Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 24
Einn stórvirkasti fjöldamorðingi
sögunnar sté aldrei fæti á vígvöll-
inn, hann sendi menn fyrir sig,
þoldi ekki blóð. Leópold II Belgíu-
konungur er nú að mestu fallinn í
gleymsku, en það er of snemmt,
eins og Adam Hochschild lýsir í
bók sinni Skuggi Leópolds kon-
ungs (1998). Leópold fylgdist
grannt með ævintýrum landkönn-
uðanna, sem leituðu að upptökum
Nílar. Þegar Stanley sneri aftur
heim frá Afríku úr mikilli frægð-
arför og hafði fundið Livingstone
nær dauða en lífi inni í miðjum
frumskógi eftir langa leit, þá
gerði Leópold boð fyrir Stanley og
fékk hann til að fara aftur suður
eftir að kaupa land og fílabein – í
vísindaskyni, nema hvað. Það
hafði ekki farið fram hjá kóngin-
um, að hollenzkur nýlenduliðsfor-
ingi, Peter Minuit, hafði keypt
Manhattan af indjánum fyrir 24
dollara. Stanley beit á agnið og
gerði eina 450 landakaupsamn-
inga með óskoruðum nýtingar-
rétti fyrir hönd Leópolds. Ætt-
bálkahöfðingjarnir í Kongó kunnu
hvorki að lesa né skrifa og gerðu
sér enga grein fyrir því, að þeir
voru að selja frá sér land og fólk.
Það var eftir miklu að slægjast:
Kongó var 80 sinnum stærri en
Belgía að flatarmáli: meira flæmi
en England, Frakkland, Þýzka-
land, Spánn og Ítalía samanlagt.
Bandaríkjamenn viðurkenndu yf-
irráð Leópolds yfir Belgísku
Kongó 1884, og Frakkar gerðu
sama skömmu síðar. Landamærin
voru innsigluð með samningum á
Berlínarfundinum 1885.
Og þá hófst gúmmíæðið.
Þannig vildi til, að John Dunlop
dýralæknir á Írlandi var að dytta
að reiðhjóli sonar síns og datt þá
ofan á loftfyllta gúmmídekkið.
Þessi uppfinning kom sér vel fyr-
ir Leópold, því að í Kongó var nóg
af gúmmítrjám: nú lét hann sína
menn þar suður frá þröngva inn-
fæddum til að vinna gúmmí baki
brotnu. Konum og börnum var
haldið í gíslingu á meðan; ef menn
skoruðust undan, voru konurnar
drepnar og börnin. Vinnulaun
voru bönnuð með lögum, og verzl-
unareinokun var komið á.
Belgíska Kongó var óskoruð
einkaeign Leópolds konungs í 23
ár, 1885-1908. Lífið lék við hann.
Harðstjórnin spurðist út.
Bandaríski rithöfundurinn Mark
Twain var í hópi þeirra, sem skáru
upp herör gegn þrælahaldinu í
Kongó. Brezki höfundurinn Jos-
eph Conrad fór um svæðið og
skrifaði skáldsögu um ástandið
(Heart of Darkness, 1902). Leó-
pold brást við áreitinu með því að
múta blaðamönnum, ritstjórum
og stjórnmálamönnum í stórum
stíl og stofnaði m.a.s. eigið forlag
til að gefa út bækur í þágu ný-
lendukúgunarinnar og árásir á
andstæðinga sína, en þeir gáfu sig
ekki. Skipin, sem fluttu fílabein
og gúmmí í tonnatali frá Kongó til
Evrópu, fluttu nær ekkert til baka
annað en byssur og kúlur. Fyrir
hverja kúlu þurfti herinn í Kongó
skv. tilskipun að skila einni af-
höggvinni hendi á móti. En menn
Leópolds höfðu líka gaman af
villidýraveiðum og hjuggu þá
hendurnar af lifandi fólki til að
standa í skilum. Afskornir útlimir
voru vörumerki nýlendustjórnar-
innar. Bretar sendu mann suður
eftir til að skrifa skýrslu um
ástandið. Á endanum, 1908,
neyddist belgíska stjórnin vegna
vondrar pressu til að taka við
rekstri nýlendunnar, yfirtók allar
skuldir og greiddi kónginum
skaðabætur. Ég heyri fyrir mér
ræðurnar, sem hann hlýtur að
hafa haldið um helgi eignarréttar-
ins. Stjórnartíð hans kostaði 8-10
milljónir mannslífa.
Leópold II var ekki einn um
ódæðisverk í Afríku. Ferill ann-
arra nýlenduvelda er einnig blóði
drifinn. En Leópold var stórtæk-
astur. Nýlenduveldin skildu ekki
eftir sig lýðræði eins og þau
bjuggu við heima fyrir, heldur
harðýðgi, einræði og arðrán. Það
hefur ekki reynzt auðvelt fyrir
Afríkuþjóðir að brjótast undan
skugganum. Þegar Kongó hlaut
sjálfstæði 1960, höfðu 30 heima-
menn lokið háskólaprófi: þar voru
engir verkfræðingar, engir lækn-
ar, engir búfræðingar. Fólkið stóð
þarna með tvær hendur tómar (og
kopar, gull, demanta, olíu, úraní-
um). Í hátíðarræðu sinni við sjálf-
stæðistökuna sagði Baldvin Belg-
íukonungur: ,“Nú stendur það upp
á ykkur, herrar mínir, að sýna, að
þið séuð trausts okkar verðir.“
Helzti stjórnmálaforingi landsins,
dr. Patrice Lúmúmba, var myrtur
m.a. skv. tilskipun Eisenhowers
Bandaríkjaforseta. Dag Hammar-
skjöld, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, var einnig myrt-
ur í Kongó, trúlega að undirlagi
belgískra viðskiptajöfra, sem
vildu fá að sitja að auðlindum
landsins í friði. Móbútú hershöfð-
ingi var ekki lengi að velja sér
fyrirmynd, þegar hann náði völd-
um í landinu 1965. ■
19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
MÁL MANNA
SIGURJÓN M. EGILSSON
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur oft dæmt
gegn íslenska ríkinu. Davíð Oddsson hefur viðrað
hugmynd um takmörkun á starfi dómstólsins.
Útrás
stjórnmálanna
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
RÆTUR ARÐRÁNS OG
ÓSTJÓRNAR Í AFRÍKU
ÞORVALDUR
GYLFASON
Leópold II var ekki einn um
ódæ›isverk í Afríku. Ferill
annarra n‡lenduvelda er
einnig bló›i drifinn. En Leó-
pold var stórtækastur. N‡-
lenduveldin skildu ekki eftir
sig l‡›ræ›i eins og flau bjuggu
vi› heima fyrir, heldur har›-
‡›gi, einræ›i og ar›rán.
Belgíska Kongó
Ólík vinnubrögð
Vefþjóðviljanum finnst meðferð fjöl-
miðla á úrsögn Gunnars Arnar Örlygs-
sonar úr Frjálslynda flokknum og inn-
göngu í Sjálfstæðisflokkinn athyglisverð.
Þeir séu stöðugt að rifja upp fyrri skoð-
anir hans. Slík vinnubrögð hafi ekki
tíðkast áður. Rifjar blaðið í því sam-
bandi upp þegar Ólafur F. Magnússon
borgarfulltrúi gekk úr Sjálfstæðisflokkn-
um og síðar til liðs við Frjálslynda flokk-
inn. Það hafi einkum verið á
þeirri forsendu að Sjálf-
stæðisflokkurinn iðkaði
of harða hægristefnu.
„Þetta var fyrir þá tíð er
íslenskir blaðamenn
sóttu námskeið í
notkun leitarvéla.
Enginn hváði þegar Ólafur yfirgaf flokk
sinn heldur fékk hann miklu fremur
klapp á bakið fyrir að fylgja sannfær-
ingu sinni. Síðan hefur Ólafur komist
upp með það óáreittur að halda því
fram að hann sé fulltrúi mannúðar og
mildi í veröldinni en fyrrum félagar
hans í Sjálfstæðisflokknum séu erind-
rekar hörkunnar og ofstopans, einka-
væðingaræðis og nýfrjálshyggju.“
Brautryðjandi
Svo spyr Vefþjóðviljinn: „En fyrir hvað
ætli Ólafs F. Magnússonar verði einkum
minnst í Sjálfstæðisflokknum? ... Ætli
Ólafur F. Magnússon ... hafi sagt við þá-
verandi félaga sína að það væri
kannski í lagi að einkavæða fyrirtæki
eins og banka og fiskimjölsverksmiðjur
með tíð og tíma en einkavæðing vel-
ferðarkerfisins kæmi aldrei til greina?
Nei, þegar betur er að gáð verður Ólafs
F. Magnússonar líklega einkum minnst
fyrir það í Sjálfstæðisflokknum að hafa
boðað einkavæðingu í hinu svonefnda
velferðarkerfi, nánar tiltekið í heilbrigð-
iskerfinu. Hann má jafnvel eiga það að
hann var á vissan hátt brauðryðjandi í
Sjálfstæðisflokknum fyrir slíkum sjónar-
miðum og gagnrýndi flokkinn harðlega
fyrir að hafa ekki gengið nógu vasklega
fram í þessum málum.“ Lokaorð Vef-
þjóðviljans eru: „Þetta hefur auðvitað
enginn rifjað upp en ef Ólafur F. Magn-
ússon gengur aftur í Sjálfstæðisflokkinn
getur Vefþjóðviljinn lofað að blaða-
menn munu grípa til hinnar nýfengnu
kunnáttu sinnar“.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Davíð Oddsson hefur talað. Hann vill að MannréttindadómstóllEvrópu breyti um kúrs. Hann vill að dómstóllinn hætti aðvera áfrýjunardómstóll í málum þar sem borgarar eru ósátt-
ir í samskiptum sínum við ríkisvaldið. Fréttablaðið vitnar í ræðu ráð-
herrans á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Varsjá þar sem hann sagði
brýna þörf á umbótum á störfum Mannréttindadómstóls Evrópu í
ljósi þess hve málum sem til hans bærust hefði fjölgað mikið.
Davíð talaði fyrir þekktri aðferð, aðferð sem er notuð hér heima.
Á Íslandi tíðkast að leggja af eða leggja stein í götu þeirra stofnana
sem ekki eru stjórnvöldum að skapi. Nýjasta dæmið er Mannrétt-
indaskrifstofan, en mál hennar er okkur Íslendingum enn í fersku
minni. Fleiri dæmi eru til, svo sem Þjóðhagsstofnun, Náttúruvernd,
Veiðimálastofnun, svo nokkur séu nefnd.
Getur verið að bitur reynsla íslenskra ráðamanna af niðurstöðum
Mannréttindadómstólsins ráði einhverju um vilja þeirra til að hann
starfi með öðrum hætti en nú er? Það er nú þannig að íslensk stjórn-
völd og dómstólar hafa margoft fengið á baukinn hjá dómstólnum.
Þegar svo gerist hér heima er oftast gripið til þess ágæta ráðs að
leggja stofnun af eða særa.
Nýjasta áfelli íslenska valdsins gagnvart þegnum sínum er mál
Kjartans Ásmundssonar, sem skaut íslenskum dómum til Mannrétt-
indadómstólsins. Dómstóllinn komst að því að réttur hefði verið brot-
inn á Kjartani, en örorkubætur hans höfðu verið skertar vegna breyt-
inga á reglum. Honum tókst ekki að ná fram réttlæti á Íslandi. Kjart-
an hafði möguleika, það er að senda málið áfram til fjölþjóðadóm-
stóls, sem tók undir sjónarmið hans. Niðurstaðan breytti miklu fyrir
Kjartan og aðra sem eins var ástatt um.
Mörg önnur mál, og örlítið eldri, eru fyrir hendi þar sem Íslending-
ar hafa neyðst til að leita út fyrir landsteinana vegna óréttlætis sem
þeir sæta hér heima. Þess vegna er það vond tilhugsun að íslenskir
ráðamenn hafi forgöngu um að gerðar verði breytingar á þeim örygg-
isventli sem Mannréttindadómstóll Evrópu er, til að veikja eða útiloka
möguleika borgaranna til að fá réttláta niðurstöðu í málum sem þarf
að höfða gegn valdinu. Á skömmum tíma hefur Mannréttindadóm-
stóllinn fellt sjö dóma yfir íslenskum yfirvöldum, þar sem einstak-
lingar hafa risið upp og kostað miklu til að fá rétt sinn viðurkenndan.
Frægast er sennilega mál Jóns Kristinssonar, sem var sakfelldur
fyrir umferðarlagabrot. Jón sættist ekki á að sama yfirvald rannsak-
aði brotið og dæmdi. Jón varð að leita til Mannréttindadómstólsins,
sem tók undir með honum. Niðurstaðan var áfelli fyrir valdið hér á
landi og varð til þess að breyta varð lögum.
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur var sakfelldur fyrir að skrifa um
lögreglumann, en þáverandi lög bönnuðu óþægileg ummæli um opin-
bera starfsmenn, jafnvel þótt sönn væru. Það var ekki fyrr en eftir að
Mannréttindadómstóll Evrópu fann að lagagerðinni hér heima að lög-
gjafinn, það er Alþingi, neyddist til að taka úr almennum hegningar-
lögum ákvæði um að ekki mætti tala eða skrifa illa um opinbera
embættismenn.
Davíð Oddsson vill að verksvið Mannréttindadómstólsins verði
takmarkað. Gangi það eftir missir íslensk þjóð ákjósanlega leið til að
verja rétt sinn gegn á stundum fjandsamlegu kerfi valdamanna og
embættismanna. ■
24-25 Leiðari 18.5.2005 21:48 Page 2