Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 65
LAUGARDAGUR 5. mars 2005 45 ...skemmtir þér ; ) ÁRITUN Allar nýjar íslenskar og erlendar geislaplötur á sumartilboði aðeins 1.999 kr. Skífan Laugavegi 26 - opið til 22:00 öll kvöld • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni Hildur Vala Hildur Vala áritar plötu sína í Skífunni í Kringlunni í dag kl. 13:00. 1.999kr Sumartilboð Bleik ilmvatns- paradís Tískuvillingurinn París Hilton kynnti sitt fyrsta ilmvatn á veitingastað í París á þriðjudagskvöldið. Staðurinn var skreyttur frá a-ö með bleikum skreyt- ingum en það er í stíl við umbúðir ilmsins. Það var meira að segja bleikur dregill við innganginn og búið var að skipta um hurð á veitingastaðnum. Nýja hurðin var bleik í stíl við skreyt- ingarnar. Um þessar mundir er París Hilton andlit Guess en fyrirtækið er í eigu Parlux sem framleiðir ilmvatnið hennar. Meðan á kynningarmyndatök- unum fyrir Guess stóð heillaði París starfsfólkið svo upp úr skónum með skemmtilegheitum sínum að forráða- mönnum fyrirtækisins fannst ekki ann- að hægt en að vinna meira með henni. Hún var ekki lengi að hugsa sig um þegar þeir buðu henni að setja sinn eigin ilm á markað. Hún vissi ná- kvæmlega hvernig hún vildi hafa sitt ilmvatn og fór ferlið strax í gang. Ilm- urinn er léttur og afar góður og mun líklega henta sem flestum. Íslenskar konur þurfa ekki að bíða lengi því ilm- urinn er væntanlegur til landsins í júní. Augnhár í anda Aniston Augnhárin skipta öllu máli þegar förðun er annars vegar og engin kona ætti að fara út úr húsi án maskara. Það er þó alls ekki sama hvernig maskar- inn er og nú er málið að hafa augnhárin sem veglegust. Það er þó ekki hlaupið að því að ganga með gerviaugnhár og því verður maskarinn að vera almennileg- ur. Einn besti maskarinn á markaðn- um núna er cils Á cils frá Chanel. Hann er frábær til að byggja upp augnhárin en hann hefur þá eiginleika að fylla vel upp í svo augnhárin virðist þéttari og svo lengir hann augnhárin. Einnig er hann mjög nærandi. Leikkonan Jennifer Aniston legg- ur mikið upp úr því að líta vel út og leggur hún sérstaka áherslu á aug- un og sér í lagi augnhár- in. Með cils Á chils maskaranum má auð- veldlega fá þessa fallegu áferð sem Jennifer Ani- ston sækist eftir. CILS Á CILS maskarinn frá Chanel þykkir og lengir augnhárin. JENNIFER ANISTON leggur mikið upp úr því að vera vel förðuð um augun. Ellen er þekkt fyrir að vera önnur af plötusnúðadúettnum Ellen og Erla. Á daginn starfar hún hjá Nikita þar sem hún sinnir hinum og þessum störfum. Sumarið leggst vel í Ellen en hún er á leið til Lundúna með vinkonu sinni og síðar í sumar liggur leið hennar til Barcelona með kærastanum. Fylgist þú vel með tískunni? Já, ég les mikið af blöðum og tímaritum og svo skoða ég tískuna líka á netinu. Uppáhaldshönnuður? Heiða í Nikita. Fallegustu litirnir? Er ekki í mikilli til- raunastarfsemi þegar kemur að því að velja liti. Ég er mikið í svörtu og svo hefur rauður alltaf verið í uppáhaldi. Hverju ertu mest svag fyrir? Ég hef alltaf verið algjört skófrík og dýrka að eiga flotta skó. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég pantaði mér tvær flottar púffermapeys- ur úr velúr á ebay. Mér finnst mjög gaman að sörfa um á ebay því maður finnur alltaf eitthvað skemmtilegt þar. Hvað finnst þér mest sjarmerandi í vor- og sumartískunni? Mér finnst sumartískan í ár mjög þægileg og skemmtileg og mér finnst skartgripa- tískan standa upp úr og gera tilveruna skemmtilegri. Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir vor- ið? Einhverja kúl strigaskó, þessa stund- ina dreymir mig um silfurlitaða Reebook skó. Uppáhaldsverslun? Ég verð að segja Spútník og Smash og svo dýrka ég að versla í H&M þegar tækifæri gefst. Þar getur maður keypt mikið af flottum en ódýrum fötum. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Ö, miklu meira en ég hef efni á. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ætli ég verð ekki að segja svörtu leður- stígvélin mín sem ég keypti í Spútnik um daginn. Þau passa við allt. Svo er alltaf jafn þægilegt að koma heim í náttbux- unar. Uppáhaldsflík? Nikita-jakkinn minn sem er svartur og gylltur úr satínefni og rauðir og hvítu Nike dunk-strigaskórnir mínir. Þeir eru alltaf klassískir. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Sá listi er ótæmandi! Ég er reyndar á leiðinni til London í verslun- arferð með vinkonu minni svo ætli ég verði ekki að nefna þá borg. Svo er stefnan sett á New York þegar buddan leyfir. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Vá, það er ábyggilega margt sem mað- ur keypti sér þegar maður var yngri og vitlausari en ætli Buffalo-skórnir séu ekki efstir á listanum. Ég gekk í þeim í grunnskóla og að mínu mati eru þessir skór tískuslys 20 aldarinnar. SMEKKURINN ELLEN LOFTSDÓTTIR PLÖTUSNÚÐUR OG STARFSMAÐUR NIKITA Ey›i allt of miklum peningum í föt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.