Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 80

Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 80
28 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÖNNUM KAFIN SELMA Það hefur verið í nógu að snúast hjá Selmu. Hér er hún umkringd blaðamönnum en íslenski hópurinn hefur fengið mikla athygli þeirra að undanförnu enda þykir hópurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Í SVIÐSLJÓSINU Það krefst mikillar vinnu að taka þátt í keppninni og það gefst ekki mikill tími til afslöppunar FJÖRUGT MANNLÍF Mannlífið í Kíev er skemmtilegt og hér prófar Jónatan Garðarsson að halda á stórum fálka og Selma fylgist spennt með. STENDUR VIÐ BAKIÐ Á SELMU Rúnar Freyr er kominn til Kíev til þess að standa þétt við bakið á Selmu sinni. LAGIÐ TEKIÐ Þeim Þorvaldi Bjarna, Vigfúsi Snæ og Selmu Björnsdóttur munaði ekkert um það að taka lagið fyrir blaðamenn á fundi. Vakti uppátækið mikla kátínu og uppskar mikil fagnaðarlæti. Í nógu a› snúast hjá Selmu Spennustigi› í íslenska Eurovision-hópnum stigmagnast me› degi hverjum. fia› styttist enda ó›fluga í stóru stundina en nú eru einungis tveir dagar í a› undankeppnin brestur á í Kíev. Pjetur Sigur›sson, bla›a- ma›ur Fréttabla›sins, hefur fylgst me› hópnum sí›an hann kom til borgarinnar grænu. fia› hefur veri› í nógu a› snúast hjá hópnum eins og sjá má á myndunum hér a› ne›an. MIKILL ÁHUGI Mikill áhugi er fyrir keppninni og meira að segja Köngulóarmaðurinn er mættur á svæðið. EIGINHANDARÁRITANIR Selma hefur á skömmum tíma heillað gesti og gangandi upp úr skónum og hér gefur hún einum aðdáenda eiginhandaráritun. VIÐ ERUM KLÁR Í SLAGINN Svavar Örn og Hildur Hafstein fyrir framan höllina þar sem keppnin fer fram

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.