Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 20
20 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Dreifb‡liskonur flinga
Evrópuþing alþjóðasam-
bands dreifbýliskvenna
er nú haldið á Íslandi í
fyrsta sinn. Sambandið
vinnur að mannúðar- og
líknarmálum og að starfi
í þágu kvenna til sjálfs-
hjálpar.
Alþjóðasamband dreifbýl-
iskvenna er meðal stærstu
mannúðar- og líknarsamtaka í
heiminum með um níu milljónir
kvenna innan sinna vébanda.
Kvenfélagasamband Íslands
(KÍ) er aðili að sambandinu og
stendur þessa dagana fyrir Evr-
ópuþingi þess sem haldið er í
fyrsta sinn á Íslandi. Yfirskrift
þingsins er „Winning the way
for women – the inspiration of
Iceland.“
„Hér eru um 170 sterkustu
konur í heiminum saman komn-
ar,“ segir Helga Guðmundsdótt-
ir forseti KÍ en konur frá um 30
löndum sitja þingið sem haldið
er á þriggja ára fresti. Málefnin
eru margvísleg að sögn Helgu.
„Aðalmarkmið sambandsins er
að vinna að hjálpar- og þróunar-
starfi í þróunarlöndum, bæði í
Asíu, Afríku og seinni árin í
Eystrasalts- og Austantjalds-
löndum,“ segir Helga og bætir
við að allt hjálparstarfið gangi
út á „hjálp til sjálfshjálpar“ þar
sem peningar eru ekki látnir af
hendi nema með eftirfylgni.
„Stór hluti kvenna sem kem-
ur að sambandinu eru bænda-
konur. Margar af þeim ályktun-
um sem koma fram á þingum
snúast því um matvæli, gena-
breytingar í matvælum og
hvernig megi kenna konum í
þróunarlöndum að rækta nýjar
afurðir,“ segir Helga en á þing-
inu munu fimm íslenskir fyrir-
lesarar fræða gesti þess um
kvennabaráttu á Íslandi. Þeirra
á meðal eru frú Vigdís Finn-
bogadóttir, Guðrún Pétursdóttir
sem kynnir verkefnið Auður í
krafti kvenna og Kristín Ást-
geirsdóttir sem ræðir um sögu
kvennahreyfingar á Íslandi.
Helga segir mikinn stuðning
af því að vera hluti af alþjóða-
samtökum og taka þátt í þingum
á þeirra vegum. „Þegar við sam-
einumst lærum við svo mikið
hver af annarri,“ segir Helga en
þingið var sett í gær og lýkur að
kvöldi laugardags.
solveig@frettabladid.is
Í FYRRA FÆDDUST SANDGERÐINGUM
23 BÖRN.
Heimild: Hagstofan
SVONA ERUM VIÐ:
„Það er helst að frétta að ég
átti afmæli á mánudaginn og
varð þá 37 ára,“ segir Ragn-
heiður Elín Clausen, nemi í
bókmenntafræði við Háskóla Ís-
lands og fyrrverandi þula í Rík-
issjónvarpinu.
Hún gengur annars ekki heil til
skógar um þessar mundir. „Ég
var skorin upp á mjöðm í vetur
og var svo óheppin að fá sýk-
ingu og hef verið dálítið lengi
að jafna mig. En ég er komin til
sjúkraþjálfara í endurhæfingu
og er á batavegi,“ segir hún
hress í bragði. Veikindin settu
strik í reikninginn í skólanum
og hún gat lítið einbeitt sér af
bókmenntafræðinni í vetur.
Ragnheiður er ekki búin að
ráðstafa sumrinu en býst ekki
við að sitja með hendur í
skauti. „Þórunn systir mín er
nýbúin að eignast dreng og
mér finnst ekki ólíklegt að ég
muni verja dágóðum tíma
með litla frænda. Mig dreym-
ir líka um að komast til Krítar
eins og í fyrra. Það var æðis-
legt.“ Annars gerir Ragnheið-
ur ráð fyrir að fara að
minnsta kosti í stuttar ferðir
út á land. „Ég sest bara upp í
bíl og keyri af stað. Ætli upp-
áhaldsstaðirnir séu ekki
Skaftafell og Snæfellsnes.
Mér finnst alltaf yndislegt að
koma þangað.“
Ætlar a› verja tíma me› litla frænda
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RAGNHEIÐUR ELÍN CLAUSEN
RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR
Ekki til nein
fyrirmyndarríki
HEIMSÓKN FORSETA TIL KÍNA
SJÓNARHÓLL
Miðja Reykjavíkur:
Komin í Kópavog
SKJÖLDURINN Í VIÐGERÐ Merkið hefur verið fjarlægt af heimastað sínum í Aðalstræt-
inu og er sem stendur í viðgerð í Kópavoginum.
„Miðja Reykjavíkur er í viðgerð
núna, hún var orðin svo helvíti
ljót,“ segir Guðbjartur Sigurðs-
son, starfsmaður hjá Gatnamála-
stjóra, þegar hann er inntur eftir
því hvar skjöldurinn sem markar
miðju Reykjavíkur sé. „Skjöldur-
inn var sendur upp í Steinsmiðju
Sigurðar Helgasonar í Kópavogin-
um til viðgerðar,“ bætir Guðbjart-
ur við.
Það má því með sanni segja að
miðja Reykjavíkur sé í Kópavog-
inum þessa stundina þó hún sé
væntanleg á heimaslóðir von
bráðar. Annars er hún venjulega
við norðurenda Aðalstrætis.
- mh
Á EVRÓPUÞINGI Helga Guð-
mundsdóttir er forseti Kvenfé-
lagasambands Íslands sem
skipuleggur Evrópuþingið að
þessu sinni.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Ég tel mikilvægt að rækta samband
við Kína, sem er svo stór hluti af heim-
inum,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir,
barnabókahöfundur, sem segir
nauðsynlegt fyrir lítið ríki eins og Ís-
land að skapa sér jákvæða ímynd á
heimsvísu. „Þótt kínversk stjórnvöld
séu nú kannski ekki nein fyrirmynd, þá
er það engu að síður mikilvægt fyrir Ís-
land að kynna sínar hugsjónir og kynn-
ast þeirra,“ segir Ragnheiður og telur
samstarf á sviði menntamála sérstak-
lega spennandi. „Mér finnst ánægju-
legt að mennta- og menningarmál
skuli vera rædd í þessari heimsókn, því
þar geta Kínverjar kennt okkur margt.“
Hún bætir því einnig við að opinberar
heimsóknir eigi ekki að taka mið að
því hvað séu talin fyrirmyndarríki.“ Þá
færum við nú í óskaplega fáar heim-
sóknir held ég,“ bætir Ragnheiður við
að lokum.
20-21 (24klst) 18.5.2005 19.36 Page 2