Fréttablaðið - 17.05.2005, Síða 74

Fréttablaðið - 17.05.2005, Síða 74
FÓTBOLTI Opnunarleikurinn í Landsbankadeild karla var ekki rismikill og bar þess keim að þetta væri fyrsti leikur þessara liða í sumar. Fyrirfram var búist við að FH-ingar myndu klára leik- inn hér suður með sjó enda fóru Hafnfirðingar létt með Keflvík- inga í leik liðanna í Meistara- keppni KSÍ í síðustu viku. Gestirnir byrjuðu af krafti en smám saman tókst heimamönnum að ná betri tökum á leiknum og voru heimamenn sterkari aðilinn fyrsta stundarfjórðung leiksins. Guðmundur Sævarsson lét reyna á þolrif Daða Lárussonar í mark- inu eftir korters leik þegar hann átti góða aukaspyrnu sem Daða tókst að slá í horn. Að mörgu leyti þvert gegn gangi leiksins skoruðu svo gestirnir fyrsta markið þegar Tryggvi Guðmundsson fór illa með Guðjón Antoníusson, lék inn í vítateiginn og lét skotið ríða af sem hafnaði í fjærhorninu. Frá- bært mark hjá Tryggva í sínum fyrsta leik í langan tíma hér á landi en hann sýndi í leiknum að hann verður baneitraður í sumar. Eftir mark gestanna datt botninn úr leik heimamanna og þeir náðu sé engan veginn á strik það sem eftir lifði hálfleiksins. Þeir komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn gestanna með þá Auðun Helgason og Tommy Nilsen í broddi fylkingar. Seinni hálfleikurinn var ansi dapur þegar á heildina var litið og það gerðist nánast ekkert allan síðari hálfleikinn. Keflvíkingar eins og áður segir komust lítið áleiðis fyrir utan eina tilraun þegar Hólmar Örn Rúnarsson lék skemmtilega á Guðmund Sævars- son en skot hans var slakt og átti Daði Lárusson í litlum vandræð- um með það. Það var lítið sem gerðist eftir þetta þangað til á lokamínútunum þegar FH-ingar náðu skæðri skyndisókn og komust upp hægra megin þar sem Ólafur Páll Snorrason renndi boltanum fyrir markið þar sem Allan Borgvardt var einn gegn Ómari, Brian O’Callaghan sýndi þá ágætis til- raun til að bjarga marki en varð fyrir því óláni að renna boltanum í eigið mark. Gestirnir settu svo strax eftir þetta þriðja markið þegar Ármann Smári Björnsson skallaði boltann yfir Ómar sem fór í glórulaust úthlaup. Þegar á heildina er litið var þessi sigur gestanna verðskuldað- ur en allt of stór miðað við gang leiksins. Heimamenn náðu sér ekki á strik í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik en þeir byrjuðu leikinn vel en svo fjaraði undan leik þeirra þegar á leið. FH-ingar virka óhemju sterkir og liðið virkar mjög þétt og erfitt er að finna glufur í vörn þeirra með þá Tommy Nilsen og Auðun Helgason í miðri vörninni. Auðun Helgason var sáttur við stigin þrjú. „Við getum ekki annað en verið sáttir við þennan sigur, erum virkilega þéttir fyrir og gott að koma hér til Keflavíkur og ná í þrjú stig.“ Aðspurður sagðist hann eiga helling inni og eigi eftir að verða sterkari. „Ég er búinn að spila 10 ár í bakverðinum og það tekur vissulega tíma að finna sig í þessari stöðu en ég á eftir að verða sterkari þegar á líður,“ sagði Auðun Helgason. - gjj 22 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR BORGVARDT ÖFLUGUR Daninn Allan Borgvardt átti fínan leik fyrir FH gegn Keflavík í gær. Hér reynir Jónas Guðni Sævarsson að stöðva Danann snjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR BRAGI Meistararnir byrja titilvörnina vel LA N DS BA N K AD EI LD IN HELOSAN RAKAKREM fyrir alla fjölskylduna Mýkjandi og rakagefandi KEFLAVÍK 4-5-1 Ómar 5 Guðjón 5 O´Callaghan 7 Johanson 6 Gestur 4 Jónas 5 Hólmar 7 Ingvi 6 (89. Gunnar –) Baldur 6 Hörður 5 Guðmundur 4 (63. Bjarni 5) FH 4-3-3 Daði 7 Guðmundur 7 Auðun 8 Nielsen 7 Freyr 7 Ásgeir 6 Heimir 6 Davíð 5 (76. Baldur –) Jón Þorgrímur 6 (74. ÓIafur Páll –) Borgvardt 7 (90. Ármann –) Tryggvi 8 TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–8 (5–6) Horn 2–3 Rangstöður 0–8 0-3Keflavík FH Keflavíkurvöllur 2.357 0-1 Tryggvi Guðmundsson (37.), 0–2 sjálfsmark (88.), 0–3 Ármann Smári Björnsson (90.). Ólafur Ragnarsson (6) LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla VALUR–GRINDAVÍK 3–1 1-0 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (13.) 2–0 Guðmundur Benediktsson (21.), 3–0 Bjarni Ólafur Eiríksson (34.), 3–1 Magnús Þorsteinsson (68.). FRAM–ÍBV 3–0 1-0 Ross McLynn (34.) 2–0 Andri Fannar Ottósson (47.), 3–0 Viðar Guðjónsson (90.). ÍA–ÞRÓTTUR 1–0 1–0 Hjörtur Hjartarson (13.). KEFLAVÍK–FH 0–3 0–1 Tryggvi Guðmundsson (37.), 0–2 Sjálfsmark (88.), 0–3 Ármann Smári Björnsson (90.). Íslandsmeistarar FH ger›u gó›a fer› su›ur me› sjó í gær flar sem fleir mættu Keflvíkingum sem hafa gengi› í gegnum miklar hremmingar sí›ustu daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.