Fréttablaðið - 19.05.2005, Síða 74
42 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
VEITINGASTAÐURINN
VEITINGASTAÐURINN RAUÐA HÚSIÐ
BÚÐARSTÍG 4, EYRARBAKKA
Leirlistarkonan Margrét Árna-
dóttir er æði flink þegar kemur
að matreiðslu. Hún byrjaði
snemma að elda heima hjá sér
eða um tólf ára gömul. Á þeim
tíma var Hrísateigsglás í mestu
uppáhaldi en sá réttur var búinn
til úr hakki og fleiru og eldaður á
pönnu. Þessi réttur er ekki ólíkur
hakki og spaghettíi eins og fólk
þekkir í dag. Nú um stundir hef-
ur Margrét mest dálæti á því að
elda pottrétti úr allskonar hrá-
efni og skiptir ekki máli hvort
pottréttirnir séu úr kjöti eða
fiski. „Mér finnst skipta mestu
máli að hráefnið sé gott. Ég slæ
hendinni aldrei á móti glænýjum
fiski og nýuppteknum kartöfl-
um,“ segir Margrét. Þegar kemur
að kryddi vill Margrét helst ekk-
ert annað en krydd frá Potta-
göldrum. „Mér finnst öll kryddin
frá þeim góð en fiskikryddið og
Lamb Islandia eru algerlega
ómissandi. Ég nota Lamb Is-
landia í alla pottrétti hvort sem
þeir eru úr lambakjöti eða ekki.“
Á meðan á eldamennskunni
stendur finnst henni gott að
hlusta á útvarpið og þá verður
Rás 1 ávallt fyrir valinu því hún
segir að Gufan sé besta stöðin.
„Það er líka alltaf gott að hafa
eitthvað á fóninum,“ segir hún og
hlær. Margrét er þó ekki bara
sleip í eldamennskunni heldur er
hún afbragðsgóður bakari og hef-
ur Fréttablaðið heimildir fyrir
því að hún baki heimsins besta
döðlubrauð. Hún segist upphaf-
lega hafa fengið uppskriftina að
döðlubrauðinu úr bókinni Af
bestu lyst, sem var gefin út í
samvinnu við Hjartavernd á sín-
um tíma en hafi breytt henni
töluvert.
„Það getur verið æði sniðugt að
breyta brauðinu með því að setja
rúsínur í það eða hörfræ eða bara
eitthvað allt annað. Það er alltaf
gaman að prófa eitthvað nýtt og
sjá hvað kemur út. Það er um að
gera að virkja sköpunargleðina í
eldhúsinu því það er líka list-
grein,“ segir Margrét.
Skapandi í eldhúsinu
SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN Margrét Árnadóttir byrjaði að elda mat þegar hún var tólf ára.
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Skyr er matur sem ég gæti
alls ekki verið án. Ég held að
ég borði skyr nánast daglega!
Fyrsta minningin um mat?
Sjálfsagt ætti ég að segja
stappaðir bananar, en ég
man ekkert eftir því.
Æskuminning um fiskbakstur
og kakósúpu hjá mömmu ylj-
ar.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Grillaður humar sem
maðurinn minn mat-
reiddi og kampavín
með!
Er einhver matur sem þér finnst
vondur?
Hákarl er matur sem ég get ekki látið
inn fyrir mínar varir nema ég haldi
helst fyrir nefið.
Leyndarmál úr eldhússkápnum?
Hm... ég held ég verði að
segja klettasalat og fetaost-
ur. Það klikkar aldrei.
Hvað borðar þú þegar þú
þarft að láta þér líða bet-
ur?
Þar sem ég er óvirkur
súkkulaðifíkill borða ég
popp þegar ég þarf að láta
mér líða betur. Oftast líður
mér sem betur fer vel og poppið er þá
bara til að auka ánægjuna á letistund-
um.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Skyr þarf alltaf að vera til í ísskápnum
og ávextir.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða
rétt myndir þú taka með þér?
Ef ég yrði föst á eyðieyju væri aldeilis
ágætt að eiga vínber, osta, ávexti og
kaffi en ég yrði að eiga skyr!
Hvað er það skrýtnasta sem þú hef-
ur borðað?
Það er líkast til
krókódíll, kengúra
og strútur. Allt
saman var þetta
lostæti.
MATGÆÐINGURINN ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR FRÉTTAMAÐUR
Hvernig er stemmningin? Það er
alltaf jafn gaman að koma í Rauða
húsið á Eyrarbakka. Staðurinn flutti
reyndar á dögunum
í nýtt og stærra húsnæði en þrátt
fyrir flutningana hefur góða and-
rúmsloftið haldið sér. Nýi staðurinn
er mun bjartari enda státar hann af
stórum gluggum, ljósum eikargólfum
og fóðruðum veggjum. Húsgögnin
eru þau sömu og á gamla staðnum.
Það er bæði skemmtilegt að heim-
sækja staðinn að sumri og að vetri
til. Staðurinn er rómantískur og því
ekki vitlaust að fara þangað á deit.
Matseðillinn: Það eru bara gómsæt-
ir réttir á matseðli Rauða hússins,
bæði af sjó og af landi. Staðurinn er
þekktur fyrir humarinn sinn, sem er
sérlega bragðgóður.
Vinsælast: Sjávarréttasúpan er vin-
sælust en hún er matarmikil, full af
fiski, humri og alls kyns grænmeti.
Með henni er borið fram nýbakað
brauð og hummus.
Réttur dagsins: Boðið er upp á rétt
dagsins yfir daginn, til fimm. Réttirnir
eru misjafnir frá degi til dags og
kosta á bilinu 1.200-2.200 krónur.
HOLLANDIA:
Gerist vart ódýrari
Nýlega kom í Vínbúðirnar nýr ódýr 4,8%
bjór á aðeins 155 kr. dósin og gerist það
vart ódýrara. Kærkomin viðbót sem
margir munu eflaust taka fagnandi í
Eurovision partíunum um helgina. Hol-
land er lítill blettur á heimskortinu en
Hollendingar hafa frá fornri tíð verið
leiðandi í heimsverslun og síðast en ekki
síst frábærir bjórframleiðendur. Holland
er gífurlega stór bjórútflytjandi og er það
að þakka góðum bjór, góðum gæðum og
umfram allt góðum viðskiptatengslum frá
fornu fari sem ná til allra landa.
Hollandia-bjórinn er háklassa premium-
bjór sem á sívaxandi vinsældum að fagna
bæði innan og utan Hollands. Hollandia-
bjórinn er framleiddur eingöngu úr nátt-
úrulegum hráefnum, fyrirtækið maltar
sitt eigið bygg og á sína eigin vatnsupp-
sprettu sem tryggir gæðinn. Hollandia er
með góðri fyllingu; frískandi og þægileg-
ur bjór 4,8% að styrkleika sem tryggir
gott bragð.
Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og
kostar 155 kr. í 500 ml dós.
Sveitarómantík á Eyrarbakka
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
:
G
VA
Óvirkur súkkula›ifíkill
Ferskur. Það er alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja Rauða húsið á Eyrarbakka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Döðlubrauð Margrétar
4 dl af hveiti
2 dl heilhveiti
1 1/2 eða 2 dl af haframjöli, eftir smekk
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 1/2 dl sykur
2 1/2 dl púðursykur
400 gr döðlur, gróft saxaðar
200 gr valhnetur, gróft saxaðar
4 egg
4 dl léttmjólk eða 2dl af mjólk og tveir
af vatni
6 msk matarolía
2-3 tsk vanilludropar
Öllum þurrefnum skellt saman í skál og
þau hrærð saman. Síðan er döðlum og
valhnetum bætt út í. Því næst eru mjólk,
egg, vanilludropar og olía þeytt saman
með gaffli eða góðum pískara og svo er
þurr- og blautefnum blandað saman.
Deigið er sett í tvö vel smurð ílöng form
eða eitt stórt.
Döðlubrauðið er bakað við 180˚ gráður í
45 mínútur. Þegar það er tilbúið er það
látið kólna í mótunum og svo pakkað í
smjörpappír og sett í plastpoka. Sniðugt
er að frysta annað brauðið en þá er
mjög mikilvægt að láta það þiðna í ís-
skáp.
180 gráður í 45 mínútur, látið kólna í
mótum og pakkið inn í smjörpappír og
setjið í plastpoka. Ef maður frystir þetta
þá þarf að láta það þiðna í ísskáp. Gott
er að borða döðlubrauðið með smjöri
og osti.
74-75 (42-43) Matur 18.5.2005 19.46 Page 2