Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 54
34 14. maí 2005 LAUGARDAGUR A›dáendurnir héldu sveitinni saman Breska hljómsveitin DuranDuran er væntanleg tillandsins í júní eins og al- þjóð veit og mun spila á tónleikum í Egilshöll þann þrítugasta júní. Íslenskir aðdáendur Duran Duran hafa beðið þeirra í ofvæni í rúm 20 ár en þeir létu þó ekki sjá sig þegar sveitin var á hátindi frægð- ar sinnar. Simon segist þó full- meðvitaður um að nærveru þeirra hafi lengi verið óskað. „Það hefur samt aldrei áður komið til tals að fara til Íslands og ég hlakka mikið til.“ Vinsældirnar breyttust í geðveiki Duran Duran sló í gegn með fyrstu stóru plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar árið 1981 og vinsældunum var fylgt eftir með fullum þunga árið 1982 með breið- skífunni Rio, Seven and the Ragg- ed Tiger, sem almennt er talin besta plata Duran Duran, ári síðar og svo kom tónleikaplatan Arena út árið 1984 en þá var sveitin á há- tindi frægðar sinnar. En var þetta ekki of mikið og má kannski segja að sveitin hafi brennt sig upp á of stuttum tíma? „Unnum við of mikið eða vann ég of mikið? Ég veit það ekki, maður gerir eins mikið og maður getur og við unnum vissulega mikið. Það var svo árið 1984 sem við fundum að langþreyta var far- in að gera vart við sig og við sögð- um við sjálfa okkur að þetta væri orðin geðveiki. Við vorum of mik- ið í sviðsljósinu og vissum að þetta myndi enda með því að allir fengju ógeð á okkur og þess vegna skiptum við liði og stofnuðum hljómsveitirnar Arcadia og Power Station.“ Upplausn og stefnubreyting Bassaleikarinn John Taylor og gít- arleikarinn Andy Taylor gengu til liðs við söngvarann Robert Palm- er og spiluðu amerískt iðnaðar- rokk í Power Station á meðan Simon, hljómborðsleikarinn Nick Rhodes og trommarinn Roger Taylor voru á rólegri nótum í Arcadia. „Roger ákvað síðan að koma ekki aftur í Duran Duran og Andy fór svo sömu leið í fram- haldinu en þessar ákvarðanir þeirra snerust um allt önnur mál,“ segir Simon og vill ekki eyða mörgum orðum í upplausn sveit- arinnar. Simon, John og Nick héldu áfram að starfa undir merkjum Duran Duran og gáfu út breiðskíf- una Notorious árið 1986. Platan er metnaðarfull og vönduð en ansi frábrugðin Seven and the Ragged Tiger og það má segja að hún sé frekar rökrétt framhald af því sem Nick og Simon voru að gera í Arcadia. „Á Notorius vorum við að teygja Duran Duran-sándið eins langt og við gátum. Ég var mjög upptekinn af textum og melódíu á þessum tíma en það eru takmörk fyrir því hversu langt þú getur farið með melódíuna, nema auð- vitað að þú sért Björk. Þá geturðu gert allan andskotann og allt sem þú vilt. Björk er yndisleg og við elskum hana allir. Hún er mjög góður vinur okkar.“ Aðdáendurnir björguðu bandinu Það eru líklega fáar hljómsveitir sem geta státað af jafn tryggum aðdáendum og Duran Duran en ótrúlega stór hópur hefur staðið með þeim í gegnum súrt og sætt og keypt plöturnar þeirra þrátt fyrir alls konar manna- og stefnu- breytingar. „Aðdáendur okkar eru alveg ótrúlegir og þeir héldu okk- ur saman. Þegar John hætti í bandinu á árunum 1997 til 2001 leið mér oft mjög illa. Þetta voru erfið ár og sveitin hefði getað lagt endanlega upp laupana hvenær sem var. Þá voru það aðdáendurn- ir sem héldu okkur virkilega sam- an.“ Simon segist oft finna fyrir því að aðdáendur Duran Duran virði þá félaga fyrir að hafa aldrei lagt árar í bát. „Þetta er mjög skemmtilegt og það hefur komið mér á óvart hversu traustir aðdá- endur okkar eru. Ég man eftir dómi frá því við vorum að byrja. Ég held að hann hafi birst í NME en þar sagði að tónlist okkar væri eins og gárur í gruggugri tjörn og að hún væri svo gagnsæ að hún myndi gleymast á einu ári. Í fyrra las ég það svo í Daily Telegraph í umsögn um nýju tónleikaferðina okkar að eins undarlega og það kynni að hljóma þá yrðum við ef til vill næstu Rolling Stones Bret- lands hvað úthald varðar. Ég veit ekki hvort þetta mun ganga svo langt en það var frábært að sjá að einhver sá enn lífsmark með okk- ur.“ Lífsháski og lífsgleði Aðdáendur Wham og Duran Dur- an háðu heilagt stríð á Íslandi á gullöld hljómsveitanna og Simon segist ekki hafa farið varhluta af þessum deilum sem hafi einnig geisað á heimavelli. „Þegar ég var £að keppa í kappsiglingu á skút- unni Drum og hún sökk og ég drukknaði næstum því þá sást til kafbáts merktum Wham! í ná- grenninu,“ segir Simon og hlær en þessi brandari segir líklega meira en þúsund orð um stöðu mála í þá daga. Simon segist aðspurður ekki sakna gömlu, góðu dagana og er mjög afdráttarlaus. „Nei. Ég er ekki sú manngerð sem festir sig í nostalgíu en ég lít stundum til baka og brosi yfir öllu sem við gerðum í gamla daga en ég á mér líka líf núna. Ég er í frábærri hljómsveit og við erum að gera frábæra nýja tónlist og getum spilað á tónleikum fyrir fólk sem vll sjá okkur hér og nú. Svo á ég fjölskyldu þannig að ég á mér líf.“ Klikka ekki á gömlu lögunum Þegar vinsældir Duran Duran voru sem mestar var sveitin feng- in til að semja titillag James Bond-myndarinnar A View to a Kill. Það var mikið gert með það í fjölmiðlum á sínum tíma að þetta væri nánast lokatakmark strák- anna þar sem þeir væru allir mikl- ir James Bond-aðdáendur. Simon dregur úr þessu og finnst umræð- an hafa verið orðum aukin. „Tjah... ég er mjög hrifinn af James Bond sem slíkum. Las bæk- urnar og hafði gaman af gömlu myndunum með Sean Connery. Annars fannst okkur það bara góð hugmynd að blanda saman Duran Duran og Bond og kýldum á það og það virkaði vel.“ Simon segist geta lofað göml- um aðdáendum sínum að þeir muni fá að heyra alla helstu slag- ara Duran Duran í Egilshöll í sum- ar. „Við verðum með gamalt efni og nýtt í bland enda erum við ný- búnir að gefa út góða nýja plötu. Við munum að sjálfsögðu ekki svíkja ykkur um Save a Prayer.“ Save a Prayer er sjálfsagt eitt vin- sælasta „kveikjaralag“ níunda áratugarins en Simon bendir á að þeir sem reykja ekki geti bara kippt farsímunum sínum upp úr vasanum og kveikt ljósið á þeim þegar þeir byrja að spila lagið. Gaman að gera eitthvað nýtt Þegar Simon er beðinn um að líta um öxl yfir ferilinn og plöturnar og nefna einhverja plötu sem er í sérstöku uppáhaldi hjá sér segir hann að engin eldri plata sé sér hjartfólgnari en önnur. „Nýja platan okkar er mér mjög kær og okkur finnst hún sérstök þar sem hún sannar að við höfum hæfi- leika til þess að lifa af. Hún er ný og við njótum þess að spila nýtt efni þannig að þegar við gerum næstu plötu þá mun okkur þykja enn vænna um hana,“ segir Simon Le Bon sem þarf ekki að lifa á fornri frægð Duran Duran þar sem bæði hann og félagar hans fjórir eru enn í toppformi. ■ Forsala aðgöngumiða sem gilda á bæði kvöld Reykjavík Rocks 2005 hefst laugardaginn 21. maí kl. 11 í verslun- um 10-11 í Lágmúla, Austurstræti og Akureyri. Miðaverð er 9.900 krónur og tryggir aðgöngumiði á bæði kvöldin aðgang að fremra svæði Egilshallar. Almenn sala að- göngumiða á stakt kvöld Reykjavík Rocks 2005 hefst sunnudaginn 22. maí kl. 11 í öllum verslunum 10-11 og á www.reykjavikrocks.is en á þeirri vefslóð má nálgast allar frekari upplýsingar um tónleikana. ÞESSI LÖG MUNU LÍKLEGA HLJÓMA Í EGILSHÖLL: SUNRISE HUNGRY LIKE THE WOLF PLANET EARTH HOLD BACK THE RAIN ASTRONAUT I DON’T WANT YOUR LOVE COME UNDONE WHAT HAPPENS TOMORROW REFLEX TIGER TIGER CHAUFFEUR A VIEW TO A KILL ORDINARY WORLD SAVE A PRAYER BEDROOM TOYS NOTORIOUS NICE CARELESS MEMORIES WILD BOYS WHITE LINES GIRLS ON FILM RIO DURAN DURAN Hljómsveitin vakti ekki síst athygli fyrir metnaðarfull tónlistar- myndbönd en þeir ferðuðust út um allan heim til framandi tökustaða. „Af öllum þeim löndum sem við höfum heimsótt mun Srí Lanka alltaf eiga veglegan sess í hjarta mínu. Þar tókum við upp mynd- böndin við Save a Prayer, Hungry Like the Wolf og Lonely in Your Nightmare. Þetta var ótrúleg lífsreynsla að koma á svona framandi stað og færa heiminum smá hluta af Srí Lanka. Svona hlutir gerast bara einu sinni til tvisvar á ævinni.“ Simon Le Bon hefur veri› í forsvari fyrir hljómsveitinni Duran Duran í rúm 20 ár. Sveitin mun spila á tónleikum á Íslandi í júní en fleirra hefur veri› be›i› me› eftirvæntingu sí›an á níunda áratug sí›ustu aldar. fiórarinn fiórarinsson ræddi vi› söngvarann um forna fræg› og bjarta framtí› Duran Duran sem tekur sér langlífi Rolling Stones til fyrirmyndar. TÓNLEIKAR DURAN DURAN ERU FYRRI HLUTI REYKJAVÍK ROCKS 2005 EN SEINNI HLUTI REYKJAVÍK ROCKS 2005 FER FRAM 5. JÚLÍ Í EGILSHÖLL MEÐ TÓNLEIKUM FOO FIGHTERS OG QUEENS OF THE STONE AGE. HÁVXINN SÖNGVARI Simon Le Bon, sá í miðjunni, hlær þegar honum er tjáð að aðdá- endur Duran Duran á Íslandi hafi vitað allt um þá hér á árum áður jafnvel skónúmer þeirra. Hann vill þó ekki gefa upp skóstærðina sem hann notar í dag, „Eigum við bara ekki að segja að þeir séu aðeins stærri en þeir voru. Það hljómar best þannig.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.