Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.05.2005, Qupperneq 28
Wal Mart opnar í Peking Hætt er við að íslenska viðskiptasendinefndin falli í skuggann á opnun fyrstu Wal Mart-verslunarinnar í Peking. Kínverjar fjölmenntu, enda ekki annað hægt þegar þessi 1,3 milljarða þjóð á í hlut við opnun verslunarinnar, og létu sér vel líka innkomu þessa smásölurisa í verslanaflóruna. Fleiri stórar smásölukeðjur hugsa sér gott til glóðarinnar í Kína. Breska keðjan Tesco, sem hefur átt miklu láni að fagna í heimalandinu, er á fleygiferð að undirbúa fram- rás á kínverska markaðnum. Tesco er stærsti viðskiptavin- ur Bakkavarar, sem einmitt hefur verið að byggja upp starfsemi sína í Austurlönd- um fjær. Nóg að gera í Kína Annars virðist nóg að gera hjá sendinefndinni í Kína. Björgólfur Thor búinn að skrifa undir viljayfir- lýsingu um símafjarskipti, Hannes Smárason búinn að leigja Kínverjum þotur. Þá er búið að ganga frá hitaveitusamningi og Össur búinn að setja fótinn inn fyrir dyr Kínaveldis. Þá er Sæplast búið að opna skrif- stofu í Kína. Næsta skref í útrás Íslend- inga í Kína er væntanlega að bjóða þjóðinni upp á nám- skeið í kínversku. Kínverjar eru 4.500 sinnum fleiri en við og ef innrás íslensks við- skiptalífs á að heppnast verða í það minnsta nokkur hundruð Íslendinga að vera talandi á kínversku. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.079* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 217 Velta: 977 milljónir +0,63% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hef- ur lækkað undanfarna daga. Fram kemur í Morgunkorni greiningar- deildar Íslandsbanka að þetta gerist í kjölfar hækkunar sem varð þegar tilkynnt var um breyttan út- reikning Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Verðbólga í Bretlandi er nú í sjö ára hámarki, þó er ekki gert ráð fyrir vaxtahækkunum í bráð. Þetta kom fram í fréttabréfi grein- ingardeildar KB banka. Hlutabréf í Japan hækkuðu lítil- lega í gær. Nikkei vísitalan hækk- aði um 0,09 prósent. Vyto Kab hefur sagt sig úr stjórn Flögu. 28 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR Aðeins verður litið til verðs við mat á bindandi tilboðum. Óánægja ríkir með yfirlýsingar hóps fjárfesta í fjölmiðlum. Alls bárust fjórtán óbindandi tilboð í hlutabréf ríkisins í Sím- ann áður en frestur rann út í fyrradag. Samkvæmt upplýsing- um frá einkavæðingarnefnd standa 37 fjárfestar að baki til- boðunum, innlendir og erlendir. Nöfn þeirra verða gefin að lokinni yfirferð. Það á ekki að taka lengri tíma en viku. Þeim fjárfestum sem uppfylla almennar kröfur og skilyrði verð- ur boðið að fá frekari upplýsingar um Sím- ann í gegnum kynning- ar, heimsóknir og áreið- anleikakannanir. Á grundvelli þeirra at- hugana geta aðilar gert bindandi tilboð. Eins og kom fram í Markaðinum í gær verður aðeins litið til verðs við mat á bindandi kauptilboðum. Gengið verður til viðræðna við hæstbjóðendur. Ef munur á hæstu boðum verður fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gert kleift að senda inn nýtt og hærra tilboð. Samdægurs verða þau opnuð í viðurvist bjóðenda og fjölmiðla eins og í fyrra skiptið. Í gær var send fréttatilkynn- ing á fjölmiðla frá Ólafi Jóhanni Ólafssyni, Almenningi ehf., Burðarási, Tryggingamiðstöðinni, Talsímafélaginu og KEA þess efn- is að þessir aðilar muni standi saman að tilboði í Símann. Þar er meðal annars upplýst að enginn fjárfestanna muni eiga meira en 35 prósent og selja eigi almenn- ingi þrjátíu prósent. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gætir mikillar óánægju með þessa yfirlýsingu meðal ann- arra bjóðenda og framkvæmdar- aðila sölunnar. Í því sambandi er bent á ákvæði í trúnaðarsamningi sem segi að væntanlegir bjóðend- ur megi ekki upplýsa um neina þætti sem snúa að mögulegum kaupum á Símanum. Þetta sé því ekki samkvæmt settum reglum. bjorgvin@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 42,50 +1,43% ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 34,20 +0,59% ... Burðarás 14,50 +2,47% ... FL Group 14,70 – ... Flaga 5,00 – ... Íslandsbanki 13,20 +0,38% ... KB banki 537,00 +0,37% ... Kögun 63,20 – ... Landsbankinn 16,50 +0,61% ... Marel 56,00 – ... Og fjarskipti 4,23 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 +0,85% ... Össur 79,50 -0,63% Fjórtán tilboð bárust í Símann Burðarás 2,47% Jarðboranir 2,44% Actavis 1,43% Hampiðjan -2,99% Össur -0,63% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Fimm þotur í eigu FL Group fara beint í átta ára útleigu til Air China. FL Group hefur samið við Air China um leigu á fimm Boeing 737-800 vélum til átta ára. Um er að ræða vélar sem FL Group pant- aði fyrir skemmstu en þá var því lýst yfir að til greina kæmi að leigja þær út. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá félaginu að Icelease ehf., dótturfélag FL Group, hafi undir- búið samningana við Air China en Icelease sér um kaup, sölu og út- leigu á flugvélum fyrir hönd sam- stæðunnar. „Við kaupin á vélunum fyrr á þessu ári gerðum við áætlanir í samvinnu við japanska flugvéla- leigufyrirtækið Sunrock um að koma vélunum á markað í Asíu og víðar. Það hefur gengið vonum framar,“ er haft eftir Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni FL Group, í fréttatilkynningunni. Vélarnar fara beint til Kína þegar þær koma úr framleiðslu hjá Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum, en alls hefur FL Group pantað fimmtán vélar af gerðinni Boeing 737-800. Vélarnar sem Air China hefur leigt verða afhentar á fyrri hluta næsta árs. - þk Leigir flugvélar til Kína STJÓRNARFORMAÐUR KYNNIR KAUP Hannes Smárason á blaðamannafundi í janúar þar sem kynnt voru kaup á Boeing 737-800 vélum. Hluthafar efast um að Skandia sé réttur kostur. Fjármálasérfræðingar eru efins um réttmæti þess að suður- afríska tryggingafélagið Old Mutual kaupi Skandia. Eignastýr- ingarfélagið Jupiter, sem er einn stærsti hluthafinn í Old Mutual með tveggja prósenta hlut, hvatti aðra hluthafa til að mótmæla áformum stjórnar félagsins að bjóða í Skandia. Philip Gibbs, tals- maður Jupiter, telur að staða Jim Sutcliffe, forstjóra Old Mutual, geti verið í hættu ef félagið fer út í yfirtöku í andstöðu við marga hluthafa. Fleiri hluthafar hafa lýst efasemdum sínum um fyrir- ætlanir fyrirtækisins. Margir telja að Skandia sé of stór biti til að kyngja. Old Mutual er skráð í kauphöll- um fimm landa, þar á meðal þeirri bresku, og er markaðsvirði þess um 560 milljarðar króna. Til sam- anburðar er virði Skandia um 380 milljarðar króna. Ljóst er að Old Mutal verður að gefa út nýtt hlutafé ef af kaupunum verður og líklega að skuldsetja sig til viðbót- ar. Þetta myndi verða stærsta yfirtakan í sögu fyrirtækisins en Skandia er næststærsta trygg- ingafélag Norðurlanda. - eþa *Tölur frá um kl. 15 í gær. Nýjustu tölur á Vísi. SAMANBURÐUR Á KB BANKA, SKANDIA OG OLD MUTUAL (allar tölur í milljörðum) Félag Markaðsvirði KB banki 355 Old Mutual 560 Skandia 380 Stjórn Old Mutual í vanda STÓRIR HLUTHAFAR KB banki á um tíu milljarða hlut í Skandia. Old Mutual hefur lýst yfir áhuga á að yfirtaka Skandia en margir hluthafar eru mótfallnir þeirri hugmynd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. RÁÐGJAFAR MORGAN STANLEY Væntanlegir til- boðsgjafar skrifuðu undir samning sem bindur hendur þeirra við upplýsingagjöf til fjölmiðla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 28-61 (28-29) Viðskipti 18.5.2005 17:16 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.