Fréttablaðið - 14.06.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 14.06.2005, Síða 12
Mikil er kaupgleði landans. Kaup- máttur launa hefur aukist stór- lega og við sjáum enga ástæðu til að neita okkur um hlutina. Ný húsgögn, nýr gemsi, nýr bíll eða jafnvel bílar, leikföng, föt og svo mætti lengi telja. Fyrir örfáum mánuðum gekk stór hluti þjóðar- innar í gegnum skuldbreytingu lána og greiddi þá m.a. skamm- tímaskuldir sínar með lengri lán- um á lægri vöxtum. Yfirdráttar- skuldir eru aftur orðnar jafn miklar. Já, það er gaman að kaupa. Og mikil er vinnugleði landans. Allir sem vettlingi geta valdið vinna og vinna meira, dagvinnu, yfirvinnu, næturvinnu. Því þrátt fyrir hægstæð lán, lægri vexti, lengri lánstíma og allt hvað heiti hefur þarf að greiða þetta til baka. Eitthvað hlýtur undan að láta því sólarhringurinn hefur ekki lengst og það er svo undar- legt að þrátt fyrir flóð tækja inn á heimilin á undanförnum árum, tækja sem öll eiga að auðvelda verkin og flýta fyrir, hefur fólk sí- fellt minni tíma fyrir fjölskyldu, vini og áhugamál. Það var áhugavert að hlusta á hagfræðing Seðlabankans segja frá því nýlega í viðtali að fólk virtist hugsa meira um að komast í gegnum næstu mánaðamót en að auka eigur sínar. Þess vegna tek- ur fólk hærri lán til lengri tíma. Skammtímasjónarmiðið er ríkj- andi. Fregnir heyrast af slíkri sóun að það ætti að vera ólöglegt að fara þannig með peninga á meðan við vitum að þrátt fyrir allt lifir of stór hluti þjóðarinnar nán- ast við sult og seyru. Milljón fyrir heitan pott og 30 til 40 milljónir fyrir þrjá bíla í einni innkaupa- ferð. Slík meðferð peninga er í besta falli siðlaus. Eða hvað? Er þetta kannski allt í lagi? Mér er til efs að þeim, sem þurfa að þiggja bætur, oft af skornum skammti, þyki þetta ásættanlegt. Fólk sem varla á fyrir mat og þarf að treysta á góðviljaða ættingja, for- eldra eða börn, er varla sátt við þessa skiptingu fjármagns í sam- félaginu. Og allt skal metið til fjár. Það þarf að réttlæta menningu með því að hún gefi meira af sér en hún kostar þjóðina. Minna er talað um hin andlegu verðmæti, sjálfs- mynd og sjálfsvirðingu þjóðarinn- ar og gildi menningar sem menn- ingar, burt séð frá tölum í bók- haldi. Það þarf að reikna út arð- semi bættra samgangna þótt slík- ur útreikningur sé í besta falli vafasamur. Hvað er lagt til grund- vallar? Hvers virði er byggð í landinu? Minnisstæð er setning úr fyrirlestri í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum; „Það lifa engar munnmælasögur þar sem ekki eru munnar til að flytja þær áfram! Og hvers virði er það okk- ur að eiga munnmælasögurnar og aðrar sögur sem lifa aðeins vegna þess að fólk býr á stöðum og get- ur flutt þær áfram? Vissulega lifa einhverjar sögur frá byggðum sem ekki eru lengur til en þeim fækkar og margar týnast og finn- ast kannski aldrei aftur. Er hægt að meta slíkt til fjár? Þarf endi- lega að meta þær til fjár? Peningar eru afl góðra hluta en geta líka verið handhöfum sínum fjandsamlegir. Nú virðast pening- ar skipta öllu máli, þeir flæða um, skipta um hendur hraðar en venjulegt fólk skiptir um sokka og þeir virðast vera hið ríkjandi afl í samfélaginu. Nú þarf ekki að efast um gagnsemi og nauðsyn peninga en þegar önnur gildi virð- ast hverfa æ lengra frá okkur hlýtur að þurfa að setja fram spurningar um forgangsröðun verkefna, ekki síst hjá fjölskyldu- fólki. Áreitið er gegndarlaust, við „þurfum“ að eignast allt milli himins og jarðar og peningastofn- anir eru ekki bara fúsar að lána okkur peninga heldur beinlínis halda þeim að okkur. Freisting- arnar eru á hverju strái og það getur verið erfitt að standa á móti. Það þarf sterk bein til að þola góða daga var einhvern tíma sagt og það virðist eiga vel við núna. Nægjusemi og hófsemd eru hverfandi dyggðir en græðgin og gegndarlaus neysluhyggja tröll- ríður samfélaginu okkar. Þetta hlýtur að bitna á fjölskyldulífi og á uppeldi barna okkar. Forgangs- röðunin þarf að breytast og það ætti að vera lágmarkskrafa okkar að ein meðalstór fjölskylda geti lifað vel af launum fyrir eitt og hálft starf. En þá þarf líka að draga úr kröfunum, eða öllu held- ur breyta þeim. Gera meiri kröfur til fjölskyldulífs og minni kröfur til veraldlegra hluta. ■ Ríkisendurskoðun segir Halldór Ásgrímsson forsætisráð-herra hafa verið hæfan til að koma að einkavæðingu bank-anna með þeim hætti sem hann gerði og reyndar gott betur. Hann hefði verið hæfur, að mati Ríkisendurskoðunar, þótt aðkoma hans hefði verið meiri en hún í raun var. Á sama tíma segir þingflokksformaður Framsóknarflokksins nokkuð meira, hann segir um þá sem hafa efast um hæfi forsætis- ráðherra að þeir hafi háð rógsherferð og forsætisráðherra sjálfur kveinkar sér undan umræðunni og efasemdunum sem viðraðar hafa verið síðustu daga og vikur. Ekki má gleyma að Ríkisendurskoðun er ekki dómstóll. Samt verður ekki dregið í efa að niðurstöður stofnunarinnar í máli for- sætisráðherra eru klárar og efasemdir engar. Hins vegar er stjórn- arandstöðu, fjölmiðlum og kjósendum heimilt hér eftir sem hingað til að spyrja, jafnvel þótt spurningarnar séu erfiðar. Halldór Ás- grímsson tengist Skinney-Þinganesi, það er óumdeilt. Fyrirtækið kom við sögu í aðdraganda sölu bankanna. Þess vegna er ekkert að því að spurt sé. Og þess vegna verður spurt áfram. Þegar er ljóst að stjórnarandstæðingar taka niðurstöðu Ríkisendurskoðunar ekki sem málalokum. Þeir taka undir með Ríkisendurskoðun að niður- staða stofnunarinnar er ekki lagaleg. Það er einmitt það sem for- maður Frjálslynda flokksins segir vanta, það er lögfræðilega út- tekt. Það er ekkert að því að leitað verði eftir áliti annarra en Ríkisendurskoðunar. Málið er grafalvarlegt. Það er alvarlegt þegar grunur er um að aðkoma forsætisráðherra hafi ekki verið við hæfi. Og þótt Ríkisendurskoðun efist ekki um hæfi hans eru samt uppi efasemdir um að við hæfi hafi verið að hann kæmi að málinu. Það er ekki stórmannlegt af ráðherra, hvað þá forsætisráðherra að kveinka sér undan umræðu og gagnrýni. Enginn hefur ráðist að fjölskyldu ráðherrans, það vill svo til að fjölskylda hans á fjórð- ungshlut í Skinney-Þinganesi og það er meðal annars, og ekki síst, þess vegna sem spurningar um hæfi ráðherrans hafa vaknað og um leið um það hvort það hafi verið við hæfi að hann kæmi að málinu. Halldór Ásgrímsson var réttilega frá vegna veikinda þegar bankasalan var gerð. Eigi að síður er erfitt að ímynda sér annað en að hann hafi vitað hvaða ákvarðanir voru teknar, hvenær og af hverjum. Allir stjórnendur þekkja þannig verklag. Þess vegna er því ósvarað hvort það hafi verið við hæfi, að Halldór Ásgrímsson hafði afskipti af bankasölunni eftir að ljóst var að hann og hans fjölskylda áttu hagsmuna að gæta. Ríkisendurskoðun segir hann hafa verið hæfan og það er svo annarra að svara hvort aðkoma hans hafi verið við hæfi. Þeirri spurningu svara þeir sem kynna sér málið, hver fyrir sig. ■ 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON FRÁ DEGI TIL DAGS Enginn hefur rá›ist a› fjölskyldu rá›herrans, fla› vill svo til a› fjölskylda hans á fjór›ungshlut í Skinney- fiinganesi og fla› er me›al annars og ekki síst fless vegna sem spurningar um hæfi rá›herrans hafa vakn- a› og um lei› um fla› hvort fla› hafi veri› vi› hæfi a› hann kæmi a› málinu. Í DAG KAUPGLEÐI ÍSLENDINGA INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Nú vir›ast peningar skipta öllu máli, fleir flæ›a um, skipta um hendur hra›ar en venjulegt fólk skiptir um sokka og fleir vir›ast vera hi› ríkjandi afl í samfélaginu. Nú flarf ekki a› efast um gagnsemi og nau›syn peninga en flegar önnur gildi vir›ast hverfa æ lengra frá okkur hl‡tur a› flurfa a› setja fram spurningar um forgangs- rö›un verkefna, ekki síst hjá fjölskyldufólki. Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 40 miðar og 4 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við: Ef alltaf eru jól ver›a aldrei jól Tekur varla að tala um tengslin Þeir sem setja sig í spor Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra þessa dag- ana geta án efa skilið óþol hans gagn- vart linnulausri og ágengri umfjöllun stjórnarandstöðunnar og fjölmiðla. Halldór var varaformaður ráðherra- nefndar um einkavæðingu á sama tíma og fyrirtækið Skinney Þinganes, að hluta í eigu fjölskyldu hans, tvinnaðist inn í við- skipti með hluti sem síðar tengdust kaupum á Búnaðar- bankanum. Einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni, því ákvæði stjórnsýslu- laga um vanhæfis- ástæður eru býsna ströng. En eftir að hafa reifað málið á níu blaðsíðum komst Ríkisendurskoðandi að því í gær að í raun hefði verið óþarft að hugleiða sérstaklega hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum til S hópsins. Hallærið í góðærinu Halldór kvaðst á blaðamannafundinum í gær ýmsu vanur í stjórnmálum en hann ætlaðist til þess að fjölskylda sín yrði látin í friði. Stjórnmálamenn eru vanir atlögu tor- trygginna fjölmiðla. Stundum reynist grunur þeirra á rökum reistur. Þannig var það með Guðmund Árna Stefáns- son heilbrigðisráðherra þegar hann sagði af sér 1994. Fæstir muna ávirð- ingar hans. Þórólfur Árnason borgar- stjóri þurfti að taka pokann sinn í fyrra. Sekt hans var áreiðanlega minni en forstjóranna í olíusamráðsmálinu. Ritt Bjerregård, eitt sinn menntamálaráð- herra Danmerkur, varð að segja af sér þegar hún fór ótæpilega með al- mannafé á ráðstefnu UNESCO í París. Og hvað með breskan ráðherra sem missir ráðherrastól fyrir embættisglöp á borð við þau að koma au-pair stúlku inn í landið framhjá lögum og reglum? Krafan um heiðarleika og trúverðug- leika hvílir á þjónum almennings, ráð- herrunum. Nú reynir á trúverðugleika Ríkisendurskoðanda og forsætisráð- herra, sem nýlega gekkst undir reglur um að birta opinberlega upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna Fram- sóknarflokksins. johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Halldór Ásgrímsson kynnti niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Sá sem var borinn sökum las upp sýknuorðið Hæfi og hæfi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.