Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 22
22 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Formannsslagur og framt
Stefán Jón Hafstein, for-
maður framkvæmda-
stjórnar Samfylkingar-
innar, gefur til kynna að
milli hefðbundinnar
einkavæðingar og ríkis-
reksturs leynist þriðja
leiðin. Hann vill tefla lýð-
ræðinu og auknu valdi
fólksins fram gegn mark-
aðsvæðingu hægriaflanna
og segir að stórfyrirtæki
samtímans eigi að axla
samfélagslega ábyrgð.
Stefán Jón Hafstein, formaður
framkvæmdastjórnar Samfylk-
ingarinnar, telur að framtíðarsýn
og hugmyndafræði jafnaðar-
manna hafi ekki notið sín sem
skyldi í baráttunni um formanns-
stólinn í Samfylkingunni undan-
farna mánuði. Hann kveðst ganga
lengra í ályktunum en framtíðar-
hópur flokksins og skilgreinir sig
sem róttækan endurskoðunar-
sinna.
Jafnaðarmenn tefla svonefndri
lýðræðisvæðingu gegn mark-
aðsvæðingu hægriaflanna. Hvað
skyldi vera átt við með því? Stef-
án Jón segir að skapast hafi for-
sendur í auðugu, vel upplýstu og
menntuðu samfélagi til þess að
verkefni, sem varða almannaheill
og jafnaðarmenn lögðu eitt sinn
áherslu á að væru í höndum ríkis-
ins, flytjist til fólksins.
„Hagsmuna almennings væri
eftir sem áður gætt undir breytt-
um rekstrarforsendum um leið og
unnt yrði að laða fleira fólk til
ábyrgðar og þátttöku. Ríkið gæti
fært verkefni frá sér til burðugra
sveitarfélaga. Og þessi tilteknu
sveitarfélög gætu fært verkefnin
áfram nær íbúunum, til notend-
anna sjálfra. Þetta er í rauninni
viðbragð við hnattvæðingunni þar
sem þjóðríkið hefur ekki sama
vægi og áður. Þjóðríkið hefur
heldur ekki sama vægi og áður
gagnvart staðbundnu valdi og
kalli frá íbúunum um frekara
ákvörðunarvald yfir daglegu lífi
sínu. Þjóðríkið er þarna klemmt á
milli og það á að færa völd út til
fólksins til þess að þróunin geti
orðið á forsendum þess.“
Aukin völd fólksins
Stefán Jón gæti að margra mati
verið að tala fyrir venjulegri
einkavæðingu verkefna sem ríki
og sveitarfélög fást við nú. Hann
neitar því og segir þetta snúast
um tvo meginþætti.
„Í fyrsta lagi er að auka not-
endavald í skólum, heimilum fyrir
aldraða, heilbrigðisstofnunum og
ýmsum stofnunum. Notendur eiga
að hafa meira um það að segja
hvernig þjónustan er veitt. Þetta
er ekki valið milli einkavæðingar
og opinbers reksturs heldur eru
þarna rekstrarform á milli sem
gefa notendum meira vald til þess
að ákveða hvar og hvernig þjón-
ustan er veitt. Þetta kallar á
dreifða stýringu. Hins vegar er ég
líka að tala um að mikilvæg verk-
efni í samfélaginu, til dæmis neyt-
endaþjónusta og neytendavernd,
eigi ekki að vera í höndum stofn-
ana. Ég er til dæmis á móti því að
stofna embætti umboðsmanns
neytenda. Þessháttar þjónustu á
að flytja yfir til félagasamtaka
sem yrðu styrkt og bæru ábyrgð
gagnvart almenningi. Þetta á líka
við um umhverfismál þar sem
stjórnvöld þurfa gagnrýnið að-
hald. Umhverfismálin á ekki að
stofnanavæða heldur fela félaga-
samtökum málaflokkinn með
samningum. Slík samtök gætu
veitt þetta aðhald, uppfrætt al-
menning og svo framvegis. Ég hef
nefnt mannréttindamál í þriðja
lagi. Umræðan um Mannréttinda-
skrifstofu Íslands sýnir ljóslega
hvernig valdastjórnmál eru and-
stæð minni hugmynd um lýðræð-
isstjórnmál. Mannréttindaskrif-
stofan á einmitt að veita stjórn-
völdum aðhald og við eigum að
styrkja hana til þess.
Hvar er stefnan?
Málsmetandi menn, stjórnmála-
skýrendur og leiðarahöfundar
hafa rökstutt að sýn Samfylking-
arinnar á framtíðina sé harla
óskýr. Jafnvel gengið svo langt að
segja að hana skorti að mestu.
Hópur flokksmanna hefur engu
að síður setið löngum stundum
yfir þessari framtíðarsýn. „Ég
tek fram að ég er mjög ánægður
og stoltur af framtíðarhópnum,“
segir Stefán Jón. „Ég átti stóran
hlut í því að koma honum á lagg-
irnar sem formaður fram-
kvæmdastjórnarinnar. Framtíð-
arvinnan er eitt hið besta sem við
höfum gert á umliðnum árum. Ég
finn sjálfur til ábyrgðar að láta til
mín taka á þann hátt að leggja inn
hugmyndir að endurskoðun jafn-
aðarstefnunnar á tuttugustu og
fyrstu öldinni. Ég leyfi mér að
draga víðtækari ályktanir en hóp-
urinn getur gert. Sá er munurinn
á framtíðarhópnum og því sem ég
set fram í eigin nafni. Hins vegar
verð ég að segja að formannsslag-
urinn milli Össurar Skarphéðins-
sonar og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur hefur ekki skilað
nægilega frjórri umræðu um þá
endurskoðun á stefnumiðum sem
nú þegar fer fram og þarf að fara
fram meðal jafnaðarmanna innan
flokks og utan. Það var tilgangur
minn með ritgerð sem ég skrifaði
fyrr í vetur um þessa endurskoð-
un að koma þessum hugmyndum
af stað inn í formannsslaginn. Það
hefur að sumu leyti tekist en ekki
að öllu leyti. Þetta tengist títt-
nefndum umræðustjórnmálum.
Landsfundur Samfylkingarinnar hefst
á hádegi á föstudag. Þótt umræður
um hugmyndafræði, stefnu, mála-
flokka eða einstök mál einkenni
flokksþing og landsfundi stjórnmála-
flokkanna velta menn alveg sérstak-
lega fyrir sér kjöri í einstök embætti
og trúnaðarstöður. Það á sannarlega
við um formannsval og nú einnig kjör
varaformanns Samfylkingarinnar að
þessu sinni.
Skoðanakannanir hafa bent til þess
að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi
betur í viðureigninni við Össur Skarp-
héðinsson sitjandi formann. Plúsinn
gerði eina slíka könnun og voru nið-
urstöður birtar á Stöð 2 í gærkvöldi.
Af þeim sem afstöðu tóku fylgdu 67
prósent Ingibjörgu Sólrúnu að mál-
um en 33 prósent fylgdu Össuri.
Fylgismunur var minni á landsbyggð-
inni en að sama skapi meiri meðal
þeirra sem spurðir voru á höfuðborg-
arsvæðinu.
Hvenær er þátttaka lítil eða mikil?
Á að giska 60 prósent flokksbundinna
Samfylkingarmanna skila gildum at-
kvæðum í formannskjörinu en í gær-
kvöldi höfðu liðlega 11 þúsund at-
kvæði skilað sér af þeim tæplega 20
þúsund kjörseðlum sem sendir voru
flokksmönnum. Þeir sem gerst þekkja
segja þetta viðunandi þátttöku í póst-
kosningum. Menn hella úr eyrunum og
velta fyrir sér stöðunni. Tveir viðmæl-
endur Fréttablaðsins töldu í gær að lítil
þátttaka væri Össuri hagstæð en mikil
þátttaka kæmi Ingibjörgu Sólrúnu til
góða. Gallinn er bara sá að þátttakan
er eiginlega hvorki lítil né mikil.
Karl og kona eða kona og karl
Heldur lifnaði yfir spennufíklunum á
síðustu metrunum fyrir landsfundinn
þegar Lúðvík Bergvinsson tilkynnti að
hann gæfi kost á sér í varaformanns-
embættið líkt og hinn ungi Ágúst
Ólafur Ágústsson hafði gert. Þannig
var tryggt að kjósa yrði um varafor-
mannsembættið. Fréttablaðið hefur
heimildir fyrir því að Jóhanna Sigurð-
ardóttir íhugi einnig að blanda sér í
slaginn. Gamalreyndir jaxlar telja að
framboðsmálin skýrist ekki fyrr en síð-
degis á föstudag og jafnvel ekki fyrr
en eftir að úrslit í formannsslagnum
verða kunn á hádegi á laugardag. Þeir
segja sem svo að verði formaður
kona þurfi að kjósa karl sem varafor-
mann og öfugt; verði formaður karl
sé rétt að kjósa konu í embætti vara-
formanns.
Fjölga› getur í varaformannsslag fram á sí›ustu stundu
FBL. GREINING: TOPPSTÖÐUR Í SAMFYLKINGUNNI
!" #$%&"" ' (#$$%%& )*+ ), ) - )*+ ), ) ./
0)/ 1234 1567 8/9
:
!
"
#
!""$%! !
! & !!
$' !
!
"
!
"
– hefur þú séð DV í dag?
Kemst
hún
áfram
í þessu?
BÚNINGUR SELMU
FELLUR Í GRÝTTAN
JARÐVEG MEÐAL
TÍSKUFRÖMUÐA
JÓHANN HAUKSSON
BLAÐAMAÐUR
STEFÁN JÓN HAFSTEIN „Hins vegar verð ég að segja að formannsslagurinn milli Össur-
ar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur ekki skilað nægilega frjórri
umræðu um þá endurskoðun á stefnumiðum sem nú þegar fer fram og þarf að fara fram
meðal jafnaðarmanna innan flokks og utan,“ segir fráfarandi formaður framkvæmda-
stjórnar Samfylkingar.
ÁGÚST ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON
LÚÐVÍK BERG-
VINSSON
FRÉTTAVIÐTAL
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
UM HUGMYNDAFRÆÐI
JAFNAÐARMANNA
22-23 (360) 18.5.2005 21:53 Page 2