Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 68
36 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason fyr-
irliði U21 landsliðsins verður í
sviðsljósinu þegar liðið leikur
gegn jafnöldrum sínum frá Ung-
verjalandi og Möltu í byrjun júní.
Ólafur er að yfirgefa Arsenal og
verður fjöldi njósnara að fylgjast
með honum í landsleikjunum
tveimur. Hann er nýkominn til
landsins en á dögunum var hann
til reynslu hjá hollenska liðinu
Gröningen, liðið er í leit að hægri
bakverði en Ólafur hefur ekki
áhuga á að ganga til liðs við félag-
ið til að leika þá stöðu.
,,Ég er orðinn það gamall að ég
vill fara að leika mína stöðu, sem
er á miðri miðjunni. Ég hef ekki
áhuga á að ganga til liðs við félag
þar sem ég fæ ekki einu sinni
tækifæri til að sýna hvað ég kann
því ég spila ranga stöðu. Við vor-
um því sammála um að ég væri
ekki rétti aðilinn í þetta,“ sagði
Ólafur í samtali við Fréttablaðið.
Í gær var haft samband við
umboðsmann Ólafs frá skoska lið-
inu Hearts sem vildi vita um kaup
og kjör. Ólafur æfði hjá félaginu
fyrir skömmu en þjálfari þess var
látinn fara og málið því í mikilli
óvissu. Nú hefur Hearts hinsveg-
ar sagt að maður hjá félaginu
verði meðal áhorfenda á leikjun-
um gegn Ungverjalandi og Möltu.
,,Hearts er ágætur klúbbur og
allar aðstæður eru fínar. Ég hef
allar dyr opnar en eftir umhugsun
vil ég frekar leika í Champions-
hip-deildinni á Englandi
(næstefsta deild),“ sagði Ólafur
en nokkur lið um miðja deild og í
neðri hlutanum hafa áhuga á hon-
um. Um tíma var Ólafur spennt-
astur fyrir Brentford en þjálfari
liðsins lagði áherslu á að fá hann,
liðið var í baráttu um að komast
upp í deildina en er nú dottið úr
umspilinu og það því úr sögunni
líklegast.
Búast má við njósnurum á
landsleikina frá Ítalíu og Noregi
auk þeirra frá Bretlandseyjum.
,,Ítalskur umboðsmaður sem ég er
í sambandi við hefur tilkynnt mér
að það komi menn frá ítölsku lið-
unum Perugia, Torino og Verona
sem eru öll í Serie-B. Það er
möguleiki á að ég fari þangað eft-
ir landsleikina. Það er því mikil-
vægt fyrir mig að standa mig í
þessum landsleikjum.“
- egm
Ólafur Ingi mjög vinsæll
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
PR
E
28
28
5
5
/2
00
5
ERTU BÚINN
AÐ STILLA UPP
DRAUMALIÐINU
ÞÍNU Á VISIR.IS?
Þjálfarar í Landsbankadeildinni
eru búnir að vinna heimavinnuna sína.
Ný þjónusta fyrir Draumaliðsþjálfara:
BOLTAVAKTIN - allt beint af
vellinum á visir.is
Stigahæstu liðin eftir 6, 12 og
18 umferðir fá veglega vinninga:
Ferð fyrir tvo á leik á Englandi.
PSP, nýja leikjatölvan frá Playstation.
Gjafabréf frá Landsbankanum.
Áskrift að Sýn.
Framherjinn Didier Drogba:
Me› heimflrá
FÓTBOLTI Didier Drogba hjá Chel-
sea hefur viðurkennt að hafa
þurft að kljást við heimþrá í vet-
ur, allt frá því að hann gekk til
Chelsea frá Marseille í sumar fyr-
ir metfé. Drogba segir að hann
gæti vel hugsað sér að snúa aftur
til Marseille ef liðið væri í meist-
arabaráttu í Frakklandi en svo er
ekki á þessari leiktíð. „Ég hef
fundið fyrir heimþrá og Marseille
skipar stóran sess í hjarta mínu.
Ég hélt því fram þegar ég fór frá
félaginu og það hefur ekkert
breyst,“ segir Drogba.
„Einn daginn langar mig að
verða franskur meistari, og best
væri að sjálfsögðu ef það yrði
með Marseille. Lífið í Englandi er
ekki auðvelt. Það verður að aðlag-
ast og það er ekki auðvelt fyrir
mig. Þetta er svo allt öðruvísi
menning en ég á að venjast.“
- vg
DIDIER DROGBA Segir það ólýsanlega til-
finningu að hafa fengið að handleika
enska meistarabikarinn.
Fyrirli›i íslenska U-21 árs landsli›sins, Ólafur Ingi Skúlason, ætti ekki a› vera í
vandræ›um me› a› finna sér félag enda hefur fjöldi félaga bori› víurnar í
hann. Ítölsk li› ætla a› njósna um Ólaf Inga me› unglingalandsli›inu í sumar.
VINSÆLL LANDSLIÐSMAÐUR Það verður pressa á Ólafi Inga Skúlasyni með unglingalands-
liðinu í sumar enda mun fjöldi njósnara fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Hollenski landsliðsmaðurinn Mark van Bommel:
Genginn í ra›ir Barcelona
FÓTBOLTI Hollenski landsliðsmað-
urinn Mark van Bommel hefur
bundið enda á margra mánaða
vangaveltur um framtíð sína með
því að skrifa undir þriggja ára
samning við nýkrýndu Spánar-
meistarana í Barcelona.
Hinn 28 ára gamli miðjumaður
hafði fyrir löngu lýst því yfir að
hann myndi yfirgefa herbúðir
PSV þegar samningur hans rynni
út í lok þessa tímabils og hafði
hann verðið orðaður við fjölmörg
lið í Evrópu, m.a. Tottenham og
Liverpool. Gera má ráð fyrir því
að hollensku tengslin hjá
Barcelona hafi vegið þungt í
ákvörðun van Bommels en þjálf-
ari liðsins er sem kunnugt er hinn
hollenski Frank Rijkaard og með
liðinu leikur einnig Giovanni van
Bronckhorst.
Van Bommel hefur verið hjá
PSV frá árinu 1999 og leitt liðið til
fjögurra meistaratitla í Hollandi.
Hann lék 169 deildarleiki með lið-
inu og skoraði í þeim 46 mörk.
- vg
MARK VAN BOMMEL Sést hér á góðri
stundu með PSV í Meistaradeildinni fyrr í
vetur.
Það er farið að draga til tíðinda í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta:
Meistararnir a› finna taktinn
KÖRFUBOLTI Eftir að hafa lent mjög
óvænt undir 2-1 í rimmu sinni við
meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers
hafa meistarar Detroit Pistons nú
sett í fluggírinn og eru nú í lykil-
stöðu til að klára einvígi liðanna.
Fimmti leikur liðanna var háður í
Detroit í fyrrinótt en þar sýndu
heimamenn gamla takta í varnar-
leiknum og eru komnir í 3-2 í ein-
víginu.
Detroit sigraði örugglega, 86-
67, og gestirnir frá Indiana áttu
aldrei möguleika í leiknum. Ben
Wallace var upp á sitt allra besta í
fyrrinótt og auk þess að hirða
urmul frákasta eins og hans er
von og vísa var hann stigahæstur
í liði sínu með 19 stig. Fátt virðist
nú benda til annars en að ösku-
buskuævintýrinu í Indiana sé að
ljúka, en liðið hefur náð ótrúleg-
um árangri í úrslitakeppninni
þrátt fyrir mikil meiðsli lykil-
manna. Næsti leikur liðanna verð-
ur í Indiana í kvöld og mikið má
vera ef það verður ekki síðasti
leikur Reggie Miller á löngum og
glæstum ferli í deildinni.
Í vesturdeildinni er San Anton-
io Spurs komið í góða stöðu gegn
Seattle Supersonics eftir góðan
sigur á heimavelli í fimmta leik
liðanna, 103-90. Það var argent-
ínski stormsveipurinn Manu Gin-
obili sem var maðurinn á bak við
sigur Spurs í leiknum, en hann
hefur verið liði sínu ákaflega mik-
ilvægur í vetur. Ginobili var sett-
ur aftur í byrjunarliðið fyrir leik-
inn og svaraði með 39 stigum og
hitti mjög vel.
Spurs á fyrir höndum erfiðan
sjötta leik í Seattle, en meiðsli lyk-
ilmanna og hörkuvörn Bruce
Bowen á aðalskorara Spurs, Ray
Allen, gætu reynst liðinu þungur
biti í framhaldinu.
- bb
STORMSVEIPUR Argentínumaðurinn
Manu Ginobili hefur verið Spurs afar
mikilvægur með áræðni sinni í sóknar-
leiknum.
68-69 (36-37) SPORT 18.5.2005 20:22 Page 2