Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Áþriðjudag í liðinni viku rannskyndilega upp hér á baksíðu sumardagur árið 2004. Eitt augnablik taldi ég fullvíst að ég væri lögð af stað í tímaflakk - stjórnlausa hopp- ferð á milli liðinna daga. Nú gæti ég leiðrétt fyrri mistök, haldið á fund horfinna ættingja og vina, flakkað um fortíðina að vild, komið við í gömlum samtölum og kastað þar inn hnyttnum tilsvörum sem mér komu til hugar eftir á. Þetta var orðið spennandi, en svo sneri ég blaðinu við og leit á for- síðuna. Æ, hún var sem sagt glæný og ekki árs gömul eins og baksíðan. Tæknilegi mistakadraugurinn hafði skellt einum árs gömlum pistli á bak- síðu. Þannig var nú það og án þess að bera ábyrgð á því bið ég lesendur vel- virðingar - sér í lagi þó þá sem héldu að þeir væru að leggja upp í ævin- týralegt tímaflakk. EN ÞETTA var nú bara alveg óvart, eins og margir stubbar segja oft á dag. Það er þó sitthvað óvart og vilj- andi. Einhver lenti illa í þreskivél slúðurblaðs á dögunum og kvartaði undan tilbúningi. Má bjóða þér að bera lygina til baka á forsíðu? sagði blaðasnápurinn mjúkri röddu. Þannig sá hann fram á enn frekari skemmtilegheit upp úr sama potti enda má lengi elda úr afgöngum þótt hráefnið sé skemmt. SKELEGG FRÖKEN sagðist ætla að hreinsa fjölmiðlasál sína í sumar og taka upp öflugar mengunarvarnir. Hvernig þá? spurðu lagskonur. Nú, ég ætla að gæta þess að kaupa ekkert lesefni sem mengar sálina. Ha? hváðu kerlingar. Jú, ég ætla hvorki að lesa Slúðrað og slefað né Kjaftað og kryddað og þaðan af síður Klipið og klínt. Ég ætla að neita mér um mikil- vægar upplýsingar dagblaðsins Dellu og vitleysu og velja ofan í mig vand- aðar upplýsingar. Ég mun bara lesa dulítið af blöðum og góðum bókum og þar við situr. Sem snöggvast stökk ég í huganum aftur í tímann. Í SUMARBÚSTAÐAFERÐUM sjöunda áratugarins var eitt og annað í farteskinu. Þá gripu spennufíklarnir með sér Sannar sögur og Sérstæð sakamál sem virkuðu svipað og hand- rukkaraævintýri nútímans. Vikan fór í veskið hjá mömmu með framhalds- sögu og frægu fólki. Afinn var með Úrval í frakkavasanum og amman hafði með sér Alt for damerne. Skyndilesefnið var kannski ekkert merkilegra þótt flakkað sé aftur til fortíðar- bara ögn mildara í minning- unni. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Tímaflakk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.