Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 38
22 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Þótt konur séu ekki lengur fangar heimilanna og geti valið sér leið í líf- inu eru þær ekki enn lausar úr viðj- um karlaveldisins. Sem kona í raun- greinum, þá hef ég kynnst því. Ég fékk frábært uppeldi þar sem foreldrar mínir voru duglegir að hvetja mig áfram og hrósa mér fyrir það sem vel var gert. Af þessum sökum öðlaðist ég gott sjálfstraust og trúði því að ég gæti gert allt. Mottóið mitt var „ef ein- hver annar getur gert þetta, þá get ég gert það eins vel eða betur”. Í gegnum grunnskóla fann ég ekki fyrir neinum hindrunum en nú þegar ég er orðin eldri þá hef ég hins vegar fundið sífellt meira fyrir „þú ert bara stelpa” hugsun- arhættinum. Það sem er ólíkt gömlu tímunum er að í dag vill enginn vera með rembu á opinber- um vettvangi. Kynjamisréttið er dulið, en remban er enn til staðar. Ég tók fyrst eftir þessu þegar ég valdi mér stærðfræðibraut í menntaskóla. Þá voru skilaboð samfélagsins þau að raungreinar ættu betur við stráka. „Strákar eru áræðnari, strákar eru klárari” var alltaf undirliggjandi. Ég gerði mitt besta til að afsanna þetta og tel mig og aðrar skólasystur mínar hafa gert það. Samt sem áður eig- um við langt í land. Til dæmis þá legg ég nú stund á eðlisfræði við HÍ og þegar ég segi fólki frá því spyrja flestir: „En er það ekki erfitt?” Ég veit að fólk meinar ekkert illt en karlkynsfélagar mínir í náminu kannast ekki við að fá þessa spurningu svo oft. Mér finnst þetta ómeðvitaða niðurbrot þungur baggi. Ég verð að hafa mig alla við til að fara ekki að trúa þessu sjálf og ég skamma sjálfa mig í hljóði þegar það kem- ur mér á óvart að fá betri einkunn en strákarnir. Ég vona að hugarfar fólks breytist en svo lengi sem það er svona verð ég bara að reyna að nýta þetta á jákvæðan hátt til að efla baráttuviljann. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SÓLEY KALDAL AGNÚAST ÚT Í NIÐURBRJÓTANDI HUGARFAR. En er það ekki erfitt? M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Afgreiðslutím ar versla na! Office 1 Smára lind Virka daga frá 11-19, laugardaga 11 -18, sunnudaga 13 -18 Office 1 Skeifu nni 17 Virka daga frá 9-18, laugardaga frá 11-16, Office 1 Akure yri Office 1 Egilss töðum Virka daga frá 11-18, laugardaga frá 11-14 16.900,- Laserprentari HP laserjet 1020 Q5911A • Prenttækni: Monochrome laser • Hra›i: 14 bls. á mín. • 10 sek.í fyrstu sí›u út eftir kaldræsingu • Örgjörfi: 234 MHz RISC • Upplausn: 1200x1200 dpi • Tungumál: Host-based printing • Sparna›arstilling: 50% duftsparna›ur • Mána›arnotkun: 5.000 bls. • Innbakki: 150 bls. + 1 bls. forgangsbakki • Útbakki: 100 bls. • Tengi: USB Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli ...og hérna höf- um við teiknað á skólaborðið aftur! Mér varð kalt á fótunum. Solla, Hannes, ég held að lirfurnar ykkar séu komnar! Hvað er að ykkur krakkar?! Tröðkum á þeim! Við héldum að þær væru sætar. OOOOJJJJJJJ!!!Opnaðu! Opnaðu! Ég get ek ki beðið! Ég get e kki beði ð! Palli, við verðum að tala saman. Jón! Hvað ætlaðir þú annars að segja? Mamma þín vill tala við þig... Alltí lagi, vindil? Sjáðu þennan nýja hæg- indastól..... ..hann titrar.... Takk, þetta fjallar allt um þau mál sem á furðulegan máta hafa komið upp að und- anförnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.