Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 40
4 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Breyta nafni á LANDAKORTI
Ferðamálasamtök á
Suðurlandi, Suðurstrandar-
hópurinn, vinna nú að
endurgerð korts sem kallað
var Lágsveitarkort. Nafn
kortsins er talið fremur
hallærislegt og nýja landa-
kortið gengur undir nýju
nafni, Suðurstrandarkort,
þó að það sé af sama svæði.
„Varla er hægt að segja að mikið
hafi verið gert fyrir ferðamenn í
Þorlákshöfn. Að vísu er tjald-
svæðið hérna mjög huggulegt og
góð aðstaða fyrir ferðamenn en í
sumar verður aðstaðan bætt enn
frekar. Einnig má geta þeirrar
vinnu sem ferðamálasamtök á
Suðurlandi leggja í endurgerð
landakorts sem fær nýtt nafn,“
segir Barbara Guðnadóttir,
menningarfulltrúi Ölfuss.
„Á Suðurstrandarkortinu hafa
stígar verið merktir og göngu-
stígakort er í bígerð. Það er
margar fínar gönguleiðir að
finna hérna í Ölfusinu. Við setj-
um upp sýningu í Ráðhúsi stað-
arins með uppstoppuðum fisk-
um á næstu dögum og þar get-
ur m.a. að líta tunglfiskinn sem
veiddist hérna í höfninni í
haust. Hann er tveggja metra
langur og hár og verður til sýn-
is í sérstöku glerhýsi. Einnig má
geta þess að við erum mjög stolt
af golfvellinum okkar, sem er 18
holu. Hann er byggður á sandi,
þ.e.a.s. grasið á golfvellinum er
sáð á sand sem gerir hann
mjúkan og vinsælan meðal
golfiðkenda. Golfvöllurinn er á
hægri hönd rétt áður en komið
er inn í bæinn.
Geta má þess að í Þorlákshöfn
eru jafnan haldnir Hafnardagar
á sumri hverju og í ár verða
Hafnardagarnir helgina eftir
verslunarmannahelgina. Sjó-
mannadagurinn verður einnig
stór viðburður hjá okkur þegar
að honum kemur.“
„Hér er eitt mesta uppgangssvæðið
á landsbyggðinni. Í síðasta mánuði
var 50 lóðum úthlutað á Selfossi og
voru umsóknir um 5.000 talsins,“
segir Grímur Hergeirsson, verkefn-
isstjóri Árborgar með staðsetningu
á Selfossi.
„Fólk sem flytur hingað kemur
að stórum hluta af höfuðborgar-
svæðinu og vilja margir meina að
hér sé afslappaðra andrúmsloft og
barnvænna umhverfi. Lengi vel
voru ekki neinir biðlistar á leik-
skóla hér, en þessi öra fjölgun
undanfarið hefur gert það að verk-
um að einhverjir biðlistar hafa
myndast.
Það er mikil vinna að halda í við
fjölgunina. Við hérna í Árborg, á
Selfossi og í Hveragerði, lítum hálf-
partinn á okkur sem höfuðborgar-
búa eða sem jaðaríbúa höfuðborg-
arinnar. Það er ekki nema hálftíma
keyrsla til höfuðborgarinnar, enda
er alltaf að færast í vöxt að fólk
sem sækir vinnu í höfuðborginni
kjósi að búa á einhverjum þéttbýl-
isstaða Árborgar. Þeir sem keyra
þarna á milli á hverjum degi skipta
orðið hundruðum. Það er því að
vonum mikið hagsmunamál fyrir
okkur að umferðarmálin séu í góð-
um farvegi.“
Grímur segir að á Selfossi sé
blómlegt mannlíf og íbúar bæjarins
njóti óneitanlega nálægðarinnar
við höfuðborgina. „Þó er hægt að
sækja hingað mestalla þjónustu.
Íbúar á Selfossi þurfa til dæmis ekki
lengur að fara í bíó í höfuðborg-
inni, því bíó var opnað hér í nýrri
viðbyggingu hótelsins fyrir sköm-
mu.
Segja má að Árborgin sé mjög
miðsvæðis, hér eru um 5.000 sum-
arbústaðir í næsta nágrenni. Fólk er
alltaf að lengja íveru sína í þeim og
dvelur í mörgum tilfellum flestar
helgar ársins. Það er því dulin bú-
seta hér allt í kring og mikil þjón-
usta við sumarbústaðina. Gestir
sumarbústaðanna sækja hingað í
verslanir, sund og alls konar afþr-
eyingu. Gullni hringurinn er hér í
næsta nágrenni við okkur og við
njótum þess óneitanlega í allri
þjónustu. Síðan er straumur ferða-
manna alltaf að aukast hér í
lágsveitir Árnessýslu og þegar
margumtalaður Suðurstrandarveg-
ur kemur á þjónusta okkar eflaust
enn eftir að aukast,“ segir Grímur.
„Við erum að rækta rétt undir eina
milljón plantna fyrir Vestlendinga,
Sunnlendinga og fleiri. Hér eru
skógarplöntur áberandi, einar fimm
tegundir af greni, 3-4 tegundir af
furu, birki, lerki, víðir og reynir,“
segir Hólmfríður Geirsdóttir, annar
eigenda á Garðyrkjustöðinni Kvist-
um í Aratungu.
„Ræktun okkar er í landshluta-
bundnu verkefni skógarbænda. Við
fluttum hingað árið 2000 en byrj-
uðum ræktina 1999. Frá því að við
byrjuðum hafa farið að meðaltali
6-700 þúsund plöntur á ári og því
hafa farið héðan um það bil 3,5
milljónir plantna.“
Grímur Hergeirsson, verkefnisstjóri Árborgar, hefur tekið eftir því að íbúar höfuðborgarinnar sækja í auknum mæli í lóðir á Selfossi.
Mikill uppgangur er á Selfossi.
Nýtur nálægðarinnar
við höfuðborgina
Í Árborg er mikil fólksfjölgun, uppbygging og eftirspurn eftir lóðum. Lóðaverð hefur
hækkað, þó að lóðir séu ekki jafn dýrar og á höfuðborgarsvæðinu.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen
hafa verið afkastamikil í ræktun plantna
fyrir Vestlendinga og Sunnlendinga.
Framleiðsla plantna á fjórðu milljón
Barbra Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss á Þorlákshöfn, er hér með veg-
legan krabba sem verður meðal sýningargripa í ráðhúsi staðarins.
• Hveragerði
• Þorlákshöfn
• Selfoss
• Laugarás
• Hella
• Hvolsvöllur
• Vík
• Kirkjubæjarklaustur
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands
Öflug undir
einu merki
04-05 suðurland OK lesið 18.5.2005 17.02 Page 2