Fréttablaðið - 14.06.2005, Page 6

Fréttablaðið - 14.06.2005, Page 6
6 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR JARÐORKA Stjórn Þeistareykja hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Landsvirkjun um orkuöflun fyrir ál- ver á Norð-Austurlandi. Bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykja- víkur höfðu lýst yfir áhuga á að eignast hlut í Þeistareykjum ehf. en Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur, segir að Landsvirkjun hafi orðið fyrir valinu þar sem aðkoma Landsvirkjunar að frekari orkuöflun í Þingeyjarsýsl- um auki lýkur á nýju álveri á Norð- Austurlandi. Hreinn segir að Þeistareykja- virkun muni geta annað um þriðj- ungi af orkuþörf nýs álvers í ná- grenni Húsavíkur. „Það verður hins vegar ekki ráðist í Þeistareykja- virkjun nema til komi álver eða önnur stóriðja á Norð-Austurlandi. Þeistareykir ehf. hafa nú þegar lagt nokkur hundruð milljónir króna til rannsókna á svæðinu en með að- komu Landsvirkjunar að málinu verður frekari rannsóknum á Þeistareykjum flýtt,“ segir Hreinn. - kk LÍBANON, AP Þriðja og næstsíðasta umferð þingkosninganna í Líbanon var haldin í fyrradag. Flokkum maroníta og sjía vegnaði ágætlega en kosið var í austur- og miðhluta landsins. Flokkar sem börðust gegn áhrifum Sýrlandsstjórnar eru með sterk ítök á þessu landsvæði en fyrirfram var búist við því að þeir færu með öruggan sigur af hólmi. Helst bar til tíðinda gott gengi flokks Michels Aoun, eins for- svarsmanna kristinna maroníta og fyrrum byltingarleiðtoga en hann snéri aftur úr útlegð fyrir stuttu. Michel Aoun barðist á sínum tíma gegn áhrifum Sýrlendinga og ber kosningabarátta hans þess mjög merki nú. Flokkur hans er þó ekki í bandalagi við and-sýrlenska flokka súnnía. Sökum þess hve fylgið dreifðist á þá heldur núver- andi stjórn meirihluta sínum í þessum hluta landsins. Flokkur Aouns náði fjórtán þingsætum sem telst sigur þar á bæ en helsta bar- áttumál hans var að berjast gegn spillingu. Í Beqa-dalnum fékk framboð Hizbollah og Amal yfirburðakosn- ingu og jók þar með enn við þing- sætafjölda sinn. Framboðið er heldur hlynnt Sýrlendingum þannig að ljóst er að andstæður eru að skerpast í landinu. Fjórði og síðasti dagur kosning- anna er næstkomandi sunnudag. ■ DÓMSMÁL Sex voru dæmdir í fang- elsi vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna að- ildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þús- und stykkjum af e-töflum. Dómarnir teljast allir nokkuð þungir dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefn- anna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vil- hjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyr- ir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að út- vega efnin gegnum erlendan fé- laga sinn frá Marokkó, L'Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sam- bönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjár- magna kaupin í samvinnu við Vil- hjálm. Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangels- isvistar, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Þá var ung kona sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu. albert@frettabladid.is Hringróður – dagur 9: Gengur vel HRINGRÓÐURINN Kjartani Hauks- syni miðaði ágætlega í sjóferð sinni um helgina. Hann lagði af stað frá Reykjafirði á föstudaginn og fór þá í einni lotu fram að Kaldbaksvík. Á sunnudaginn reri hann yfir Húnaflóann. Í gær reri hann frá Skagaströnd en þá sóttist honum ferðin hægt vegna mótvinds. ■ Ný samtök gegn álveri: Atvinnulífi› einhæft BYGGÐAMÁL Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirðin- um voru stofnuð á fjölmennum fundi á Akureyri þann 28. maí síð- astliðinn. Þau vara eindregið við þeirri stefnu stjórnvalda að gera atvinnulíf þjóðarinnar einhæfara með enn einu álverinu, hugsanlega við Eyjafjörð. Auk einhæfni telja þau álver leiða til landspjalla og loftmengunar. Í stað álvers vilja samtökin stuðla að fjölbreytni í atvinnumál- um með áherslu á nýsköpun, þekk- ingariðnaði og hátækniiðnaði. ■ Aubenas sleppt: Laus úr 157 daga prísund FRAKKLAND Franska blaðakonan Florence Aubenas kom heim til Frakklands um helgina eftir fimm mánaða gíslingu í Írak. Með henni í haldi í Írak var aðstoðarmaður hennar. Aubenas var alls 157 daga í gíslingu en fyrrum utanríkisráð- herra, Michel Barnier, sem vann í málinu þangað til fyrir mánuði, sagði að Frakkar hefðu ekki greitt neitt lausnargjald fyrir blaðakon- una. Ekki hafa verið borið kennsl á mannræningjana en rúmenskur blaðamaður, Ovidiu Ohanesian, sem var haldið í gíslingu í tvo mánuði í landinu en síðan sleppt, varpaði ljósi á málið. Honum var haldið í gíslingu í 51 dag í klefan- um við hliðina á Aubenas. - lkg Átt þú kött sem er ómerktur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 88% 12% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Einstakt tilboð! Þjóðhátíðardagshelgi á Hótel Örk Pantanir í síma: 483 4700 info@hotel-ork.is www.hotel-ork.is Daganna 16. - 19. júní Í tilefni Þjóðhátíðardagsins 17. júní veitum við Íslendingum og öðrum gestum tækifæri á að gera vel við sig og sína. Frí gisting í tvíbýli á Hótel Örk ef keyptur er þriggja rétta þemakvöldverður hússins. Verð kvöldverðar einungis 4.900,- krónur á mann. Fjör fram eftir nóttu í Hveragerði fimmtudag, föstudag og laugardag Veljum íslenskt! Tómas Þóroddsson og Jakob V. Arnarson matreiðslumenn á Hótel Örk hafa sett saman matseðil fyrir þjóðhátíðardagshelgina með úrvals íslensku hráefni. Golf í Hveragerði Allir viðskiptavinir Hótels Arkar býðst að spila frítt golf á tveimur golfvöllum í Hveragerði, í Gufudal og við hlið hótelsins. BORHOLA Á ÞEISTAREYKJUM Stærstu eig- endur Þeistareykja eru Orkuveita Húsavík- ur og Norðurorka og á hvor aðili 47 pró- senta hlut. Þingeyjarsveit á um fimm pró- sent og Aðaldælahreppur um eitt prósent. FUNDIN SEK Fangelsisdómar bíða sex sakborninga af þeim sjö sem ákærð voru fyrir aðild að kaupum og innflutningi á fíkniefnum snemma á síðasta ári. Áætlun fólksins var að flytja inn lítið magn kókaíns en þegar til kom var þúsund e-töflum bætt við sendinguna. STUÐNINGSMAÐUR AOUN Michel Aoun sneri aftur úr fjórtán ára langri útlegð fyrir um fimm vikum síðan og hefur á stuttum tíma hleypt miklu lífi í líbönsk stjórnmál. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Sexmenningar í fangelsi Sex sakborningar af sjö voru dæmdir í fangelsi fyrir flátttöku sína í kaupum og innflutningi á kókaíni og e-töflum í Héra›sdómi Reykjaness í gær. Söluver›mæti efnanna er tali› vel yfir flrjár milljónir króna. Næstsíðasti dagur þingkosninga í Líbanon: Michel Aoun kom, sá og sigra›i Orkuöflun fyrir álver á Norð-Austurlandi: fieistareykir semja vi› Landsvirkjun HANDTEKIN VEGNA HEIÐURS- MORÐS Gefin hefur verið út hand- tökuskipun á móður Rahila Iqbal, norskrar konu af pakistönsku bergi brotnu, en hún lést í dular- fullu bílslysi í Pakistan á dögun- um. Faðir hennar og afi sitja í fangelsi í Pakistan og bíða dóms fyrir meint heiðursmorð á stúlkunni. Faðirinn hlaut dóm í Noregi árið 2001 fyrir líkamsárás á unnusta annarrar dóttur sinnar. ÁTÖK Í DRAMMEN Mikil slagsmál brutust út í bænum Drammen á sunnudagskvöld. Allt að 150 manns eru sagðir hafa tekið þátt í áflogunum. Þurfti að flytja konu á sjúkrahús í kjölfarið en sex manns voru færðir í fangageymslur lög- reglunnar. NOREGUR FAGNAÐARFUNDIR Í FRAKKLANDI Jacques Chirac Frakklandsforseti tók á móti Aubenas með kossi í Villacoublay í Vestur-Frakklandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.