Fréttablaðið - 14.05.2005, Side 58

Fréttablaðið - 14.05.2005, Side 58
FÓTBOLTI Það var bjart yfir Guðjóni Þórðarsyni og Rúnari Arnarssyni, formanni knattspyrnudeildar Keflavíkur, þegar þeir skrifuðu undir samning í byrjun desember. Það var hugsað stórt og Guðjón átti að gera Keflavík að stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Samning- urinn sem Guðjón skrifaði undir var líka stór enda ákvað hann frekar að taka tilboði Keflavíkur en Stockport County. Í dag lítur út fyrir að hann hafi verið of stór fyrir Keflavík enda réð félagið ekki við að greiða Guðjóni þau laun sem um var samið. „Fyrsta greiðslan, sem átti að koma 1. janúar, skilaði sér ekki fyrr en 75 dögum síðar. Aðrir gjalddagar féllu líka og Guðjón fékk aldrei greidd laun á réttum tíma og hann á eftir að fá laun sem greiða átti 1. maí,“ sagði Borgar Þór Einarsson, lögfræð- ingur Guðjóns við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var samningur Guðjóns við Keflavík óuppsegjanlegur nema á þröngu tímabili. Þá var hægt að segja upp samningnum ef til kæmu bætur sem eru nokkuð háar. Það var þó hægt að segja upp samningnum ef til fjárhags- legra eða faglegra vanefnda kæmi. Í fréttatilkynningu sem Guðjón sendi frá sér í gær kemur fram að ástæða uppsagnarinnar sé verulegar vanefndir á samn- ingnum. Segir Guðjón ljúga Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir að ástæða sé fyrir því af hverju greiðslurnar drógust svo lengi sem raun bar vitni. „Guðjón lýgur algjörlega. Þetta er rakalaus lygi og óþverra- skapur,“ sagði Rúnar þungur á brún í gærkvöld. „Ástæðan fyrir þessari seinkun er að hann var ekki búinn að stofna hlutafélagið sem átti að vera utan um þennan rekstur og það var ekki hægt að greiða. Við margbáðum hann um að bjarga þessu en Guðjón stofnar ekki hlutafélagið fyrr en í lok febrúar,“ sagði Rúnar en af hverju greiddi hann samt ekki fyrr en 16. mars? „Það er bara lygi í honum. Einhverja daga var dráttur á greiðslum en stærsti hlutinn af 75 dögunum var honum sjálfum að kenna.“ Það stendur að mörgu leyti orð gegn orði í rimmu Guðjóns og Keflvíkinga en Rúnar segir ekk- ert óeðlilegt við að hann hafi ekki greitt Guðjóni þau laun sem hann átti að fá 1. maí. „Hann er ekki búinn að senda reikning fyrir maí. Hans banki á Akranesi sendir greiðsluseðla en það er enginn greiðsluseðill kom- inn enn þrátt fyrir margítrekuð boð um slíkt. Maðurinn fer bara með tóma steypu og þetta er allt rakalaus ósannindi hjá honum,“ sagði Rúnar en hann gaf einnig lítið fyrir það sem Guðjón sagði í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta er bara skrípaleikur. Það sáu allir að maðurinn laug 90% af því sem hann sagði. Guðjón var ekki of stór biti fyrir okkur. Mér sýnist á öllu að við höfum verið of stór biti fyrir hann,“ sagði Rúnar, sem segist sjá mikið eftir því að hafa ráðið Guðjón til starfa. „Það eru bara tvær ástæður fyrir þessari hegðun Guðjóns. Annað hvort er hann búinn að finna sér vinnu úti eða hann hrein- lega sprakk á limminu og treysti sér ekki í verkefnið,“ sagði Rúnar Arnarsson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur. henry@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Laugardagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  10.35 Bikarmótið í fitness 2005 (Karlar) á Sýn.  11.05 West Ham – Ipswich á Sýn.  13.10 Dallas Mavericks-Phoenix Suns á Sýn. Endursýndur leikur úr úrslitakeppninni í NBA-körfu- boltanum.  14.00 HM í íshokkíi á RÚV. Bein útsending frá undanúrslitaleik Rússa og Kanadamanna.  15.10 Inside the US PGA Tour 2005 á Sýn.  16.00 Motorworld á Sýn.  16.30 World Supercross á Sýn.  17.00 Íþróttakvöld á Rúv.  17.20 UEFA Champions League á Sýn.  17.30 Ofurhugar á reiðhjólum á Sýn.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Sevilla og Real Madrid.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Levante og Barcelona.  22.00 Hnefaleikar á Sýn. Meðal þeirra sem mætast eru JL Castillo og Diego Corrales.  23.05 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt verður frá ýmsum bardögum og þ.á.m. munu Felix Trinidad og Ricardo Mayorga leiða saman hesta sína.  00.05 Hnefaleikar á Sýn. Ronald Wright og Shane Mosley eru meðal keppenda.  00.55 HM í íshokkíi á Rúv. Bein útsending frá undanúrslitaleik Svía og Tékka.  01.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá viðureign Felix Trinidad og Ronald Wright. Guðjón of stór biti fyrir Keflavík? 38 14. maí 2005 LAUGARDAGUR > Við óttumst ... ... að þetta verði afar erfitt sumar fyrir bikarmeistara Keflvíkinga. Það er ekki nóg með að liðið hefur í vetur misst hvern lykilmanninn á fætur öðrum heldur nú síðast yfirgefur þjálfarinn brúnna aðeins þremur dögum fyrir fyrsta leik. sport@frettabladid.is > Við hvetjum alla ... ... til að mæta á fjölskyldudag rallsins í dag, en í tilefni hans mun fólki gefast kostur að fylgast með fyrsta keppnisdegi rallsins í sumar. Keppnin sjálf hefst um hálf ellefu í við Shell-stöðina við Gylfaflöt í Grafarvogi og ekið verður að Geithálsi. Eftir keppnina verður hægt að skoða keppnisbíl- ana og boðið verð- ur upp á grillaðar pylsur, gos og ís. Heyrst hefur... ... að Kristján Guðmundsson verði við stjórnvölinn hjá Keflavík þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum FH á mánudaginn. Kristján var aðstoðar- maður Guðjóns Þórðarsonar í vetur. Líkur eru einnig á því að hann fái gamla starf Guðjóns og stjórni liðinu út sumarið. Breska blaðið Evening Post birti í gær frétt þess efnis að Guðjón Þórðarson verði næsti stjóri enska 2. deildarliðsins Notts County og að tilkynnt verði um ráðninguna á næstu dögum. Notts County er elsta félag Englands en það má muna sinn fífil fegri enda rétt slapp það við fall úr ensku D-deildinni í vetur. Það var í raun aðeins þrem stigum frá því að falla í ensku utandeildina og bíð- ur því mikið starf tilvonandi þjálfara þess félags. Guðjón neitaði því í samtali við Frétta- blaðið í gær að hafa rætt við forráða- menn Notts County og vildi sem minnst gera úr fréttinni. Hann hefði heyrt af þessum orðrómi en lengra næði það ekki. Heimildir Fréttablaðsins í Bretlandi herma aftur á móti að mikið sé til í þessari frétt og að Guðjón verði ráðinn stjóri félagsins fyrr frekar en síðar. Guð- jón fór utan til Englands í einkaerindum fyrir skömmu og herma heimildir Fréttablaðsins að hann hafi rætt við for- svarsmenn Notts County í þeirri ferð. Fréttablaðið hafði enn fremur samband við Patrick Nelson, yfirmann knatt- spyrnumála hjá Notts County, í gær og hann vildi hvorki játa því né neita að Notts County hefði rætt við Guðjón Þórðarson. Hvað svo sem öllum vangavelt- um um Notts County líður er ljóst að Guðjón Þórðar- son verður ekki í brúnni hjá Keflavík þegar flaut- að verður til leiks í Landsbankadeildinni á mánudag og það er klárlega mikill missir fyrir deildina að Guðjón sé farinn frá bikarmeist- urunum í Bítlabæn- um. Landsbankadeild karla: Fyrstu leikir á mánudag FÓTBOLTI Landsbankadeild karla í knattspyrnu fer af stað á mánudaginn þegar fjórir af fimm leikjum 1. umferðarinnar fara fram. Fimmti leikur er síðan á þriðjudag klukkan 20.00 þegar KR-ingar heimsækja Fylkismenn í Árbæinn. Þrír leikir hefjast klukkan 17.00 á annan í hvítasunnu, Valur tekur á móti Grinda- vík, Fram fær ÍBV í heim- sókn í Laugar- dalinn og Þ r ó t t a r a r mæta ÍA uppi á Akranesi. Fjórði leikur dagins fer fram í Keflavík en þar hefja Íslandsmeistarar FH titilvörn sína gegn heima- mönnum. Liðin spila mjög þétt í upphafi móts og því er mikið undir strax í fyrsta leik. Svo vir›ist sem knattspyrnudeild Keflavíkur hafi ekki flekkt takmörk sín flegar sami› var vi› Gu›jón fiór›arson. Lögfræ›ingur Gu›jóns segir a› Keflavík hafi ekki sta›i› vi› grei›slur og fla› eitt og sér nægi til uppsagnar samnings. Forma›ur knattspyrnudeildar Keflavíkur segir Gu›jón ljúga. KNATTSPYRNUÞJÁLFARINN GUÐJÓN ÞÓRÐARSON: HVERT FER HANN NÆST? Sterklega orðaður við Notts County Lið Róbert Gunnarssonar, Århus, leikur til úrslita um danska meistaratitilinn: Getum stoli› flessu af Kolding HANDBOLTI Róbert Gunnarsson og lið hans, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, Århus, munu spila til úrslita um danska meist- aratitilinn gegn Kolding. Liðin hafa mæst tvívegis í vetur; heimaleik Århus lyktaði með jafntefli, 37-37, en útileiknum lauk með öruggum sigri Kolding, 41-36. Fyrirkomulagið í úrslitunum er með þeim hætti að tvo sigur- leiki þarf til að hampa titlinum en jafntefli er einnig tekið gott og gilt. Þar með myndi nægja að gera eitt jafntefli og einn sigur til að landa danska titlinum. „Það er mikið búið að vera að skrifa um þetta úti og að Kolding sé sigurstranglegra,“ sagði Ró- bert í samtali við Fréttablaðið. „Það er einnig talað um að við séum óútreiknanlegir. Menn bú- ast þó alveg við því að við getum stolið þessu og fyrsti leikurinn, sem fer fram á sunnudaginn, er lykilleikur. Ef við náum jafntefli er nóg fyrir okkur að vinna heima.“ Róbert sagði að það yrði í mörg horn að líta fyrir lið sitt. „Við þurfum að stöðva hraðaupp- hlaup Kolding en þar eru leik- menn liðsins gríðarlega sterkir. Þeir keyra 4-2 og eru með góða línumenn sem við þurfum að stoppa.“ Að sögn Róberts gefa leikmenn Århus andstæðingum sínum í Kolding lítið sem ekkert eftir. „Þetta snýst ekki um hvað við viljum heldur hvort við trú- um á okkur. Það er farið að síast inn í hausinn á strákunum að þeir séu góðir leikmenn en hingað til hefur of mikil virðing ríkt gagn- vart stærri nöfnum og liðum. Menn eru að átta sig á því að þeir eru jafn góðir og ef við trúum 100% á okkur getum við hampað titli.“ smari@frettabladid.is VERÐUR HANN DANSKUR MEISTARI? Róbert Gunnarsson spilar með Århus í úrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn. SÍÐASTI LEIKURINN MEÐ KEFLAVÍK Guðjón Þórðarson stýrði Keflavík í síðasta skipti gegn FH í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn mánudag. Hann sést hér ræða málin við aðstoðarmann sinn, Kristján Guðmundsson, sem mun stýra Keflavíkurliðinu á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.