Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 14. júní, 165. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.58 13.28 23.59 AKUREYRI 1.44 13.13 00.45 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Sumum nægir að stunda eina íþrótt sér til heilsubótar en Gísli Pétur Hin- riksson, leikari stundar fjölbreytta hreyfingu til að halda þrekinu í lagi og spáir talsvert í mataræðið í þokkabót. „Ég hjóla mjög mikið en lenti í slysi fyrir nokkru síðan. Ég flaug fram fyrir mig og lenti á öxlinni og tognaði. Það var frekar leiðinlegt en ég er allur að koma til og hjóla núna út um allt,“ segir Gísli Pétur. Gísli Pétur lætur ekki hjólreiðarnar duga og stundar fjölbreytta hreyfingu til að halda sér í formi. „Ég ákvað fyrir einu og hálfu ári að koma mér í form. Ég æfi körfu- bolta með Íslandsmeisturum í Haukum B en það er 1. flokkur í meistaradeildinni. Ég æfi reyndar ekki með þeim á sumrin en á veturna æfi ég þrisvar sinnum í viku og keppi einu sinni í viku. Ég reyni líka að lyfta mikið og tek kipp í því en eftir að ég meiddist hef ég lítið getað stundað það. Svo syndi ég kílómetra þegar ég fer í sund og hjóla mikið í sambandi við leiklistina í Reykjavík en ég bý í Hafnarfirði þannig að stundum hjóla ég tuttugu kílómetra á dag tvisvar til þrisvar sinnum í viku.“ En er leiklistin ekki líkamsrækt út af fyrir sig? „Í rauninni ekki. Það er meira huglæg leikfimi. Það er dansarinn sem þarf í rauninni bara að vinna. En ég hef ekkert hugsað út í að feta þá braut. Kærastan mín er dansari og ég læt mér duga að horfa,“ segir Gísli Pétur en hann hugsar líka tals- vert um mataræðið. „Ég er stöðugt að spá í mataræðið og ég drekk hvorki né reyki. En ég er bara svo mikill nammigrís að stund- um ræð ég ekki við mig. Ég er búinn að inn- leiða nýtt í þeim efnum – hinn gullna með- alveg. Allt er gott í hófi.“ lilja@frettabladid.is Hjólar tuttugu kílómetra tvisvar í viku heilsa@frettabladid.is Neysla á verkjalyfum er líklega tengd við aukna hættu á hjarta- áföllum. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði British Medical Journal sem sagt er frá á doktor.is. Vísindamenn telja að neysla lyfsins Íbúprofen geti auk- ið líkurnar um allt að 24 prósent en neysla Diclofenacs um 55 prósent. Rannsókn vísindamann- anna náði til lyfseðilsskyldra verkjalyfa. Nýlegu kynntu vís- indamenn í Bandaríkjunum nið- urstöður nýrrar skýrslu sem bentu á mögulega tengingu á milli neyslu íbúprofens og brjóstakrabbameins. Rúmlega 75 prósent af karlmönnum í Bretlandi gætu verið yfir kjör- þyngd eða of feitir árið 2010 samkvæmt nýrri könnun og skýrslu frá Men’s Health Forum. Á meðan offita hjá kon- um hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum þá hefur offita hjá körlum þrefaldast. Sextíu prósent kvenna eru í megrun eða sérstöku mataræði á ein- hverjum tímapunkti en næstum því níutíu prósent offeitra karla segjast aldrei fara í ræktina. Samkvæmt dagblaðinu Mirror vilja rúmlega þrjátíu prósent karla liggja í leti, éta og drekka. Sex mínútur af æfingu á viku gera jafn mikið og sex klukku- stundir af æfingu fyrir líkamann samkvæmt nýrri rannsókn pró- fessor Martin Giabla. Rannsóknin birtist í tímaritinu Journal of App- lied Physiology en 23 konur og karlmenn á aldrinum 25 til 35 tóku þátt og var það prófað hvað þau voru lengi að hjóla þrjátíu kílómetra. Giabla komst að því að fólk getur hætt að stunda líkamsrækt í tvo tíma í senn, þrisvar í viku, og aðeins stundað hana í tvær mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Gísli Pétur hjólar stundum frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Skólinn er óréttlátur! Það er sama hvað ég er duglegur, verkefnin klárast aldrei! Boðskortin fyrir stóra daginn BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.