Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 62
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir dönsku gamanmyndina Det tossede paradis eða Sælueyjan frá árinu 1962 í leikstjórn Gabriel Axel. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Helgi Valur verður með tón- leika í Smekkleysu Plötubúð.  16.00 Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari og Helgi Kjekshus píanóleik- ari halda tónleika í Borgarneskirkju á tónlistarhátíðinni Ísnord.  20.30 Pamela De Sensi flautuleik- ari og Hannes Þ. Guðrúnarson gít- arleikari halda tónleika í Borgarnes- kirkju á tónlistarhátíðinni Ísnord.  23.00 Bandaríska hljómsveitin Funeral Diner verður með tónleika á Grand Rokk. ■ ■ OPNANIR  14.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar útskriftarsýningu sína úr Myndlistaskólanum á Akureyri í Gall- ery Jónas Viðar í Listagilinu.  14.00 Hugleikur Dagsson opnar myndlistarsýningu á Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri.  15.00 Sýning á verkum eftir Dag Sigurðarson, skáld og myndlistar- mann, verður opnuð í Populus tremula í kjallara Listasafnsins á Ak- ureyri.  15.00 Myndlistaskólinn í Reykjavík opnar sýningu á bókverkum og ljós- myndum eftir nemendur í barna- og unglingadeild skólans í Borgarbóka- safni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Bókverkin voru unnin í anda Dieter Roth í tilefni þess að hann verður í brennidepli á Listahátíð Reykjavíkur.  15.00 Sýning níu þýskra myndlist- armanna verður opnuð í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar Grafíkur.  15.00 Matthías Mogensen opnar málverkasýningu í gamla Kaaberhús- inu, Sætúni 8.  16.00 Katainga opnar myndlista- sýningu í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu við Pósthússtræti. Sýningin ber nafnið "Framleiðsla hugrekkisins" og er tilgangur hennar að vekja áhuga á okkar mannlegum skrímslum, að hafa trú á sjálfum sér og að vinna vel úr sjálfum sér. ■ ■ SKEMMTANIR  14.00 Hljómsveitin Sent spilar í Íþróttahöllinni á Akureyri.  Hljómsveitin Sent spilar á Sölku á Húsavík.  Svitabandið skemmtir á Gauknum. Dj Maggi á eftir hæðinni.  Hljómveitin Bermuda verður í rífandi stuði í Þjóðleikhúskjallaranum.  Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar skemmtir í Vélsmiðjunni á Akureyri.  Atli skemmtanalögga og Áki pain á Pravda.  Á móti sól skemmtir í Hreðavatns- skála, Borgarfirði.  Addi M leikur ljúfa tónlist á Catalinu í Kópavogi.  Tveir snafsar skemmta á Celtic Cross.  Hljómsveit Rúnars Þórs leikur á Ránni í Keflavík. Í tengslum við Listahátíð hafa um 350 börn frá níu grunnskólum Reykjavíkurborgar tekið þátt í sköpunarsmiðju í Viðey í sam- vinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Félag íslenskra myndlistarkennara. Tilgangurinn er að gefa börnunum tækifæri á að vinna með og kynnast starfi at- vinnumyndlistarmanna. Börnin hafa farið í hópum út í Viðey og hefur hver hópur unnið sérstakt verkefni undir leiðsögn eins af listamönnum myndlistarþáttar Listahátíðar. Afrakstur verkefnisins verður kynntur í dag, sama dag og Lista- hátíð hefst með opnun fjölmargra myndlistarsýninga víða um höfuðborgarsvæðið. Í kvöld verður síðan haldin vegleg opnunarhátíð Listahátíðar í Listasafni Reykjavíkur með fjöl- breyttri dagskrá þar sem fram koma meðal annars hljómsveit- irnar Steintryggur, Rússíbanar og Trabant ásamt barkasöngvurum einstæðu frá Tuva. Þar verður einnig frumfluttur leikhúsgjörningurinn „Óður til kindarinnar“ eftir Filippíu Elís- dóttur og Jóhann Frey Björgvins- son. Bein útsending verður frá hátíðinni í Sjónvarpinu og stendur hún yfir í um eina klukkustund. Rúsínan í pylsuendanum er norrænu skáldfákarnir og hand- hafar bókmenntaverðlauna, Sjón og Einar Már Guðmundsson, en þeir koma fram sem „Rótara- dúettinn“ og flytja frumsaminn texta, á einhvern hátt tileinkaðan Dieter Roth. Á morgun halda síðan opnunar- gestir Listahátíðar í sérstakt hringflug um landið til þess að kíkja á opnanir á myndlistarsýn- ingum víða um land. Flogið verð- ur til fjögurra áfangastaða; Ísa- fjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. ■ 42 14. maí 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... Listahátíð í Reykjavík sem verður úti um allt nú um helgina og næstu vikurnar. ... innsetningu Rúríar, Heill- aður, í sýningarrými FUGLs í verslun Indriða á Skólavörðu- stíg 10. Sýningunni lýkur í dag. ... vortónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju, sem verða haldnir í Hallgrímskirkju á ann- an í hvítasunnu. Fjórir menn frá lýðveldinu Tuva gefa frá sér hljóð sem líkjast engu öðru. Þeir nefna sig „Huun Huur Tu“ og verða með tónleika á Nasa við Austurvöll á Listahátíð annað kvöld og mánudagskvöldið. Nafnið Huun Huur Tu þýðir drifkraftur sólar- innar og vísar til sólarupprisunnar. Frægðarsól þeirra hefur risið jafnt og þétt á undanförnum árum. Þeir syngja með barkanum og láta sig ekki muna um að syngja tvo eða jafnvel þrjá tóna í einu. Sagan segir að barkasöngur sé elsta form söngs í heiminum og nú gefst Íslending- um í fyrsta sinn tækifæri til að heyra þennan merkilega söng á tónleikum. Í tónlist þeirra býr ómótstæðilegur kraftur sem fær best notið sín á sviði, enda er sviðsfram- koma hljómsveitarinnar í senn óvenjuleg og framandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 1992, árið eftir fall Sovétríkjanna. Þeir hafa jafnan verið óhræddir við að blanda söng sínum og hljóð- færaleik saman við nýjar stefnur og strauma í tónlist. Tónleikar fjórmenninganna á Nasa hefjast klukkan 21 bæði kvöldin. Kl. 16.00 Danska bíómyndin Sælueyjan eða Det tossede paradis, sem Gabriel Axel gerði árið 1962, verður sýnd í Kvikmyndasafni Íslands, Bæjarbíói í Hafnarfirði. menning@frettabladid.is Djúpt ofan úr barka Líf og fjör í Viðey ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 Laugardagur MAÍ Sólheimaleikhúsið (Sólheimum Grímsnesi) sýnir Ævintýri Þumalínu e. H.C.Andersen Mán.(annar í Hvítasunnu) 16.maí kl:15 Sun. 22. maí kl:15 Laug. 28 maí kl:15 Miðaverð 1.000 kr fullorðnir 500 kr 12 ára og yngri STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 - UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPPS., Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Falk Richter og Theresia Walser Þri 17/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Mið 18/5 kl 17 Umræður við höfunda á eftir Ókeypis aðgangur. TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 kl 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPS., Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 UPPS., Lau 21/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS., Fö 27/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20 RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Í kvöld kl 20 - Síðasta sýning Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga FRÁ SKÖPUNARSMIÐJUNNI Í VIÐEY Í dag verður kynntur afraksturinn af sköpunar- smiðju barna í Viðey, sem haldin hefur verið í tengslum við Listahátíð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.