Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 26

Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 26
Prófessor Carlos F.W.B.Hagen Lautrup III er heims-maður fram í fingurgóma, en auk þess sprenglærður sál- fræðingur, landfræðingur, mann- fræðingur, leikari, rithöfundur og útvarpsmaður sem lungann af starfsævi sinni starfaði sem pró- fessor við UCLA- og Santa Mon- ica-háskóla í Kaliforníu. Sem drengur í Andesfjöllum kynntist hann ásatrú í gegnum föður sinn og föðurafa og var því ekki ókunn- ur þrumuguðnum Þór þegar hann vaknaði upp við návist hans á heimili sínu í Malibu árið 1998. „Sálfræðingar fást við tilfinn- ingar, drauma og upplifanir, en sem fagmanneskja þarf maður að vera varkár í öllum yfirlýsingum. Sálfræðingurinn Abraham H. Maslow kom með hugtakið „peak experiences“ í kenningum sínum um sjálfsbirtingu, en það var sprottið af reynslu hans og fleiri sálfræðinga af upplifun fólks sem myndaði náin tengsl við náttúruna og á einhverjum tímapunkti fann knýjandi þörf til að beina lífi sínu í annan farveg. Þetta átti einkum við fólk sem átti sameiginlegt að vera á meðvitaðri þroskabraut bæði tilfinningalega sem og vits- munalega, en við slíka vitundar- vakningu hefur undirmeðvitundin sent frá sér hljóð skilaboð til ein- staklingsins um að breyta um lífs- stíl. Sjálfur varð ég fyrir sams- konar upplifun þegar ég var tólf ára og ákvað að verða landfræð- ingur, og aftur fyrir sjö árum.“ Vakning Þórs Carlos svaf svefni hinna réttlátu á hestabúgarði sínum við Malibu- ströndina þegar klukkan sló þrjú að morgni og sterk nærvera Þórs vakti hann af værum blundi. „Ég fann mjög sterkt fyrir Þór og skynjaði að ég yrði að halda til Íslands sem fyrst því sú ferð yrði mikilvægt skref í lífi mínu. Þegar ég steig svo á íslenska jörð í fyrsta sinn fannst mér ég loks kominn heim,“ segir Carlos sem á þeim tíma starfaði sem prófessor við háskólann í Santa Monica. „Allt gekk vel í lífi mínu, en samt fann ég stöðugt fyrir óham- ingju og óánægju. Bandaríkin eiga að heita land frelsis en eru það svo sannarlega ekki. Hver sem andmælir Íraksstríðinu eða talar gegn ríkjandi stjórnvöldum er stimplaður nasisti, hryðju- verkamaður eða vitleysingur, sem er mjög ógeðfellt. Ég kem úr akademísku umhverfi og er virtur prófessor, en af því að ég er ekki sammála bandarískum stjórn- völdum stendur þeim ógn af mér. Þetta er sorglegt því að landið er fallegt og möguleikarnir miklir, en fólki er haldið fávísu með heilaþvotti og sem kennari þurfti ég alltaf að tala mjög varlega,“ segir Carlos sem mætti allt öðru viðmóti þegar hann kom til Ís- lands. „Þá fór ég á fund Ásatrúarfé- lagsins og hitti fólk sem leyfði mér að tala opinskátt og vildi endilega heyra meira. Mér fannst ég kominn heim eftir ævilanga út- legð, sagði upp stöðu minni við Santa Monica eftir þriðju Íslands- heimsóknina og flutti alkominn árið 1999, enda orðinn ástfanginn af konu í Ásatrúarfélaginu.“ Ástfanginn og einmana Carlos hrífst af íslenskum konum, öfugt við margan útlendinginn sem finnst þær vera ógnun vegna sterks persónuleika, sjálfstæðis og ákafrar lífsorku. „Mér fannst fagurt hvernig ís- lenska konan verður ástfangin, en við drógumst mjög fljótt eins og seglar hvort að öðru og fundum að við vildum eigast. Mig hefur alltaf dreymt um góða eiginkonu og barnaskara, og á þann draum enn. Ég get enn eignast börn, þótt þau séu ekki endilega mín eigin, því öll börn má elska og annast og kenna það besta í lífinu. Konan sem ég ætlaði að kvænast hér átti sex ára dóttur og var enn í flóknu sambandi við barnsföður sinn sem var afar háður barni sínu. Vitandi margt um barnasálfræði taldi ég víst að skilnaður yrði barninu óbærilegur og ákvað að bakka út,“ segir Carlos sem í millitíðinni keypti sér aldargam- alt bárujárnshús í Hafnarfirði þar sem hann situr og skrifar greinar fyrir tímarit og ráðstefnur. „Ég hef sótt um íslenskan ríkis- borgararétt og langar að verða Ís- lendingur til æviloka. Mér líkar æ betur að búa hér, þótt ég sé vissu- lega einmana. Ég þarfnast fólks í kringum mig og tel erfitt fyrir karl á Íslandi að búa einn. Þegar ég var kennari við Santa Monica- háskóla bauð ég heim prófessor- um og listamönnum einu sinni í mánuði þar sem við grilluðum, lásum ljóð, lékum leikþætti og horfðum á kvikmyndir, og ég reyndi það hér en það misheppn- aðist. Íslendingar eru feimnari.“ Rómantík blómabarnanna Carlos heldur sig 68 ára, en í fjallahéruðum Suður-Ameríku var ekki til siðs að skrá fæðingu barna í þjóðskrá fyrr en mörgum árum síðar. „Dagar frá fæðingu barnsins voru taldir og kannski tíu árum seinna fóru foreldrar ásamt vitn- um á hagstofuna til að tilkynna barnið og ónákvæman fæðingar- dag þess. Stjórnvöld fylgdust ekk- ert með þessu en borguðu barna- bætur þegar til kom. Mér var til happs að vera skrifaður yngri því annars hefði ég verið einn þeirra fyrstu sem sendur var í Víetnam- stríðið.“ Þegar Carlos kom til Íslands heyrði hann tónlist sjöunda ára- tugarins leikna oft í útvarpi og var sagt að nýtt hippaæði væri runnið á Íslendinga. Sjálfur er hann kunnur útvarpsmaður vestra fyrir heimildar- og fræðsluþætti sína og var fenginn í viðtal um tímabilið og til að leika tónlist frá árunum 1960 til 1970 í Ríkisútvarpinu. „Mér þótti það yndislegt því ég var í Bandaríkjunum á þessum tíma með blómabörnunum og kynntist mörgum bestu ljóðskáld- um þess tíma svo sem Bob Dylan, Joan Baez, Janis Joplin og Leon- ard Cohen, en fyrir hann þýddi ég ljóðin á spænsku sem hann söng síðar inn á plötu,“ segir Carlos sem einnig kynntist dekkri hlið- um hippaáranna. „Blómabörnin litu vel út og lífsstíllinn virtist rómantískur, en að baki bjó mikil eiturlyfjaneysla. Ég kvæntist finnsknorskri stúlku sem varð fórnarlamb eiturlyfja þegar hún fór að taka LSD. Ég hafði ekki hugmynd um neyslu hennar en eftir fjögurra mánaða hjónaband fór hún að fá endurlit og missa málið, svo við urðum að skilja. Áður hafði ég verið kvænt- ur þýskri leikkonu sem varð eitur- lyfjum og áfengi að bráð, en við skildum því hún gat ekki losnað undan fíkninni. Ég er mjög á móti tóbaki, fíkniefnum og áfengi, þótt ég njóti góðs koníaks og víns sem „gourmet“-reynslu, því það er eitt að drekka vín með mat eða að drekka sig blindfullan,“ segir Car- los sem er rómaður sælkerakokk- ur sjálfur. Paradís föl Við Malibu-strönd í Kaliforníu á Carlos búgarðinn „Lone Star Ranch“, sem er paradís með hita- beltisplöntum, ávaxtatrjám, heit- um potti, vatnsnuddi, sólbaðsað- stöðu, útigrilli, loftkælingu og meira að segja litlu leiksviði, sem hann lánar endurgjaldslaust sem athvarf fyrir fræði- og listamenn af Norðurlöndum. „Búgarðurinn er í göngufæri við hina víðfrægu Zuma-strönd þar sem þættirnir um Strandverði voru teknir upp og nágrannarnir flestir úr skemmtanaheiminum, Johnny Carson, Barbra Streisand, Steven Spielberg, Martin Sheen og Bob Dylan, svo einhverjir séu nefndir. Malibu er í næsta ná- grenni við Los Angeles, þar sem menning og listir drjúpa af hverju strái. Mér hefur þótt skemmtileg- ast að ferðast með Íslendingum um Kaliforníu, niður til Nýju- Mexíkó, Arizona, Colorado og Utah, skoða Grand Canyon, Sedona, indjánabyggðir og dæmi- gerða kúrekabæi í stórfenglegri náttúru,“ segir Carlos sem sjálfur saknar mest ávaxta úr garði sín- um. „Fræði- og listamenn geta dvalið á búgarðinum í mánuð til þrjá án endurgjalds og í bígerð er stofnun sjóðs sem veitir styrki fyrir flugfari, mat og bílaleigubíl, en skapandi fólk þarf að fá að lifa eins og heima hjá sér án þess að hafa áhyggjur af húsaleigu og öðrum gjöldum.“ Íslenska og útlendingar Carlos hefði áhuga á kennslu við íslensku háskólana, en sökum þess að hann er kominn á eftirlaunaald- ur hefur hann fengið lítinn hljóm- grunn í þeirri viðleitni sinni. „Ég hef margboðið skólum hér krafta mína en íslenskt samfélag er svo lokað. Ég mundi glaður vilja kenna ensku og spænsku í tungumálum og bókmenntum, ásamt því að halda fyrirlestra um ameríska sögu og stjórnmál sem Íslendingar þekkja lítið sem ekk- ert til. Mér finnst íslenskan yndis- leg og er mikið að vinna í henni um þessar mundir, auk þess að læra hana, en ekki í skóla því ís- lenskukennsla fyrir útlendinga er vægast sagt lítil, vond, gömul og árangurslítil. Hér vantar samtals- hópa, rannsóknasetur og annars- konar kennsluaðferðir. Ég er mik- ill aðdáandi rússneska leikskálds- ins Tsjekov og tók því kúrs í rúss- nesku hér áður fyrr. Eftir önnina talaði ég góða rússnesku, því kennslan var úthugsuð og framúr- skarandi. Því er vart hægt að kenna útlendingum einum um málleysið hér. Það þarf að kenna þetta yndislega mál með nýjum aðferðum og hugsunarhætti.“ 26 14. maí 2005 LAUGARDAGUR Ma›ur er nefndur Carlos F.W.B. Hagen Lautrup III, fæddur í Andesfjöllum í Chile ö›ru hvoru megin vi› 1940. Sjálfur er hann ekki viss, en foreldrar hans voru af spænskum, dönskum og fl‡skum ættum; fa›ir hans og afi voru hei›ingjar. Fyrir fimm árum keypti hann sér líti› timburhús í Hafnarfir›i eftir a› flrumugu›inn fiór vakti hann upp um mi›ja nótt í Kaliforníu til a› skipa honum til Íslands. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir mætti Carlos á landamærum Reykjavíkur og Hafnarfjar›ar. PRÓFESSOR CARLOS F.W.B. HAGEN LAUTRUP III Ég fann mjög sterkt fyrir Þór og skynjaði að ég yrði að halda til Íslands sem fyrst því sú ferð yrði mikilvægt skref í lífi mínu. Þegar ég steig svo á íslenska jörð í fyrsta sinn fannst mér ég loks kominn heim.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Heimsma›ur í Hafnarfir›i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.