Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 73

Fréttablaðið - 19.05.2005, Side 73
FIMMTUDAGUR 19. maí 2005 41 „Lestin“ á listasöfnunum Þessa dagana fá Íslendingar í fyrsta sinn tækifæri til að líta yfir stóran hluta verka Dieters Roth sem kom hingað til lands fyrst 1957 út af ást- inni og hafði hér aðsetur í einhverri mynd alla sína ævi eftir það. Með opnun á sýningum hans „Lestinni“ í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands og fleiri stöðum hófst umfangsmesta og líklega merkilegasta myndlistarveisla sem hingað til hefur verið haldin hér á slóðum. Fjöldi annarra athyglis- verðra sýninga er í boði hér í borginni og úti um allt land. Á fyrstu áratug- um veru sinnar hér á landi var Dieter Roth alls ekki aufúsugestur á öll- um stöðum og er starf hans við Birting síður en svo eina dæmið. Hann átti þó þeim mun trygg- ari vini og aðdáendur þótt fáir væru. Það var aldrei hlaupið að því að efna til stórra sýninga á hans verkum né heldur var það honum auðvelt þótt hann væri sjálfur í skapi til þess – honum var svo illa við að eiga við safnafólk sem þarf að hafa reglu á öllum hlutum. Tilfinningar hans til Íslendinga voru sterk- ar og bera verk hans þess rík merki. Það skemmtilega við þetta í halelújaræðum dagsins í dag er að hann elskaði allt í Íslendingum sem ótrúlega mörgum okkar þykir ekki par fínt – hálf skömmumst okkar fyrir og vilj- um helst ekki að nokkrir horfi upp á – hvorki börn né útlendingar. Hann gerði heimóttarskap okkar að sínum efnivið – þar sem skortur á fáguðum og menntuðum smekk er algjör og ekkert nema tært hjartað ræður ferðinni. Dieter Roth breyttist við kynni sín af Íslendingum. Sjálfur tilheyrði hann kynslóð fólks í Mið-Evrópu sem upplifði rústir seinni heimsstyrj- aldarinnar og vildi byggja upp í ströngum geómetrískum stíl. Þau verk er hægt að skoða núna í hús- næði Orkuveitu Reykjavíkur. Á sjö- unda áratugnum gefst hann upp á þeirri stefnu og er fróðlegt til dæmis að rifja upp ummæli hans um ís- lenska umhverfið á þessum tíma sem urðu svo svo rík í verkum hans. „Þá var siður að byggja sér kjallara og bæta svo ofan á eftir efnum, búa á meðan í kjallaranum. Alls staðar sá maður þakpappa og alls konar drasl, moldarhauga allt í kring. Og þegar snjórinn bráðnaði varð þetta að drullusvaði sem maður óð upp á legg. Það merkilega var einnig að sumir þessara húsbyggjenda virtust hafa beðið svo lengi, að húsin þeirra voru að detta í sundur áður en þau komust upp. Þetta voru nýjar rústir.“ Flæðið í verkum Dieters kemur vel fram í sýningarsölum listasafnanna. Þegar grannt er skoðað eru reglur í öllum rústunum. Í lang- flestum tilvikum er í þeim spegilmynd, fiðrildi, samlokur eða andhverf- ur. Hans mælikvarði á allt var einhverskonar sann- leikur – að fela hvorki né fegra hlutina. Fegurðin búi í sannleikanum og sannleikurinn í fegurð- inni. Ekki endilega í sannleikanum fyrir hönd okkar allra heldur fyrst og fremst í hans eigin sann- leika eins og okkar allra. Dieter varð stór fyrst og fremst með því að gera aðra stóra – sérstak- lega þá sem eiga allt lítið nema hjartað. Fráfall hans kom sumum aðdá- endum hans ekkert illa. Þá varð til miklu stærra rými fyrir þá – minna um gagnrýni. Í lifanda lífi var hann harður dómari í sannleiksprófunum. Þeg- ar upp er staðið er lestar- ferðin í listinni um svo- leiðis menn – sem af- hjúpuðu og komu auga á en ekki þá sem fegruðu hlutina og breiddu yfir bara til að græða pen- inga. ■ MYNDLIST GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON Listahátíð í Reykjavík 2005 Listasafni Íslands Listasafni Reykjavíkur Niðurstaða: „Dieter varð stór fyrst og fremst með því að gera aðra stóra – sérstaklega þá sem eiga allt lítið nema hjartað.“ TOPSHOP EUROVISION DAGAR Í langar að bjóða öllum að koma og hita upp fyrir Eurovision, fimmtudag, föstudag og laugardag. Við ætlum að hlusta á gömul Eurovision lög til að koma okkur í stuð fyrir laugardagskvöldið. Allir sem koma, fá að giska á í hvaða sæti Ísland lendir. Þeir 5 fyrstu sem verða dregnir með rétt svar fá 10.000kr inneign í TOPSHOP. Áfram SELMA TOPSHOP DIETER-LESTIN Guðmundur Oddur Magnússon skrifar um sýn- ingarnar á verkum Dieters Roth á Listahátíð. 72-73 (40-41) Menning/slanga 18.5.2005 19.45 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.