Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 12

Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 12
12 14. maí 2005 LAUGARDAGUR Aldurshnignun Evrópu Spár um lýðfræðilega þróun Evrópu á næstu 45 árum benda til þess að þrátt fyrir innflytjenda- straum muni íbúum fækka og hlutfall aldr- aðra stórhækka. Valdas Adamkus, forseti Litháens, sagði í stefnuræðu sinni fyrir skemmstu að þjóðin stæði frammi fyrir þremur stórum áskorunum. Ein þeirra væri „að stöðva út- dauða þjóðarinnar“. Þessi orð Litháensforseta end- urspegla þær áhyggjur sem evr- ópskir ráðamenn hafa af lýð- fræðilegri þróun í löndum álfunn- ar. Skýrslur sem stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópu- ráðið og Evrópusambandið hafa birt á síðustu misserum benda all- ar í sömu átt: Mikil lækkun fæð- ingartíðni stefnir í að valda tals- verðri fólksfækkun í álfunni á næstu áratugum. Minni fæðingar- tíðni, ásamt hækkandi meðalaldri, mun einnig valda miklum breyt- ingum á aldurssamsetningu Evr- ópubúa, sem mun verða mikil prófraun fyrir félagsleg kerfi landanna sem í hlut eiga. Þótt inn- flytjendur sem streyma til hinna ríkari landa álfunnar dragi að nokkru leyti úr þessum vandamál- um skapa þeir jafnframt önnur ekki síður erfið úrlausnarefni. Í Litháen, sem og í mörgum öðrum fyrrverandi austantjalds- löndum, eru horfurnar sérstak- lega alvarlegar þar sem þar fer snarlækkuð fæðingartíðni saman við fólksflótta; unga fólkið flykk- ist úr landi til að leita atvinnu og betri lífskjara í hinum ríkari lönd- um álfunnar. Hundruð þúsunda manna, mest ungt fólk, hafa flust frá Litháen frá því landið endur- heimti sjálfstæði sitt árið 1991. Straumurinn hefur að sögn frekar aukist en hitt frá því landið fékk aðild að Evrópusambandinu fyrir ári, þar sem aðildin gerir Litháum auðveldara að fá atvinnuréttindi í öðrum ESB-löndum. Reiknað hefur verið út að búast megi við því að íbúafjöldi Litháens falli úr 3,5 milljónum nú í um þrjár millj- ónir árið 2050. Horfurnar eru síst skárri í hinum Eystrasaltslöndun- um; reiknað er með að íbúatala Lettlands muni á sama tímabili dragast saman um 19,2 prósent og Eistlands um 16,6 prósent. Innflytjendur hægja á fólks- fækkuninni Íbúum Evrópu hefði fækkað um 4,4 milljónir á tímabilinu 1995 til 2000, sem samsvarar um 1,2 pró- sentustigum, ef ekki hefðu fimm milljónir innflytjenda streymt þangað á þessu tímabili, að því er segir í nýjustu skýrslu Samein- uðu þjóðanna um hag- og félags- þróun í heiminum (UN World Eco- nomic and Social Survey). Íbúum Þýskalands, fjöl- mennasta lands álfunnar utan Rússlands, hefði farið fækkandi allt frá árinu 1970 ef engir hefðu verið innflytjendurnir. Eurostat spáir því að íbúatala Þýskalands muni, þrátt fyrir áframhaldandi innflytjendastraum, lækka um 9,6 prósent fram til ársins 2050, niður í 74,6 milljónir. Jafnvel þótt að meðaltali komi um 600.000 innflytjendur árlega til Evrópu umfram það fólk sem flytur þaðan, eins og skýrslu- höfundar SÞ reikna með að gerist á árabilinu 2000-2050, eru samt sem áður horfur á að heildaríbúafjöldi Evrópulandanna dragist saman um 96 milljónir á þessu tímaskeiði. Á sama tíma fjölgar fólki í öllum hinum heimsálfunum, reyndar misört, mest í Asíu og Afríku. Samkvæmt útreikningum hag- stofu Evrópusambandsins, Eurostat, mun innflytjenda- straumur til Evrópusambands- landanna valda því að íbúunum fjölgi tímabundið um rúmlega þrettán milljónir á næstu 20 árum. Þannig muni íbúum núver- andi ESB-landanna 25 fjölga í 470 milljónir árið 2025. Næstu 25 ár þar á eftir mun þeim fækka aftur um 20 milljónir að sögn Eurostat, en þessar tölur eru alveg í sam- ræmi við útreikninga SÞ sem áður er vitnað til. Hlutfall fólks sem er yfir 65 ára aldri mun líka hækka mikið, úr 16,4 prósentum nú í rétt tæp 30 prósent árið 2050. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun rík Evrópa með síminnkandi hlutfall íbúafjölda heimsins alltaf verða segull á inn- flytjendur, og reyndar þurfa á þeim að halda,“ sagði Terry Davis, forseti Evrópuráðsins, á ráð- stefnu í síðasta mánuði um lýð- fræðilegar breytingar í álfunni, í kjölfar birtingar skýrslu um sama efni sem unnin var á vegum stofn- unarinnar. Davis skoraði á ríkisstjórnir Evrópulanda að grípa til ráðstaf- ana til að ýta undir barneignir Evrópubúa. Allt of margt í vinnu- markaðsreglum, skattkerfi o.s.frv. væri íþyngjandi fyrir fólk sem vildi samræma atvinnuframa og barneignir. Þessu yrði að breyta. Ört „gránandi“ þjóðfélög Hlutfall íbúa ESB-landa á aldrin- um 15 til 64 ára, virkasta atvinnu- aldrinum, mun að líkindum lækka úr 67,2 prósentum árið 2004 í 56,7 prósent árið 2050, samkvæmt út- reikningum Eurostat. Það sam- svarar samdrætti um 52 milljónir manna á atvinnualdri. Fyrirsjáan- legt er að þessi samdráttur verði mikil byrði á vinnandi íbúa álf- unnar, sem munu þurfa að fjár- magna heilbrigðisþjónustu og líf- eyriskerfi samfélaga sem eru sífellt að eldast. Reiknað er með að hæst verði hlutfall aldraðra á Spáni, 35,5 prósent allra íbúanna, árið 2050. Reiknað hlutfall vinn- andi hluta íbúanna á þann hluta sem þiggur velferðarþjónustu verður þá 93:100 á Spáni, sam- kvæmt útreikningi SÞ. Ef engir kæmu innflytjendurnir til Spánar á þessu tímabili yrði þetta hlutfall 100:100 samkvæmt sömu spá. Það þýðir að hver vinnufær einstak- lingur myndi í raun þurfa að fjár- magna framfærslu eins barns eða eftirlaunaþega. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu Evrópuráðsins eru íbúar Evrópulandanna nú þegar lang- elstir allra landa heims. Meðalald- ur Evrópubúa er meira en tíu árum hærri en meðaltal alls heimsins. „Fólksfækkunin sýnir hve mikilvægt það er að ríkisstjórn- irnar taki á vandanum sem fylgir Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri Sími: 461 1099 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Súpersól til Portúgal 8. júní frá kr. 39.995 Í Algarve fer allt saman sem prýða má gott frí. Því hafa þær þúsundir Íslendinga sem heimsótt hafa þennan heillandi áfangastað á vegum Terra Nova komist að. Nú bjóðum við frábært tilboð til að njóta alls þess sem þessi heillandi staður hefur að bjóða. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. 25. maí - 4 sæti laus frá kr. 39.995 í 2 vikur. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 8. júní í viku. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 8. júní í viku. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjaví Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í síðustu viku samkomulag um að hefja undirbúning að fríverslun- arsamningi milli þjóðanna. Ísland er eina landið á norðurhveli sem hefur gert slíkt samkomulag við Kína. En til hvers eru fríverslunarsamningar gerðir? Breytingar á sviði alþjóðastjórnmála og framfarir í tækni, flutningum og fjar- skiptum hafa dregið úr áhrifum fjar- lægða og landamæra á viðskipti, opnað lönd og álfur og gefið einstaklingum og fyrirtækjum nýja möguleika til athafna. Þegar segja má að markaðssvæði fyrir- tækja nái um allan heim er nauðsynlegt að tryggja þeim aðgang í fjarlægum löndum á jafnréttisgrundvelli. Á vegum Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, hafa verið gerðir fríverslunarsamn- ingar við fjölda ríkja á síðasta áratug. Samningarnir veita íslenskum útflytj- endum tollfrjálsan aðgang að mörkuð- um í viðkomandi löndum. Það er sér- stakt einkenni samninganna að fríversl- unin nær til fisks og fiskafurða eins og í viðskiptum milli EFTA-landanna en gagnstætt því sem er til dæmis í samn- ingum Íslands við ESB þar sem einung- is var samið um tollaívilnanir þannig að ýmsar fisktegundir og sjávarafurðir bera misháa tolla við útflutning til ESB. Fríverslunarsamningar EFTA við lönd utan ESB líkjast þeim samningum sem gerðir hafa verið á milli EFTA-ríkjanna sjálfra, það er þeir eru um fríverslun með iðnað- arvörur, unnar landbúnaðarvörur, fisk og fiskafurðir. Í tengslum við þessa samn- inga eru sérstakir tvíhliða samningar á milli einstakra EFTA-ríkja og hvers sam- starfslands fyrir sig um verslun með óunnar landbúnaðarvörur. Auk þess að fella niður tolla og innflutningstakmark- anir ná fríverslunarsamningar EFTA einnig til fjölmargra atriða, svo sem samkeppn- isreglna, hugverkaréttar og ríkisstyrkja, og innihalda ákvæði um að aðilar samning- anna geti þróað samskipti sín á öðrum sviðum svo sem um þjónustuviðskipti. Tryggi vi›skipti á jafnréttisgrundvelli FBL GREINING: FRÍVERSLUNARSAMNINGAR Nefnd sem skipuð var til að gera úttekt á áhrifum gengishækkunar á íslenskan sjávarútveg hefur lokið störfum. Arnar Sigmundsson, framkvæmdastjóri Sam- taka fiskvinnslustöðva, hefur lengi beð- ið niðurstöðunnar. Vantar beinar tillögur Skýrslan er góð í alla staði og vel unnin eins og við var að búast. Þar kemur fram að staða greinarinnar í heild er bærileg en það sem ég sakna og átti von á er tillögur til að- stoðar þeim vinnslufyrirtækum í sjávarútvegi sem eru og hafa verið að berjast í bökkum. Ég hafði gert mér vonir um slíkt en svo er ekki. Krónan byrjuð að gefa eftir Nefndin metur það svo að þar sem krónan hefur gefið eftir allra síðustu daga sé vart tilefni til að ætla að staðan verði verri en hún var þegar gengið stóð sem hæst. Auðvitað veit enginn hvert framhaldið verður en það er svekkjandi að meðan krónan hefur styrkst hefur verðbólga verið há. Það er fyrst núna sem gripið hefur verið til aðgerða varðandi breytingar á vísitölunni. Staðfestir grun manna Skýrslan staðfestir að greinarnar inn- an sjávarútvegsins standa misjafn- lega, eins og reyndar allra útflutn- ingsfyrirtækja í landinu. Fiskvinnslan stendur lakar en útgerðin en í mörg- um tilfellum er um eitt og sama fyrirtæki að ræða og það jafnast út. Hátt gengi kemur við öll fyrirtæki sem í útflutningi standa og því lá fyrir að ef í aðgerðir hefði verið farið hefði það þurft að ná yfir öll fyrir- tæki í útflutningi. ARNAR SIGMUNDSSON framkvæmdastjóri samtaka fiskvinnslustöðva. Tillögur vantar NÝ SKÝRSLA UM GENGISÁHRIF Á SJÁVARÚTVEGINN SPURT & SVARAÐ AUÐUNN ARNÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LÝÐRÆÐISLEG ÞRÓUN EVRÓPU „GAMLA EVRÓPA“ Franskur afi með barnabarn í almenningsgarði í París. Hugtakið „gamla Evrópa“ hefur fengið nýja merkingu nú þegar stórir árgangar Evrópubúa eru að komast á eftirlaun en færri og færri börn fæðast í álfunni. ,, Við verð- um að stöðva út- dauða þjóð- arinnar,“ sagði Lithá- ensforseti í stefnuræðu sinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.