Fréttablaðið - 14.06.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 14.06.2005, Síða 8
1Hvað heitir skip Eimskipafélagsinssem lagði að við Grundartanga með ammoníaklekan gám í gær? 2Hvar fann Sólborg ÞH 270 tundurfuflum hádegisbil á sunnudaginn? 3Hvað tafðist lengi Flugleiðavélin semfljúga átti til San Francisco á laugar- daginn? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Þurrkar um land allt valda vandræðum: Rignir líklega um helgina LANDBÚNAÐUR Þó að margir fagni regnleysinu þá eru þurrkar farnir að valda vandræðum í landbúnaði um allt land. Ólafur Dýrmundsson, ráðgjafi hjá Bændasamtökunum, segir að ef ekki fari fljótlega að rigna þá gæti það valdið skaða í út- haga og ekki síður á túnum. Beitt hafi verið á tún nú í vor því úthagar voru ekki tilbúnir og því valdi keðjuverkun því að heyskap muni mjög líklega seinka ef fram heldur sem horfir. Ólafur segir lítið um að menn vökvi hjá sér túnin, slíkt sé alltaf erfitt og ómarkvisst. Haraldur Eiríksson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir nú sennilega ekki stefna í neitt þurrka- met, þurrkametið í Reykjavík til dæmis sé þrjátíu dagar. Hann segir að útlit sé fyrir einhverja rigningu austanlands í dag, sennilega verði þurrt á morgun en svo fari líklega að rigna eitthvað um land allt fyrir og um helgina og þá geti bændur tekið gleði sína á ný. Sóldýrkendur hafa nú fengið ým- islegt fyrir sinn snúð undanfarið og þá er að una bændunum þess að það rigni smávegis. -oá FASTEIGNIR Síðastliðinn föstudag var opnuð ný heimasíða Félags fasteignasala á slóðinni ff.is. Á síðunni eru upplýsingar annars vegar til þeirra sem hyggja á kaup fasteignar og á hinn bóginn til þeirra sem ætla sér að selja fasteign sína. „Reynt er að skýra út ferli viðskiptanna lið fyrir lið og hvað það er helst sem neytend- ur þurfi að hafa í huga,“ segir Grétar Jónasson, formaður Fé- lags fasteignasala. Upplýsingar á síðunni eru aðgengilegar og auð- veldar í notkun en í hverri viku munu birtast nýjar fréttir á for- síðu vefsins af fasteignamarkað- inum, bæði fróðleikur og fréttir á léttum nótum. „Þá er einnig fjallað um það hvaða kröfur megi gera til fast- eignasala í gegnum allt ferli við- skiptanna en mikilvægt er fyrir neytendur að átta sig á þeim miklu skyldum og þeirri ábyrgð sem á fasteignasölum hvíla,“ segir Grétar. Á heimasíðunni er búið að setja upp orðabók þannig að fólk geti átt- að sig á þýðingu ýmissa orða sem koma fyrir í fasteignaviðskiptum og þar er einnig listi yfir alla fast- eignasala og fasteignasölur auk ýmissa gagnlegra upplýsinga. Slóð heimsíðunnar er ff.is. EITUREFNI Fjölmennt lið slökkviliðs og lögreglu var í viðbragðsstöðu þegar Lagarfoss, leiguskip Eim- skipafélagsins, lagðist að bryggju við Grundartanga í gærmorgun. Komið hafði verið fyrir leka í ammóníaksgámi, sem upp hafði komið þegar skipið var undan ströndum Skotlands, en slökkvilið hafði viðbúnað við höfnina þegar skipið bar að til að tryggja að frekari leki úr gámnum kæmi ekki fram þegar hann yrði af- fermdur. Ákveðið var að afferma gáminn við Grundartangahöfn þar sem búist var við hagstæðri vindátt á Grundartanga. Skipið kom að bryggju um klukkan tíu og fljótlega var farið að afferma aðra gáma en þann þar sem lekans hafði orðið vart. Um tíu eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru í viðbragðsstöðu. Þegar gámnum hafði verið komið fyrir á öruggu og afgirtu svæði hófu eit- urefnakafararnir að afferma gáminn og skiptust þeir á tveir og tveir í einu þar sem um erfitt og vandasamt verk var að ræða. Alls voru fimm stórir ammóníakskút- ar í gámnum og fljótlega var ljóst að einn þeirra lak. Þegar ljóst var hver þeirra það var, var sá kútur fluttur á sérstakt svæði þar sem komið var fyrir lekann en kútur- inn mun hafa lekið út frá lokunar- búnaði kútsins. Birgir Finnsson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem stjórnaði starfi á vettvangi, sagði að aðgerðin hefði heppnast vel í alla staði. Viðbúnaður af því tagi sem var við höfnina hafi ver- ið mikill þar sem gæta þurfi fyllsta öryggis þegar um eiturefni af því tagi sem um ræðir er til staðar. Aðgerðum slökkviliðs var lokið upp úr hádegi en Lagarfoss sigldi fljótlega af stað til annarra verk- efna eftir að hafa affermt gáminn. hjalmar@frettabladid.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Aðsókn í nýju námsleiðina HHS hefur farið fram úr björtustu vonum. Bifröst er fyrsti íslenski háskólinn sem býður upp á námsleiðina. Viðskiptaháskólinn á Bifröst: Mikil a›sókn í n‡tt nám SKÓLAMÁL „Aðsóknin í nýju náms- leiðina hefur verið framar björt- ustu vonum. Það eru tveir til þrír um hvert pláss. Við tökum 45 nem- endur inn á námsbrautina og af þeim eru svona 15 til 20 úr frum- greinadeildinni hjá okkur en þeir fá sjálfkrafa pláss við námsleið- ina,“ segir Magnús Árni Magnús- son, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar, um nýja námsleið HHS sem boðið er upp á við skól- ann í fyrsta skipti núna í haust. Á námsleiðinni er tvinnað saman heimspeki, hagfræði og stjórn- málafræði. -ifv HÉRAÐSDÓMUR Eldur í íbúð: Engan saka›i ELDUR Eldur kviknaði í viftu í eld- húsi í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýl- ishúsi í Vesturbergi 138 í Breið- holti um miðjan dag á sunnudag. Allt tiltækt slökkvilið á höfuð- borgarsvæðinu var kallað út en helmingurinn var kallaður aftur í höfuðstöðvar slökkviliðs þar sem ekki var um mikinn eld að ræða. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn fljótt og örugglega. Tölu- verður reykur var í íbúðinni og voru sjö íbúar fluttir á Landspít- ala – háskólasjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en enginn þeirra slasaðist alvarlega. Ekki er ljóst hve miklar skemmdir urðu á íbúðinni, en þó ljóst að reykskemmdir hafa verið ein- hverjar. - lkg KINDUR Í HAGA Gert er ráð fyrir því að það rigni um land allt næstu helgi. Bænd- ur sem hafa haft áhyggjur af langvarandi þurrkum geta þá tekið gleði sína á ný en búast má við því að heyskap seinki víða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I VEFSÍÐA OPNUÐ Björn Bjarnason, ráðherra, opnaði formlega nýja vefsíðu Félags fasteignasala Upplýsingaveita um fasteignaviðskipti: N‡ vefsí›a tekin í notkun MARGDÆMDUR AFTUR Í STEININN 29 ára maður var fyrir helgi dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og um- boðssvik í Héraðsdómi Reykja- ness. Þá braust maðurinn sem á langan brotaferil að baki, inn í bifreið og stal úr henni. LAGARFOSS HELDUR ÚR HÖFN Eiturefnakafarar komu kútnum sem lak fyrir á öruggu svæði. Á meðan hélt Lagarfoss úr höfn og sigldi brott út Hvalfjörðinn. FJÖLMENNI Í VIÐBRAGÐSSTÖÐU Fjölmennt lið slökkviliðs og lögreglu auk annarra var í viðbragðsstöðu við Grundartangahöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Komi› í veg fyrir leka Ekkert frekara tjón var› vegna ammóníaksleka í Lagarfossi flegar skipi› lag›ist a› bryggju vi› Grundar- tanga í gær. Eiturefnaköfurum tókst a› koma í veg fyrir lekann og a›ger›ir tókust í alla sta›i vel. Hva› er ammóníak? EITUREFNI Ammóníak er litlaus lofttegund sem lyktar afar illa og er mikið notað sem kæliefni hér á landi, meðal annars í frystihúsum. Efnið er einnig mikið notað við ým- iss konar iðnaðarframleiðslu, til dæmis við áburðarfram- leiðslu og einnig við fram- leiðslu á söltum sem notuð eru í iðnaði í ýmsum tilgangi. Um getur verið að ræða fram- leiðslu á gerviefnum, svo sem næloni en einnig er efnið mik- ið notað til að framleiða hrein- gerningavörur. -hb

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.