Fréttablaðið - 19.05.2005, Síða 49
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ {SUÐURLAND } ■■ 13
Verktaki í landbúnaði
130 hö. Dráttavél - 4.6m pinnatætari
5 skæra plógur - 9 tonna sturtuvagn
12 tonna rúlluvagn - 3 m raðsáðvél
6,8m sláttuvél, aftan og framan
4m valtari - Rúlluvél - Pökkunarvél
Veiti alhliða ráðgjöf í jarðvinnslu.
Strá ehf. - Sími 894-1106
Efnakarfan ehf.
Mikið úrval af fataefnum, gardínuefnum og öllu til sauma.
Bútasaumsefni og tilheyrandi í miklu úrvali. Flytjum allt inn
sjálf. Einnig erum við með umboð fyrir rúllugardínur, screen,
rimlagardínum, allskonar stöngum ofl. Vogue og bútabaer.is
Eyrarvegi 15 / Selfossi / s. 482 2930
Opið yfir sumartímann kl.11-18 og lau kl.11-14
Kvöld í HVERÓ
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur
Kristjánsson efna til tónleika í
Selfosskirkju, í samvinnu við
menningarhátíðina Vor í Árborg.
Stefán og Eyfi eru nánast orðnir
stofnanir í íslensku poppi og er
þeirra framlag til íslenskrar tónlist-
ar ómetanlegt.
Stefán Hilmarsson hefur starfað að
tónlist frá árinu 1986. Í fyrstu söng
hann með hljómsveitinni Snigla-
bandinu en síðar aðallega með
Sálinni hans Jóns míns og hefur
starfað með nokkrum hléum síð-
an.
Eyjólfur Kristjánsson var tíður
gestur í Kerlingarfjöllum á upp-
vaxtarárum sínum, einkum á
sumrin. Þar kom hann í fyrsta
sinn fram og spilaði á kassagítar,
sem verið hefur aðalhljóðfæri
hans alla tíð síðan. Árið 1986
gekk Eyfi til liðs við Jón Ólafs-
son og félaga hans í Bítlavinafé-
laginu. Það félag starfaði við
miklar vinsældir til ársins 1990.
Eyfi hefur sent fimm sólóplötur
frá sér frá árinu 1988.
Á tónleikunum í Selfosskirkju
munu þeir Stefán og Eyfi flytja
tónlist bæði eftir sig og aðra en
Prímadonnur frá Selfossi hita
upp.
Yfirlýst markmið tónleikarað-
arinnar í Hveró er að auka
fjölbreytni í menningu á
svæðinu, opna augu almenn-
ings fyrir þeim möguleika að
íslensk popptónlist eigi ekki
síður heima í kirkju en
klassíkin og gefa ungu og
hæfileikaríku tónlistarfólki af
Suðurlandi tækifæri til að að
hita upp fyrir þá listamenn
sem fram koma.
Gist er í herbergjum, litlum burstabæjum
og smáhýsum og veitingar eru í boði á
bænum.
Allt til alls í EFRI-VÍK
Í Efri-Vík, skammt frá Kirkju-
bæjarklaustri, er gisting fyrir
hátt í 100 manns, golfvöllur
á túninu og grill í hlöðunni.
„Þetta byrjaði smátt en nú erum
við með gistingu fyrir 80-100
manns, tjaldstæði, golfvöll og
veiði,“ segir húsfreyjan í Efri-Vík,
Salóme Ragnarsdóttir.“ Hún og
eiginmaðurinn Hörður Davíðsson
byggðu upp ferðaþjónustuna og
nú hafa dóttir þeirra Eva Björk og
hennar maður Þorsteinn Matthías
Kristinsson komið inn í reksturinn
með þeim.
Útsýni frá Efri-Vík er stórbrotið. Í
vestur til Mýrdalsjökuls og í austri
blasa Lómagnúpur og Öræfajökull
við en fallegt stöðuvatn er í for-
grunni. Það heitir Víkurflóð og
veiðileyfi í það eru á hóflegu
veðri. Auk þess sem að ofan er
talið er samkomuaðstaða í hlöðu á
hlaðinu. Hún er skreytt að innan
með ýmsum forngripum sem gefa
henni notalegan svip. Enn er
ógetið heilsuræktartækja, heitra
potta og gufu sem í boði eru bæði
fyrir ferðafólk og heimamenn.
Allt um mat
á föstudögum í Fréttablaðinu.
Allt sem þú þarft
og meira til
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
P
R
E
2
7
3
1
9
0
5
/2
0
0
5
12-13 suðurland lesið 18.5.2005 17:17 Page 3