Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 70

Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 70
Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er nýkom- inn heim úr tónleikaferð. Hann hélt tólf tónleika í jafnmörgum borgum og kynnti fyrir Evrópu- búum plötuna sína Mugimama: Is this Monkey music? „Þetta gekk allt saman mjög vel og það var uppselt á alla fimm tónleikana mína á Bretlandi,“ segir Örn Elías en hann spilaði meðal annars í London og Glasgow. Ólíkt stórum rokkgrúppum, sem eru yfirleitt með tugi manna til þess að setja upp svið fyrir sig, ferðaðist Örn eingöngu með hljóð- manninum sínum Bigga. „Við vor- um samt með hundrað kíló hvor og þegar komið var að afgreiðslu- borðunum hjá Easy Jet biðu okkar yfirleitt 50 þúsund krónur í sekt,” segir hann í léttum dúr. „Við fór- um samt mestmegnis ferða okkar með lestum og leigubílum.“ Örn segir ennfremur að stund- um hafi misgott tímaskyn þeirra næstum verið búið að koma þeim í koll. „Við vorum búnir að klára tónleika í Brussell og það var klukkutíma bið í lestina sem átti að flytja okkur til Parísar,” segir hann og greinilegt að sagan er ekki öll sögð. „Við ákváðum því að fá okkur kaffi og svo fannst okkur súkkulaðið sem boðið var upp á svo rosalega gott. Áður en við vissum af vorum við búnir með þrjá bolla af kaffi, slatta af súkkulaði og korter í að lestin færi,“ segir Örn. Þeir hafi þó sem betur fer náð í leigubíl sem keyrði þá beint niður á lestarstöð en tæpara mátti það ekki standa. „Þegar við ýttum síðustu töskunni inn lokuðust dyrnar,“ segir hann og hlær. Örn spilaði einnig á nokkrum stöðum í Skandinavíu og hann segir að stundum hafi stemmning- in verið svolítið skrýtin. „Þegar ég var að spila í Lundi sátu 25 Ís- lendingar og 5 Svíar inni á staðn- um. Ég neyddist til þess að tala ensku, þar sem ég var að kynna plötuna, þrátt fyrir að ég vissi að meirihluti áhorfenda væru sam- landar mínir og hvettu mig áfram á íslensku. Það var svona hálf kjánalegt.“ Örn er þó hvergi nærri farinn í frí frá ferðalögum því í næstu viku heldur hann til Akureyrar og spilar á Græna Hattinum á mið- vikudeginum. Á föstudeginum verður hann svo kominn aftur í bæinn og spilar á NASA. Hann verður þó ekki lengi á landinu því hann flýgur strax eftir tónleikana til London þar sem hann mun spila á tónlistarhátíðinni Home Fire. Þar verður Örn í félagskap með ekki ómerkari manni en Badly Drawn Boy. freyrgigja@frettabladid.is 50 14. maí 2005 LAUGARDAGUR   [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Kanadíska tundurspillinum Skeena frá tímum seinni heimsstyrjaldar. Nýjum eiganda liðsins sem þeir óttast að grafi undan því. All out of Luck. MUGISON: TÓLF TÓNLEIKAR Í TÓLF BORGUM Þurfti að tala ensku við Íslendinga Gamaldags sundföt. Það er eitthvað stórkostlega tignarlegt aðvera í sundfötum með fallegu gamaldags munstri sem bera ekki of mikið. Í gamla daga voru sundfötin ekki jafn hrikalega efnis- lítil og þau eru núna og oft voru þau með fallegum rykkingum hér og þar, hangandi böndum eða belti um mittið. Hvert fór eiginlega þessi undursamlega sundfatatíska? Það er enn hægt að ná sér í svona sundföt, annaðhvort í búðum sem selja notuð föt eða í geymslunni hjá ömmu eða mömmu. Augnskuggar í áberandi lit. Núna er ekki verið að meina að alltaugnlokið skuli málað með áberandi lit. Málið er að setja ör- litla línu undir augað eða ofan á augnlokið. Með þessu verða aug- un gífurlega áberandi og virka tindrandi. En eins og með flest þá er algjörlega bannað að ofgera þessu. Sandalar. Já, sandalatíminn er kominn! Þó svo að örlítil gola sé ennþá aðkæla okkur niður og ná okkur niður á jörðina þá er allt í lagi líka að vera í fallegum sokkum undir sandölunum. Veðrið er þó allavega það hlýtt að manni verður ekki kalt á tásunum ef mað- ur er í þunnum og sætum sokkum. Svo þegar sólin kíkir út þá þarf bara að smella sér úr sokkunum og sumarskapið fer á fullt. Star Trek. Æji er það? Hvað er skemmtilegt við Star Trek? Þaðer ekki eins og Star Wars sé eitthvað svakalega svalt en Star Trek?? Star Wars er þó ævintýri en Star Trek er bara eitthvert fólk sem er mjög líklega geðveikt. Með krumpur á nefinu, álfaeyru og klædd í einhvers konar kafarabúning. Það er algjörlega ekkert töff við að vera Star Trek-nörd. Of hátt skorin sundföt. Hver man ekki eftir Baywatch-þáttunum og sund-bolunum sem voru hræðilega hátt skornir sennilega í tilraun til að láta leggina virðast lengri? Þetta lúkk er frekar subbulegt og minnir helst á súlu- dansara. Þetta er engan veginn málið í dag og það er einmitt andstæðan sem er í tísku núna. Bikiní-buxurnar og skálmarnar á sundbolnum eiga að vera frekar í lægri kantinum og minna örlítið á boxer-snið. Stuttar rifnar gallabuxur. Ekki einu sinni láta ykkur dettaþað í hug að þetta sé sniðugt. Að klippa skálmarnar af gömlum gallabuxum og redda stuttbuxnaþörfinni þannig! Fuss og svei. Þetta er alls ekki flott og sérstaklega ekki ef buxurnar eru klipptar svo stuttar að rasskinnarnar kíkja næstum því út. Það er vel hægt að finna fínar stuttbuxur á ágætisverði en þetta er ekki leiðin. INNI ÚTI ...fær Selma Björnsdóttir fyrir að hafa heillað blaðamennina í Kænugarði upp úr skónum en margir þeirra voru miklir aðdá- endur og fékkst hún meðal ann- ars til að syngja bút úr laginu All out of luck fyrir þá. HRÓSIÐ Það var fremur rólegur dagur hjá íslensku sendinefndinni sem nú undirbýr sig fyrir undanúrslit Eurovision-keppninnar sem haldin verður á fimmtudag í Kænugarði í Úkraínu. Hópurinn sótti í fyrrakvöld opn- un á opinberum Evrópuklúbbi, en í gær var engin skipulögð dagskrá hjá hópnum. Selma sat þó ekki auðum höndum, því hvorki hún né þeir sænsku aðilar sem sjá um upptökur voru ánægðir með hljóðið í hljóðnema söngkonunnar. Hún eyddi því deginum í að finna leiðir til að breyta at- riðinu þannig að hún væri með hljóð- nema sem hún getur haldið á í stað hljóðnema sem festur er um höfuð hennar. Þetta breytir töluverðu í annars vel æfðu dansatriði þar sem handahreyf- ingar Selmu leika þar stórt hlutverk og vann hún ásamt dönsurum og danshöf- undum að því að finna lausn á þessu í gær. Í dag er ráðgerð skoðunarferð um Kiev hjá íslenska hópnum, en seinni partinn í dag verður önnur æfingin hjá Selmu þar sem væntanlegar breytingar verða prófað- ar. Þá er ráðgert að lýsingin á sviðinu verði tilbúin, auk þess sem líklegt er að dansararnir verði í þeim búningum sem þær munu verða í á undanúrslitakvöldinu. Kænugarður er óðum að taka á sig Eurovision-búning og um helgina mun keppendum og blaðamönnum fjölga mikið, enda koma þá til landsins þeir sem ekki þurfa að taka þátt í und- ankeppninni á fimmtudag. PJETUR SIGURÐSSON SKRIFAR FRÁ KÆNUGARÐI Selma breytir dansinum BREYTTUR DANS Selma Björnsdóttir er hætt við að nota handfrjálsan míkrafón og þarf því að breyta dansinum. MUGISON Á FERÐ OG FLUGI Örn Elías, betur þekktur sem Mugison, er önnum kafinn við tónleikahald þessa dagana og er meðal annars nýkominn heim úr tónleika- ferð um Evrópu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.