Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 20

Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 20
Gamalt hús með sál og sögu Í kjallara Þrúðvangs við Lauf- ásveg var áður funda- og sal- ernisaðstaða fyrir nemendur MR. Nú hefur Ólöf Pálsdóttir arkitekt tekið kjallarann í gegn frá grunni. „Ég ákvað þegar ég kom heim frá námi í Kaupmannahöfn að taka þennan kjallara í gegn og gera úr honum íbúð. Það hafði reyndar alltaf staðið til að gera hér íbúð, en ekkert endilega fyrir okkur,“ segir Ólöf og hlær. „Við pabbi vorum svo saman í þessu, en hann er auðvitað sér- hæfður í því að taka í gegn gamlar byggingar.“ Ólöf, Páll og Guðmundur, eiginmaður Ólafar, rifu allt út úr kjallarnum, brutu niður nokkra veggi og innréttuðu allt upp á nýtt. „Við nýttum þó ýmislegt af því sem var hér fyrir eins og viðinn í forstofunni og flísar á anddyri og gangi en við lögðum parkett á önnur gólf. Þá eru gluggarnir alveg óbreyttir.“ Ólöf segir gömul hús hafa sérstakt gildi fyrir sig og ekki síst þetta sem hún bjó í frá því hún var 16 ára. „Ég lærði auðvit- að í uppvextinum að bera virð- ingu fyrir gömlum húsum, en ég er ekkert feimin við að blanda saman gömlu og nýju. Það er einmitt það sem er svo skemmti- legt í arkitektúrnum núna.“ Gamli kjallarinn í Þrúðvangi er nú hinn glæsilegasti, en sjón er sögu ríkari. ■ El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir ]GluggaþvotturNú er tími til að þvo gluggana jafnt að utan sem innan. Dagarnir verða bjartari og gróður-inn fer að taka við sér og alger synd að geta ekki séð almennilega út um gluggana. [ Þrúðvangur við Laufásveg er virðulegt hús með mikla sögu. Ólöf hélt flísunum á ganginum ... Systir Ólafar keypti þetta veggfóður í Kaupmannahöfn. Og í svefnherberginu málaði hún laufblöð. Gluggarnir fengu alveg að halda sér. Nýtt og gamalt í bland á baðherberginu. Ólöf með soninn Val. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN K AR LSSO N Borðstofuborðið keyptu foreldrar Ólafar í Englandi fyrir margt löngu, en gamla borðið kallast skemmmtilega á við stólana sem hafa verið gerðir upp. Í barnaherberginu útbjó Ólöf krítarvegg fyrir listamenn fram- tíðarinnar. Opið er úr eld- húsinu yfir í borð- stofu og stofu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.