Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 43
Sendu SMS skeytið JA MMF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar f. 2 Mr & Mrs Smith Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d. úr og bolir DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SMS leikur Lögregla og saksóknarar í Los Angeles rannsaka nú hvort papar- azzi-ljósmyndarar brjóti lög í harkalegum eftingarleikjum eftir fræga fólkinu í Hollywood. Leik- konan Lindsay Lohan lenti í árekstri nýlega við ljósmyndara sem var að elta hana og ýtti það við umræðunni um málið. „Það er mitt álit að aðferðir paparazzi- ljósmyndaranna séu orðnar meira og meira árásargjarnir síðustu ár,“ segir William Hodgman, sem er yfirmaður glæpadeildar á skrifstofu saksóknarans í LA. Hodgman segir að rannsóknirnar séu á byrjunarstigi og ekki sé hægt að fullyrða hvort einhverjar kærur muni fylgja í kjölfarið. „Menn eru áhyggjufullir yfir því að einhver eigi eftir að slasast,“ segir Hodgman. Lindsay rétt slapp við alvarleg meiðsli í árekstrinum. Ljósmyndarinn sem á að hafa valdið árekstrinum var sakaður um árás með lífshættu- legu vopni, bílnum, en hann var leystur út gegn 35.000 dollara tryggingu. Stjörnurnar hafa lengi kvartað yfir ágangi ljósmyndara en dauði Díönu prinsessu árið 1997 kom af stað reiðiöldu meðal fræga fólksins og almennings. Díana lést þegar bíll sem hún var í keyrði á ofsahraða á undan pap- arazzi-ljósmyndurum. Stjörnur á borð við Madonnu og Tom Cruise hvöttu almenning til að sniðganga slúðurblöð og mótmæla þannig hörkunni í bransanum, og ný lög voru sett í Kaliforníu sem vernduðu betur einkalíf fólks. ■ Lögreglan rannsakar paparazzi-ljósmyndara GLORIA ESTEFAN, LINDSAY LOHAN OG ANDY GARCIA „Passið ykkur á paparazzi- ljósmyndurunum,“ sagði Lindsay Lohan á MTV Movie Awards nýlega en hún skrapp með skrekkinn þegar hún lenti í árekstri við ljósmyndara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.