Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 2
2 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR MÓTMÆLI Mótmæli sem samtökin Náttúruvaktin stóðu fyrir fyrir utan Nordica hótel í gær vöktu litla hrifningu skipuleggjenda alþjóð- legrar álráðstefnu sem þar fer fram. Fór nærvera um tíu mótmæl- enda svo mjög fyrir brjóstið á þeim að þess var krafist að lögregla yrði kölluð til. Voru samtökin að mótmæla því að slík ráðstefna væri haldin hér á landi svo lítið beri á en þátttakend- ur á henni skipta tugum og eru allir helstu álframleiðendur heims með fulltrúa á staðnum. Er ætlunin að samræma framtíðarstefnu iðnað- arsins næstu ár og áratugi og voru mótmælendur mótfallnir því að Ís- land væri í forgrunni slíkra hug- mynda. Ennfremur er gagnrýnt að íslensk orkufyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykja- víkur skyldu styrkja slíka ráð- stefnu og voru meðal annars Rann- veigu Rist, forstjóra Alcan í Straumsvík, formlega afhent mót- mæli hópsins. Ráðstefnunni verður framhaldið í dag en í morgun heldur hópurinn austur á land og er ætlunin að skoða þar Kárahnjúkavirkjun. -aöe Myndband birt af Saddam Hussein: Vill a› rétta› ver›i yfir sér í Svífljó› BAGDAD, AP Myndband þar sem Saddam Hussein sést í yfirheyrsl- um hefur nú verið gefið út af dóm- stólnum sem var sérstaklega skip- aður til að fjalla um mál hans. Í myndbandinu sést hvar Saddam er spurður út í voðaverk á borð við Anfal-fjöldamorðin á Kúr- dum. Ekki hefur enn verið gefið upp hvar eða hvenær upptakan er gerð en þetta er í fyrsta skipti sem Saddam sést síðan hann kom fyrir réttinn í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Lögmaður Saddams hefur lýst því yfir að einræðisherrann fyrr- verandi vilji að réttað verði yfir honum í Svíþjóð og bætti því við að samkvæmt írösku stjórnarskránni væri Saddam friðhelgur fyrir hvers kyns ákærum. Aðspurður um ástæðurnar fyrir því af hverju Svíþjóð væri fyrsti kostur sagði lögmaðurinn að aðstæður væru slíkar í Írak að ekki væri hægt að búast við sanngjörnum réttarhöld- um, líklegra væri að Saddam fengi sanngjarna málsmeðferð í Svíþjóð. Ákæruatriðin gegn Saddam eru fjölmörg, þar á meðal morð á póli- tískum andstæðingum, efnavopna- árásir á Kúrda og innrás í Kúveit og spá flestir stjórnmálaskýrendur því að hann verði dæmdur til dauða. ■ Fjárlaganefnd fjallar ekki frekar um máli› fiingma›ur stjórnarandstö›unnar segir a› ni›ursta›a ríkisendursko›unar sé upphaf frekar en endir. Forma›ur fjárlaganefndar segir máli› ekki ver›a á dagskrá nefndarinnar í dag. EINKAVÆÐING Formaður fjárlaga- nefndar ætlar ekki að taka skýrslu ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til umræðu á fundi nefndarinnar á morgun. Stjórnarandstaðan segir skjóta skökku við að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna sjálfur. „Þetta mál er ekki á dagskrá á fundi fjárlaganefndar því við erum að ræða allt aðra hluti,“ seg- ir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, aðspurður um hvort niðurstaða ríkisendurskoð- unar um hæfi forsætisráðherra verði á dagskrá nefndarinnar á fundi í dag. Magnús segir ekkert ljóst hvort málið verði tekið upp á seinni stigum. „Ég hef aldrei efast um hæfi Halldórs í þessu máli. Þetta sjónarspil stjórnarandstöð- unnar eru skot út í loftið og alls ekki við hæfi.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, seg- ir að honum komi niðurstaðan á óvart og að hann telji nauðsynlegt að fá lagalegt álit vegna málsins. „Ég hélt að sú skylda sem lögð var á menn samkvæmt stjórnsýslu- lögunum væri þannig að menn ættu að segja sig frá málum þar sem um vensl eða hagsmuni væri að ræða. Ég er ekki búinn að kyngja því að Halldór hafi ekki verið vanhæfur og þetta mál þarf að skoða betur,“ segir Guðjón. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylkingar, segir að honum finnist óðagot að boða til fundar með hálftíma fyrirvara. „Það bendir ekki til mikillar yfirvegun- ar. Í öðru lagi þá kemur fram í áliti ríkisendurskoðunar að það sé ekki hennar hlutverk að fjalla um lögfræðileg álitaefni og sú spurn- ing vaknar hvers vegna hún var þá að taka málið upp að eigin frumkvæði. Í þriðja lagi finnst mér einkennilegt að sá sem rann- sóknin beinist að er látinn kynna skýrsluna.“ Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna, segir það með ólíkindum að for- sætisráðherra lesi upp fyrir fréttamenn valda kafla úr skýrslu um meinta spillingu sína sem samin er af eftirlitisaðila Alþing- is. „Í mínum eyrum hljómar þetta frekar sem upphaf en endir.“ Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir athugunina án alls samráðs við fjárlaganefnd. „Þetta er að frumkvæði ríkisendurskoðunar og okkur algjörlega óviðkomandi. Ríkisendurskoðandi var á fundi okkar að kynna ákveðin atriði í skýrslu sinni um einkavæðingar- ferlið en ekki neitt hvað þetta varðar.“ hjalmar@frettabladid.is Þjóðhagsreikningar: Mikill vöxtur einkaneyslu EFNAHAGSMÁL Þjóðarútgjöld Íslend- inga, sem eru samanlögð einka- neysla hér á landi og fjárfestingar, hafa vaxið um 11,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra þótt landsframleiðsla hafi ekki vaxið nema um 2,9 pró- sent á sama tíma. Útgjöldin hafa því aukist meira en tekjurnar. Mestu munar um 17,7 prósenta aukningu á innflutningi á sama tíma og útflutningur hefur dregist saman um 3,0 prósent en hvort tveggja má rekja til hás gengis. Þetta kemur fram í nýútgefnum Þjóðhagsreikningum Hagstofunn- ar. - grs VERKSUMMERKI RANNSÖKUÐ Lögreglan hefur enn ekki borið kennsl á þann sem keyrði pallbíl hlaðinn sprengiefni sem grandaði fimmtán og særði um sextíu til viðbótar. 15 farast í tilræði: Óvíst hver er ábyrgur INDLAND, AP Fimmtán létust og sextíu særðust í sjálfsmorðs- sprengjuárás í Kasmír í gær. Á meðal þeirra sem létust var fjórt- án ára gamall piltur. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Pallbíl, sem hlaðinn var fjöru- tíu kílóum af sprengiefni, var ekið í gegnum bæinn og hann svo sprengdur í loft upp. Skömmu eft- ir sprenginguna þustu íbúar úr nálægum húsum út á götu og brást lögreglan við með því að beita táragasi. Samtök sem styðja Pakistan í deilunni um Kasmír hafa lýst yfir allsherjarverkfalli í dag til að mótmæla sprengjuárásinni. 66 þúsund manns eru taldir hafa týnt lífi í átökum um Kasmír á síðustu áratugum. ■ NAKIÐ HJÓLAFÓLK Hundruð nak- inna mótmælenda hjóluðu um götur ýmissa stórborga Evrópu nú um helgina til að mótmæla því hversu háðir Vesturlandabú- ar eru bensínþyrstum bílum. Mótmælendurnir hjóluðu hjá helstu merkisstöðum borganna og vöktu óskipta athygli hvar sem þeir komu. Hægt er að skoða myndir af þessari sérstöku baráttuaðferð á vefsíðunni worldnakedbikeride.org. Umferðarslys: Vörubíll ók á unga stúlku LÖGREGLUMÁL Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlu- mýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær. Tók vörubílstjórinn hægri beygju á grænu ljósi á sama tíma og stúlkan fór yfir gangbraut og lenti hún undir afturhjóli bílsins. Telpan var flutt á slysadeild Land- spítala-Háskólasjúkrahúss en ótt- ast var að hún hefði slasast mjög alvarlega. Til allrar hamingju reyndust meiðsl hennar minni en óttast var en hún slasaðist mest á læri. Var hún lögð inn á sjúkrahús- ið þar sem fylgst verður með henni næstu vikurnar. -aöe Rán framið í Olís Hamraborg: Ógna›i me› skrúfjárni LÖGREGLUMÁL Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönn- um stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf á brott með sölu dagsins. Notaði maðurinn skrúfjárnið til að opna sjóðsvélina þaðan sem hann tók allháa peningaupphæð. Hann hljóp svo á brott gegnum bílageymslu undir Hamraborg en þaðan eru fjölmargir útgangar. Bar leit lögreglu engan árang- ur en rannsókn stendur yfir. Von- ast er til að öryggismyndavélar í bensínsstöðinni og í bílageymsl- unni komi að notum við að bera kennsl á manninn. -aöe SPURNING DAGSINS Runólfur, eru ekki bara fjög- urra stjörnu vegir á Íslandi? Ætli sé ekki nær lagi að þeir séu með eina stjörnu Unnið er að úttekt á þjóðvegunum og verða þeim gefnar stjörnur, frá einni upp í fjórar, eftir öryggi. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. EVRÓPA ENGA FREKARI STÓRIÐJUFélagar í samtök- unum Náttúruvaktin afhentu Rannveigu Rist mótmæli sín vegna alþjóðlegrar álráð- stefnu sem hér er haldin þessa dagana. Mörg íslensk orkufyrirtæki styrkja ráðstefn- una sem sótt er af öllum stærstu álfram- leiðendum heimsins. SADDAM HUSSEIN VIÐ YFIRHEYRSLUR Myndband þar sem Saddam Hussein er yfirheyrður hefur nú verið gefið út af réttinum sem skipaður var til að fjalla um mál hans. Myndin er tekin úr því myndbandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EKKI VANHÆFUR Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við álit Ríkisendurskoðunar en stjórn- arliðar fagna niðurstöðunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Náttúruverndarsinnar mótmæltu álráðstefnu: Skipuleggjendur köllu›u til lögreglu FLUTNINGAVÉL FERST Flugvél af gerðinni DC-3 fórst skammt frá Fort Lauderdale í Flórída í gær- kvöld. Þrír voru um borð og er óttast að allir hafi farist. BANDARÍKIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.