Fréttablaðið - 14.06.2005, Side 32

Fréttablaðið - 14.06.2005, Side 32
14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR16 17. júní tilboð! 20% afsláttur af öllum vörum þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Laugavegi 51 • s: 552 2201 SVIPMYND CANBERRA: HÖFUÐBORG ÁSTRALÍU Canberra er höfuðborgin í Ástralíu en Canberra er jafnframt þokukenndasta borgin í landinu en 47 daga ársins er þokuslæða yfir borginni. Canberra er staðsett á landsvæði sem tilheyrði innfæddum þjóðflokki, Ngunnawal fólkinu, en nafnið Canberra er talið þýða fundarstaður og eiga rætur sínar að rekja til frumbyggjaorðsins Kamberra. Evrópskir landnemar komu til borgarinnar um 1830 og árið 1908 var Canberra valinn höfuðstaður Ástralíu eftir rifrildi um hvort Melbourne eða Sidney ætti að hljóta þann sess. Íbúafjöldi: 339.595. Hæð: 571 metri. Gjaldmiðill: Ástralskur dollari. Tungumál: Enska. Tímasvæði: GMT + 10. Útflutningsvörur: Kol, gull, kjöt, ull, ál, hveiti, málmgrýti og vélbúnaður. Staðsetning: Canberra er staðsett í Suðaustur-Ástralíu. Vissir þú ... ...að minnstu bílabíó í heimi voru Harmony Drive-in og Hig- hway 78 Drive-in í Bandaríkjun- um sem gátu aðeins hýst fimm- tíu bíla? ...að innrauð tækni var fyrst not- uð í síðari heimsstyrjöldinni? ...að samkvæmt leitarvélinni Google er mest leitað að rós á netinu? Sú dýrategund sem flesta fýsir að vita um á netinu er hins vegar köttur. ...að Vulcan-leisirinn í Ruther- ford Appleton Laboratory í Bret- landi er orkumesti fókuseraði leisigeisli í heimi? ...að Komatsu D575A Super Dozer er stærsta jarðýta heims en hún vegur 152,6 tonn? ...að lengsti bíll í heimi er 30,5 metra löng, 26 hjóla limúsína sem Jay Ohrberg í Bandaríkjun- um bjó til? ...að parísarhjólið Dai-Kan- ransha á Pallet Town-völlum í Tókýó í Japan er hæsta parísar- hjól í skemmtigarði en það er 115 metra hátt frá grunni að efsta hluta hjólsins? ...að hæsta frístandandi mann- virki jarðar er Petronius olíu- og gasborpallurinn en hann gnæfir 570 metra yfir vatnsborði Mexíkóflóa? ...að Phil Appleby frá Bretlandi á heimsmet í hæsta skori í Scrabble, eða alls 1.049 stig? ...að stærsta stundaglas í heimi er 1,06 metra hátt og 38 sentí- metrar að þvermáli? ...að Srirangam-hofið í Tiruchirappalli, Tamil Nadu í Indlandi er stærsta hof í hind- úasið í heimi en það þekur 63,1 hektara svæði og er um- málið 9.934 metrar? ...að stærsta kirkja heims er basilíka Vorrar frúar friðarins í Yamoussoukro, höfuðborg Fíla- beinsstrandarinnar, en kirkjan er alls 30.000 fermetrar að stærð og rúmar 7.000 manns í sæti? ...að prent- og útgáfufyrirtækið Bertelsmann í Þýskalandi er með 80.632 starfsmenn og er stærsta fyrirtæki sinnar tegund- ar í heiminum? ...að hraðasta eyðing skóga hef- ur orðið í Búrúndi, í Mið-Afríku, en þar gisnaði skógurinn um níu prósent á hverju ári frá 1990 til 2000? ...að mesta pappírsendurvinnsla fer fram í Þýskalandi en þar eru 70 til 80 prósent pappírs og pappa endurunnin á ári hverju? ...að Natividad Rico Pérez á Spáni ræktaði stærstu heima- ræktuðu lilju í heiminum sem mældist 59 sentímetrar árið 2002?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.