Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 44

Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 44
„Síðan ég hóf störf hjá Byggðasafni Árnesinga fyrir þrettán árum síðan hefur orðið gjörbylting á allri af- þreyingu fyrir ferðamenn á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Húsið á Eyrar- bakka hefur þó alltaf mikið afdrátt- arafl, enda er það eitt elsta timbur- hús á Suðurlandi og í hópi elstu bygginga á Íslandi. Það var flutt til- sniðið til landsins á tímum einok- unarverslunar, árið 1765, og var stokkbyggt á tveimur hæðum ásamt hanabjálkalofti. Sennilega byggðu danskir smiðir húsið, en Þorgrímur Þorláksson múrari frá Bessastöðum múraði það sem því tilheyrði,“ segir Lýður Pálsson, forsvarsmaður Byggðasafns Árnesinga. Lýður hóf störf hjá Byggðasafni Ár- nesinga 1992 en þá var byggða- safnið til húsa á Selfossi. „Árið 1995 voru sýningar hafnar hér að nýju í Húsinu á Eyrarbakka og þá má segja að ákveðin skriða hafi far- ið af stað. Hér á Eyrarbakka var þá til staðar sjóminjasafn og á Stokks- eyri voru þá Þuríðarbúið og Rjóma- búið að Baugsstöðum.“ Lýður getur þess að reynt hafi verið að stilla upp öllu í Húsinu eins og fólk hafi bara rétt brugðið sér frá. „Frá 1765 til 1926 var Húsið heim- ili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrarbakkaverslunar. Það fékk fljótlega á sig viðurnefnið Húsið vegna þess að lengi fram eftir 19. öld var ekkert annað íbúðarhús úr timbri á Eyrarbakka. Segja má að blómaskeið verslunarstaðarins hafi verið á árunum 1847-1919 þegar Húsið var í eigu Jakobs Lefolii og sonar hans, Andreas Lefolii, en þá var mikill uppgangur á Eyrarbakka. Eftir 1920 komu upp margháttaðir erfiðleikar í verslun á Eyrarbakka og í lok þriðja áratugar síðustu ald- ar lenti Húsið um tíma í eigu Lands- banka Íslands. Árið 1932 urðu hjónin Halldór Kr. Þorsteinsson og Ragnhildur Pétursdóttir eigendur Hússins og hófust þau handa um endurbætur undir leiðsögn Matthíasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar, sem hafði hvatt þau til kaupanna. Árið 1992 keypti ríkis- sjóður Húsið og gerði samkomulag um framtíðarskipan þess. Þjóð- minjasafn Íslands tók þá við eign- inni fyrir hönd ríkisins en Byggða- safn Árnesinga flutti starfsemi sína þangað 1995 og opnaði almenningi til sýnis. Eyrarbakkahreppur, nú sveitarfélagið Árborg, hefur alla umsjón með lóð og lóðafram- kvæmdum í dag. Segja má að nýjabrumið sé nú farið að mestu af Húsinu hvað Íslendinga snertir og hlutfall útlendinga er alltaf að aukast. Á síðasta ári kom Margrét Danadrottning í heimsókn hingað í Húsið og urðum við sér- staklega að aftengja brunavarnar- kerfi hússins. Eins og kunnugt er reykir Danadrottning mikið og næstu dagana eftir komu hennar gat hér að líta í öskubökkum kon- unglega sígarettustubba,“ segir Lýður. 8 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Guesthouse Árhús / Rangárbakkar 6 / 850 Hella tel. +354-487 5577 / fax. +354-487 5477 /arhus@arhus.is Bjóðum upp á tjaldstæði, veitingahús og smáhúsagistingu. Gerum tilboð í stóra sem smáa hópa. Listasafn Árnesinga í Hveragerði Opið alla daga í sumar kl 11:00 – 17:00. Jonathan Meese með sýningu í safninu í samstarfi við Listahátíð. Kaffistofan opin á sama tíma. Gisting í lúxus bústöðum í fallegu umhverfi. Bjóðum alla velkomna að gista að Minniborgum Í húsunum er m.a. Internet-tenging, Heitir pottar, Sérsturta fyrir heitan pott, Upphengt wc, Gasgrill við hvert hús,28î sjónvarp og DVD spilari, 21î sjónvarp og myndbandstæki, Lúxus dýnur í öllum rúmum, Uppþvottavél í eldhúsi, Vönduð eikarhúsgögn, Aðgangur að þvottavél og þurrkara Bjóðum uppá góða aðstöðu fyrir hópa, stóra sem smáa í minni húsum t.d. Ættarmót / Afmæli / Starfsmannafélög / Fjölskyldur Minniborgir.is - Minni-Borg, Grímsnesi, 801 Selfoss info@minniborgir.is www.minniborgir.is Minniborgir.is 1 2 3 1 2 3 4 5 6 7 Við smíðum fyrir þig Sími 893-6866 Matvörur allan daginn frá morgni til kvölds. Opnum kl. 9.00 (sun. kl. 10.00). Lokum kl. 21.00. Sjö daga vikunnar. Kæru Sunnlendingar og ferðafólk „Umráðasvæði okkar, uppsveitir Árnessýslu frá Þingvöllum að Þjórsá, er mest sótta ferðamanna- svæði landsins enda erum við í hin- um sígilda Gullna hring: Gullfoss – Geysir – Þingvellir. Fjöldi ferða- manna er stöðugt að aukast og í takt við fjölgunina er sífellt verið að byggja á nýjum stöðum til að sinna fjölguninni,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í Aratungu. „Hér eru margir þéttbýliskjarnar og á svæðinu eru fjögur sveitarfélög sem vinna mjög náið saman. Síðast þegar við töldum var tala gesta svæðisins vel yfir 400.000 á árs- grundvelli. Samgöngukerfið hefur til allrar hamingju tekið stórstígum framförum og loks er búið að loka Gullna hringnum, bundið slitlag er komið á hann allan. Víða eru þó ak- brautir allt of mjóar og of mikið um einbreiðar brýr. Það eru ekki bara erlendir ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu, heldur einnig íslenskir sumarbústaðaeigendur sem keyra mikið um svæðið og því mikilvægt að samgöngukerfið sé í lagi.“ Ásborg heldur því fram að já- kvæðni íbúanna sé mjög einkenn- andi fyrir þetta stóra svæði. „Hér fagna allir ferðamönnum enda hafa þeir lifibrauð sitt af þeim. Hér eru allir ánægðir með lífið og gott að búa. Það tekur okkur heldur ekki langan tíma að skutlast í bæinn, kannski í mesta lagi einn og hálfan tíma. Í Aratungu hefur orðið tölu- verð mannfjölgun á undanförnum árum. Hér búa um 130 manns en nýtt hverfi hefur myndast hér á síð- ustu árum. Það er þannig með upp- sveitirnar hérna að ef eitthvað losnar, þá er um leið komin eftir- spurn. Það er öfugt miðað við það sem gerðist hér fyrir nokkrum árum, en þá var fólk í erfiðleikum með að selja eignir sínar. Það er að færast í aukana að fólk sæki út fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Lýður Pálsson, forsvarsmaður Byggðasafns Árnesinga, hefur um þrettán ára skeið unnið fyrir Byggðasafnið. Gjörbylting í afþreyingu Á undanförnum tíu árum hefur orðið gjörbylting í afþreyingu fyrir ferðamenn á Stokkseyri og Eyrarbakka. Sprottið hafa upp fjölmörg sýningarsetur, einkum á Stokkseyri. Jafnframt hefur veitingastöðum fjölgað á svæðinu. Þeir eru nú orðnir fjórir en aðeins einn veitinga- staður var þar fyrir tíu árum. Það leynir sér ekki á innanstokksmunum í Húsinu á Eyrarbakka að flest allt þar innan- húss er komið vel til ára sinna. Yfir 400.000 ferðamenn á síðasta ári Þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna í uppsveitum Árnessýslu frá Þingvöllum að Þjórsá er ekki nema 2.500 manna byggð á þessu stóra svæði. Meirihluti íbúanna hefur atvinnu af þjónustu við ferðamenn. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í Aratungu, kann vel við sig í ylræktinni þar sem ræktuð eru blóm af öllum tegundum. 08-09 suðurland x lesið 18.5.2005 16.21 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.