Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 23

Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 23
FIMMTUDAGUR 19. maí 2005 19 mtí›ars‡n STJÓRNMÁL Framtíðarhópur Sam- fylkingarinnar kynnti í gær tillög- ur sínar til stefnumótunar innan flokksins í fjölmörgum mála- flokkum. Kynntar voru tillögur sjö starfshópa sem starfað hafa síðan um áramót. Þetta er í annað sinn sem framtíðarhópurinn skilar til- lögum af sér en fyrri lotan var kynnt á flokksstjórnarfundi í október síðastliðnum og verða þær tillögur teknar til afgreiðslu á landsfundinum á laugardag. Tillögurnar sem kynntar voru í gær verða hins vegar ekki teknar formlega fyrir á landsfundinum, heldur einungis kynntar og þeim síðan vísað til áframhaldandi meðferðar innan flokksins og til afgreiðslu á stefnuþingi flokksins næsta vetur. Gera má ráð fyrir að tillögurnar taki einhverjum breytingum í því ferli. Jafnframt verður lagt til að landsfundurinn samþykki að endurnýja umboð framtíðarhópsins og feli honum áframhaldandi vinnu við framtíð- arstefnumótun flokksins fram að stefnuþingi. Málaflokkarnir sjö sem kynnt- ir voru í gær eru: Lýðræði og jafnrétti, Velferðarríkið sem hag- stjórnarhugmynd, Menning og listir – stefna um skapandi at- vinnugreinar, Leikreglur við- skiptalífsins, Ísland í samfélagi þjóðanna, Mannauður, framsækni og jöfnuður og Atvinnulíf, ný- sköpun og hagvöxtur. Aðspurð segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðar- hópsins, erfitt að nefna eitthvað sérstakt í þessum tillögum sem henni þyki markverðast. „Það er hins vegar margt ferskt og skemmtilegt þarna á ferðinni og ný sýn á flesta málaflokka. Ef ég á að nefna eitthvað eitt umfram annað þá kom plaggið um menn- ingarmál mest á óvart og á eflaust eftir að vekja talsverðar umræð- ur,“ segir hún. Þar vísar hún til þess að í til- lögum hópsins er meðal annars lögð áhersla á fjölbreytileika ís- lenskrar menningar, hvatt til að kraftar hennar verði virkjaðir og að þjóðernissinnuð einangrunar- stefna sé vont veganesti inn í 21. öldina. ssal@frettabladid.is Kosningaþáttaka: Á tólfta flúsund SAMFYLKINGIN Kosningu í for- mannskjöri Samfylkingarinnar lýkur klukkan 18:00 í dag. Flosi Eiríksson formaður kjörstjórnar segir að á tólfta þúsund manns hafi verið búin að kjósa í gær- kvöldi, en rétt innan við tuttugu þúsund manns fengu senda kjör- seðla. Flosi segir þetta mjög fjölmenna kosningu og þá fjölmennustu sinnar tegundar. „Auðvitað vill maður alltaf sjá meiri þátttöku.” Í kvöld klárum við að merkja þau atkvæði sem borist hafa inn á kjörskrá og stemmum hana af,“ segir Flosi. Atkvæðin verða talin á laugardagsmorgninum og úrslit tilkynnt á hádegi þann sama dag. - jh TILLÖGUR FRAMTÍÐARHÓPS Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristrún Heimisdóttir kynntu tillögur framtíðarhópsins sem kynnt- ar verða á landsfundi Samfylkingarinnar á laugardag. Nýjar tillögur framtíðarhóps verða eingöngu kynntar á landsfundi en ekki teknar til afgreiðslu: Framtí›arhópur fái n‡tt umbo› f481 Hægt er að gera umbætur með tilskipunum að ofan. Eigi menn að ná fram gagngerum umbótum þarf að gera það undir þeim for- merkjum að menn séu sáttir, skilji út á hvað umbæturnar ganga og séu tilbúnir að gera þær að sínum. Í þessu tel ég að sam- ræðustjórnmál felist. Þau eru einnig leið til þess að halda á lofti gildum jafnaðarstefnunnar án þess að stofnanir eða eftirlitsiðn- aður sé fenginn til þess að útfæra þær.“ Stórfyrirtækin bera ábyrgð Stefán Jón segir verðugt verkefni að skilgreina stöðu og ábyrgð stórfyrirtækja í nútímasamfélag- inu. „Þetta er mjög verðugt verk- efni. Við sjáum að auðvaldinu vex ásmegin. Á móti því tefli ég tveimur hugtökum um lýðræðis- væðingu en þar er hugtakið um félagsauð mjög mikilvægt. Fé- lagsauður er spurning um færni fólks sem gerir því kleift að kljást við afl auðvaldsins og stór- fyrirtækja. En þetta þarfnast lagastoðar og samfélagsgerðar sem knýr stórfyrirtækin til ábyrgðar. Ég nefni sem dæmi að lífeyrissjóðunum er ekki lýðræð- islega stýrt. Við eigum líka að leggja samfélagslegar skyldur á fyrirtæki sem fá aðgang að sam- eiginlegum auðlindum lands- manna, hvort heldur um er að ræða aðgang að fiskimiðum, orkulindum eða jarðnæði. Fyrir- tækin eiga að standa samfélags- lega ábyrg gagnvart starfsfólki sínu, réttindum og skyldum og umhverfinu svo nokkuð sé nefnt. Þetta stillir auðvaldinu upp við vegg. Ef það vill ekki vera hluti af samfélaginu viljum við hin held- ur ekki hafa það með okkur.“ Einkarekstur, ríkisrekstur eða ... Stefán Jón segir að á nýliðinni öld hafi jafnaðarmenn annars vegar hengt sig í ríkisafskipti til þess að verja velferðarkerfið og jöfnuð- inn en hins vegar hopað undan ný- frjálshyggjunni og einkavæðing- arstefnunni. Hann segir hvorugt ganga upp. „Þriðja leiðin er ef til vill sú leið sem Blair í Bretlandi og Schröder í Þýskalandi hafa fet- að, ekki alltaf með góðum árangri. Við eigum að efla það sem kalla mætti almenning (public sphere) sem miðlar á milli einkareksturs og opinbers reksturs. Þarna er gríðarlegt svigrúm til þess að færa út vald og verkefni með skil- greindu ábyrgðarsviði til fólksins í landinu. Þar nýtir einkarekstur sér arðsemiskröfuna og það getur átt vel við í sumum tilvikum. Í op- inberri þjónustu á þessi arðsemis- krafa ekki við en þá blasir við að opinberar stofnanir eru oft á tíð- um mjög þunglamalegar. Ég tel að einstaklingar og frjáls félagasam- tök eigi miklu auðveldara með að bregðast við þörfum þjónustu- markaðarins sem ég kalla svo. Ég sé til dæmis fyrir mér að grunn- skólar verði áfram í opinberum rekstri en jafnframt að við eigum eftir að nýta okkur miklu betur menntaframboð utan við grunn- skólanetið,“ segir Stefán Jón Haf- stein að endingu. ■ 22-23 (360) 18.5.2005 21:37 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.