöld fóru gróflega fram úr fjárheimildum á síðasta ári og nam umfram- keyrslan um ellefu milljörðum króna. Fengu yfirmenn hersins og varnarmálaráðherrann held- ur bágt fyrir en héldu embættum sínum engu að síður. ■ edda.is „Skáldið er í ham ... Bítlaávarpið er skemmtileg saga, stráksleg og gosaleg í sprúðlandi stílnum.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Mikið vor og glettni í þessari bók ... skemmtilestur.“ Gauti Kristmannsson, RÚV Komin í kilju Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2004 5. sæti Skáldverk – kiljur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 4. – 10. maí www.plusferdir.is N E T Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is á Elimar í 7 nætur.á Pil Lari Playa í 7 nætur. Verð frá 35.800 kr.* Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst 48.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.930 kr.* Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst 46.730 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. Verð frá 39.560 kr.* Costa del Sol 9. júní, 7. júlí og 18. ágúst 49.830 kr. ef 2 ferðast saman. á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* Feneyska Rivieran 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Eiga flingmenn a› halda flingsæti sínu ef fleir skipta um flokk á kjörtímabilinu? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar flú á leik í Íslands- mótinu í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 79,8% 20,2% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN SVÍÞJÓÐ Hin heimsþekkta sænska söng- og leikkona Monica Zetterlund fórst í eldsvoða í Stokk- hólmi í fyrradag. Eldur kom upp í íbúð hennar í miðborg Stokkhólms og var Zett- erlund látin þegar slökkvilið kom á vettvang. Hún var fötluð og bundin hjólastól síðustu ár ævinnar. Monica Zetterlund sló í gegn sem djasssöngkona skömmu fyrir 1960, þá tæplega tvítug, og söng sig inn í hug og hjörtu djassunnenda um allan heim. Hún söng meðal ann- ars með heimsfrægum djassistum á borð við Thad Jones, Bill Evans og Louis Armstrong. Sömuleiðis naut hún mikillar hylli í heimalandi sínu sem leikkona og lék bæði í kvik- myndum og sjónvarpi. Hún kom til Íslands í lok áttunda áratugarins og hélt tónleika ásamt Pétri Östlund og fleirum. Meðfædd hryggskekkja og slys sem Zetterlund varð fyrir sem barn batt enda á feril hennar sem leikkonu en hún hélt áfram að syngja þrátt fyrir að vera komin í hjólastól. Síðasta plata hennar, Bill Remembered, kom út fyrir fimm árum. Monica Zetterlund var 67 ára gömul þegar hún lést. ■ MONICA ZETTERLUND Var dáð djass- söngkona víða um heim á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. ÍBÚAR Á GRUND Auka þarf fjármagn ef fækka á öldruðum sem þurfa að deila herbergi með ókunnugum. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÓLAFUR ÓLAFSSON JÓN KRISTJÁNSSON HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Könnun nem- enda við Háskólann í Reykjavík leiddi í ljós að kennitöluflakk skaðar sjö af hverjum tíu fyrirtækjum fjárhagslega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.