Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 6
6 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Íraskur undirhershöfðingi drepinn:
Al-Zarqawi kyndir undir ófri›arbálinu
BAGDAD, AP Uppreisnarmenn skutu
undirhershöfðingja í íraska inn-
anríkisráðuneytinu til bana í gær.
Hátt settir bandarískir erindrek-
ar í landinu segja að ofbeldisalda
undanfarinna vikna sé hryðju-
verkamanninum Abu Musab al-
Zarqawi að kenna.
Rósturnar í Írak héldu áfram í
gær sem aldrei fyrr. Setið var fyr-
ir bifreið Ibrahim Khamas undir-
hershöfðingja í Bagdad í gær og
hann skotinn til bana. Í síðustu
viku voru tveir starfsmenn innan-
ríkisráðuneytisins drepnir en það
fer með öryggis- og lögreglumál.
Samtök Jórdanans al-Zarqawi,
forsprakka al-Kaída í Írak, viður-
kenntu fljótlega að hafa staðið á
bak við tilræðið.
Bandarískur embættismaður í
Írak greindi frá því í gær að al-
Zarqawi hefði boðað fylgismenn
sína til fundar í Sýrlandi í síðasta
mánuði til að hvetja þá til dáða í
baráttunni gegn hernámsliðinu og
íröskum bandamönnum þess. Á
hann að hafa hvatt til að bíl-
sprengjur yrðu notaðar í ríkari
mæli. Í síðasta mánuði var 21 bíl-
sprengjuárás gerð í Bagdad, sam-
anborið við 25 allt síðasta ár.
Lík sjö manna fundust í gær í
bænum Amiriyah vestur af
Bagdad. Var greinilegt að menn-
irnir höfðu verið teknir af lífi. ■
Bandaríkjamenn góma grunaðan hryðjuverkamann:
Brug›ist vi› ákalli Fidel Castro
HAVANA, AP Eftir áeggjan
Kúbverja hafa Bandaríkjamenn
handtekið kúbverskan mann sem
grunaður er um að hafa framið
hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu
árum síðan. Tugþúsundir
Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga
síns, Fidel Castro, og fóru í
kröfugöngu að bandarísku sendi-
skrifstofunni í Havana á mánu-
daginn. Með göngunni vildu yfir-
völd á Kúbu knýja Bandaríkja-
menn til að handtaka Luis
Posada Carriles, 77 ára Kúbverja
sem sagður er hafa grandað
kúbverski farþegaflugvél með
73 manns innanborð árið 1976.
Castro styður kröfur Venesú-
elamanna um að fá Carriles
framseldan en hann var áður á
mála hjá CIA og venesúelsku
leyniþjónustunni. Hann hefur
sótt um pólitískt hæli í Banda-
ríkjunum.
Castro var í fylkingarbrjósti
göngumanna og hrópaði slagorð
gegn hryðjuverkum og „kenning-
um og aðferðum nasista“. Hann
sagði það ótrúlega hræsni af
hálfu Bandaríkjamanna ef þeir
myndu láta undir höfuð leggjast
að handtaka menn sem hefðu
framið hryðjuverk gegn
Kúbverjum á meðan þeir heyja
stríð gegn hryðjuverkum annars
staðar í heiminum.
Á þriðjudaginn brugðust
Bandaríkjamenn við áskoruninni
og handtóku Carriles í Miami í
Flórída. Ekki er þó víst að hann
verði framseldur. ■
LUIS POSADA CARRILES Hann er sagður
hafa grandað kúbverski farþegaflugvél
með 73 manns innanborðs árið 1976.
HVALVEIÐAR Valdahlutföllin í Al-
þjóðahvalveiðiráðinu eru að
breytast hvalveiðiþjóðunum í vil.
Japanar hugsa sér gott til glóðar-
innar á ársfundi ráðsins sem hefst
í næstu viku en íslenska sendi-
nefndin varar þó við of mikilli
bjartsýni.
Ársfundur Alþjóðahvalveiði-
ráðsins fer fram í Ulsan í Suður-
Kóreu 27. maí –
24. júní næst-
komandi og
sem fyrr skipt-
ast aðildarríkin
mjög í tvö horn
í afstöðu sinni
til veiðanna.
Síðustu ár hafa
hvalveiðiþjóðir
á borð við Ís-
lendinga og
Japana ekki riðið feitum hesti frá
þessum samkomum en svo virðist
sem valdahlutföllin séu að breyt-
ast í ráðinu.
Joji Morishita, fulltrúi í
japönsku sendinefndinni á fundin-
um, telur að forskot ríkjanna sem
aðhyllast veiðibann sé aðeins eitt
eða tvö atkvæði og því er af sem
áður var. „Vatnaskil gætu orðið á
þessum fundi.“ sagði hann í sam-
tali við AP-fréttastofuna í gær.
Undir þetta tekur Ásta Ein-
arsdóttir, varaformaður íslensku
sendinefndarinnar sem bendir á
að tvö ný ríki séu að koma inn í
ráðið sem séu hlynnt hvalveið-
um: Malí og Kíribatí. Þar við
bætist að ákveðinn miðjuhópur
hefur verið að myndast innan
ráðsins en í honum eru ríki á
borð við Bandaríkin, Holland og
Svíþjóð. Þau hafa tekið virkan
þátt í stefnumótun um að komið
verði á stjórnkerfi á hvalveiðum
innan Alþjóðahvalveiðiráðsins,
svonefnt RMS-kerfi.
Ásta segir að talsverðar um-
ræður hafi farið fram um RMS-
kerfið undanfarna mánuði en þær
hafi þó ekki skilað eins miklu og
vonast hafi verið til. „Ef þetta
verður hins vegar samþykkt þá
mun það hafa mjög mikla þýðingu
fyrir okkur Íslendinga því það
þýddi einfaldlega að atvinnuveið-
ar yrðu leyfðar með ákveðnum
skilyrðum. Við reynum eins og við
getum að koma þessu í höfn á
fundinum en því miður eru ekki
alltof miklar líkur á því, maður
má ekki vera of bjartsýnn.“
sveinng@frettabladid.is
Dæmdur til sektar:
Fullur á
traktor
DÓMSTÓLAR Maður var dæmdur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
til greiðslu 130 þúsund króna
sektar fyrir að aka dráttarvél ölv-
aður um miðjan desember þannig
að hún endaði utan vegar í Víkur-
skarði. Þá var hann sviptur öku-
leyfi í tvö ár, en dómurinn var upp
kveðinn síðasta föstudag.
Maðurinn neitaði sök og kvaðst
hafa hafið drykkju eftir að akstri
lauk og hann kominn út af vegna
hálku í skarðinu. Þá sagði hann
rangt eftir sér haft í lögreglu-
skýrslu og kvaðst hafa verið
drukkinn við skýrslutökuna.
Vitni báru um undarlegt akst-
urslag mannsins og hvernig sjá
mátti för eftir dráttarvélina veg-
kanta á milli í nýföllnum snjó. - óká
Dönsk börn:
Hreyfa sig
allt of líti›
DANMÖRK Dönsk börn hreyfa sig
allt of lítið samkvæmt nýrri rann-
sókn. Í stað þess að hreyfa sig sitja
þau meira en þrjár klukkutíma á
dag við sjónvarp eða tölvu.
Rannsóknin náði til 15 ára gam-
alla barna og leiðir í ljós að helm-
ingur þeirra sest umsvifalaust fyr-
ir framan sjónvarpið eða tölvuna
þegar skóla lýkur. Vegna þessa
meðal annars fá þau ekki tilhlýði-
lega hreyfingu sem er talin vera
ein klukkustund á dag.
Dönsk heilbrigðisyfirvöld segja
þetta ávísun á margs konar sjúk-
dóma í framtíðinni. ■
MIKIL FJÖLGUN EFTIRLAUNA-
ÞEGA Búist er við að eftirlauna-
þegum í Svíþjóð fjölgi um 21 af
hundraði á næsta áratug. Gert er
ráð fyrir að Svíar eldri en 65 ára
verði tvær og hálf milljón árið
2050 en þeir eru um ein og hálf
milljón nú.
MEIRU LANDAÐ EN Í FYRRA Íslensk fiski-
skip hafa komið með hundrað tonnum
meiri afla að landi það sem af er þessu
fiskveiðiári en þau gerðu á því síðasta.
Fiskistofa:
Meira veitt
nú en í fyrra
SJÁVARÚTVEGUR Umtalsvert meira
hefur veiðst af ýsu, ufsa, karfa og
steinbít á fyrstu mánuðum þessa
árs en sömu mánuði í fyrra. Nem-
ur aukningin um og yfir 20 pró-
sentum á þessum fjórum tegund-
um.
Þá hefur veiði á kolmunna auk-
ist um heil 92 prósent milli ára, úr
33 þúsund tonnum í 64 þúsund
tonn, og humarveiðin er 60 pró-
sentum meiri en í fyrra. Á móti
hefur þorskveiði dregist saman
um fjögur prósent og síld- og
rækjuveiði um heil 80 prósent.
Heildarafli íslenskra skipa á
fyrstu átta mánuðum fiskveiði-
ársins er þannig orðinn tæp 1.300
þúsund tonn, sem er tæplega
hundrað þúsund tonnum meira en
á síðasta fiskveiðiári. - aöe
SVÍÞJÓÐ
NÝTT 7UP FREE
Laust við allt sem þú vilt ekki!
Ekki kaloríur Ekki sykur Ekki koffein Ekki kolvetni Ekki litarefni
PRÓFAÐU
NÝTT SYKUR
LAUST
7UP FREE
LAGÐUR Í KISTU Ættingjar Ibrahim Khamas undirhershöfðingja, sem banað var í gær-
morgun, höfðu hröð handtök við að leggja hann í kistu og bera til mosku.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
ÁSTA EINARSDÓTTIR
Kemst Ísland í úrslitakeppni
Eurovision?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á a› reisa fleiri álver
hérlendis?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
14,1%
85,9%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Hvalvei›ifljó›irnar
styrkja stö›u sína
Ársfundur Alfljó›ahvalvei›irá›sins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru
hvalvei›um hafa sótt í sig ve›ri› á undanförnum misserum og ætla sér stóra
hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar fló vi› of mikilli bjarts‡ni.
VEIÐAR Í ATVINNUSKYNI HEIMILAÐAR? Margt bendir til að hvalveiðiþjóðunum sé að vaxa
fiskur um hrygg í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
06-07 18.5.2005 21:13 Page 2