Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 19

Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 19
SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 38 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is 4,15%Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 67 26 12 /2 00 4 fasteignir@frettabladid.is Um 22 milljónir íslenskra króna hafa borist til endurbóta á Nesstofu á Seltjarnarnesi frá danska styrktarsjóðnum Augustinus Fonden. Styrkurinn bætist við framlag Seltjarnar- nesbæjar og stuðning mennta- málaráðuneytisins. Nesstofa er langelsta húsið á Seltjarnarnesi og var reist á árunum 1761-63 yfir nýskipaðan landlækni, Bjarna Pálsson, sem heimili, læknastofa, kennsluhúsnæði og apótek. Danski hirðarkitekt- inn Jacob Fortling teiknaði það. Eftir viðgerðirnar verður Nes- stofa sýnd og notuð á hátíðar- stundum undir samkomur og fundarhöld og við undirritun merkra samninga. Skuggagarðar, nýir stúdenta- garðar í miðbænum, munu rísa við Lindargötu þar sem gamla Ríkið var til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstak- lingsíbúðum og er stefnt að því að þær fyrstu þeirra verði til- búnar í ágúst næsta sumar. Nýtt safnahús er að rísa í Neðstakaupstað á Ísafirði og er það fullkomlega í stíl við önnur hús á svæðinu, sem flest eru komin til ára sinna. Bygging þess hófst síðastliðið haust og vonir standa til að það verði til- búið á allra næstu vikum. Það er fyrirtækið Vestfirskir verktak- ar sem sér um smíðina. Af vefnum www.bb.is FASTEIGNASÖLUR 101 Reykjavík 14-15 Akkurat 10-11 Árborgir 30 Ás 38-39 Bifröst 18 Draumahús 23-26 DP Fasteignir 5 Eignalistinn 27 Eignakaup 12 Eignastýring 34 Fasteignamarkaðurinn 19 Fasteignamiðlun 17 Fasteignam. Grafarv. 16 Fasteignam. Hafnarfj. 41 Fyrirtækjasala Íslands 35 Hraunhamar 32-33 Húseign 22 Húsalind 12 Höfði 28 Lundur 6-7 Lyngvík 20-21 Neteign 40 Nethús 13 Nýtt heimili 31 Remax 36-37 & 42 Valhöll 8-9 Viðskiptahúsið 29 Garðurinn er sérlega fallegur við húsið. Þar er að finna fjölmargar trjátegundir, holtagrjót, heitan pott og matjurtagarð. Aukinheldur eru tvennar góðar svalir á efri hæð hússins. LIGGUR Í LOFTINU í fasteignum MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINSER ÞÍN FASTEIGN AUGLÝST HÉR? Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 17. maí, 137. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.06 13.24 22.45 AKUREYRI 3.30 13.09 22.50 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Búslóðinni pakkað í gám BLS. 2 Gamalt hús með sál BLS. 4 Fasteignasalan Þingholt er með ein- staklega fallegt og vel við haldið ein- býlishús við Skógarhjalla í Kópavogi til sölu. Húsið er 275 fermetrar, búið fimm svefnherbergjum og allt hið vandaðasta að innan sem utan. Gengið er inn í húsið á neðri hæð en þar er rúmgóð flísalögð forstofa með stórum fata- skápum með hurðum úr kirsuberjaviði. Gólf í forstofu er hitað. Parkettlagður gangur tekur við og við hann eru fjögur herbergi; eitt stórt parkettlagt svefnher- bergi með útgengi á verönd og í garð, park- ettlagt vinnuherbergi, flísalagt baðher- bergi með rúmgóðri sturtu, geymsluher- bergi með frystikistu og skápum. Allar hurðir í húsinu eru nýjar, þær eru úr kirsu- berjaviði og með fallegum húnum. Hringstigi er upp á aðra hæð hússins. Þar eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, borðstofa, eldhús og þvottahús. Tvennar stórar yfirbyggðar (opnanlegar) svalir með létt yfirbragð eru á efri hæðinni. Aðrar snúa í austur, hinar í vestur. Eldhús er parkettlagt og með vandaðri innréttingu og tækjum. Inni af eldhúsi er þvottahús og þaðan útgengt í garð. Tvö svefnherbergi eru með parketti og hjónaherbergi er korklagt með stórum skápum. Baðherbergi er með góðri innréttingu, sturtuklefa og baðkari. Í borðstofu er sérstaklega hönnuð innrétting fyrir hljómtæki, diska, nótur o.fl. Garðurinn er mjög fallegur, með holta- grjóti, heitum potti og skjólgóðri verönd. Garðurinn er prýddur ýmsum af fallegustu trjátegundum landsins auk þess sem mat- jurtagarði hefur verið komið haganlega fyrir. Réttur til að byggja bílskúr liggur fyrir en bílaplan er hitalagt. Húsið er ný- málað að utan og stutt er í alla þjónustu. Húsið er teiknað af Gunnari Guðmunds- syni arkitekt, um hönnun garðs sá Gunnar Gunnarsson landslagsarkitekt og innrétt- ingar eru hannaðar af Hans Ólafssyni arki- tekt. Nánari upplýsingar um húsið eru veittar á skrifstofu Þingholta í síma 590 9500. ■ Glæsilegt einbýli á skjólgóðum útsýnisstað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.