Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 40
24 14. júní ÞRIÐJUDAGUR Það hefur ekki verið hægt að þver- fóta fyrir fréttum af Angelinu Jolie, Brad Pitt, Tom Cruise og Katie Holmes. Pitt og Jolie hafa að undanförnu hótað lögsóknum á báða bóga ef einhver blaðamaður dirfist að spyrja þau út í einkalíf sitt. Tom Cruise og Katie Holmes vilja hins vegar ekki gera neitt annað en tala um sína ást. Jolie hjónadjöfull? Sögurnar af Angelinu og Brad eru ekkert nýjar af nálinni. Þegar til- kynnt var að þau væru að fara að leika saman í myndinni Mr. & Mrs. Smith fóru kjaftasögurnar strax af stað. Erfiðleikar höfðu verið í hjónabandi þeirra Brads og Jenni- fer Aniston þar sem Brad vildi fjöl- skyldu en Jennifer ætlaði að ein- beita sér að frama sínum í kvik- myndum. Brad var ekki sáttur og öllum var ljóst að gullhjónabandið hékk á bláþræði. Á sama tíma var Jolie að gera mikið grín að því að Colin Farell væri alltaf að reyna við hana. Þau léku þá saman í Alex- ander. Af tökustað Mr. & Mrs. Smith bárust fregnir af því að Brad og Angelina væru orðin mjög náin. Angelina á soninn Maddox og Brad þráir víst ekkert heitar en að verða pabbi. Undir lokin sveif sú kjafta- saga að Jennifer hefði komið að eiginmanni sínum í „heitum sam- ræðum“ við Angelinu. Þau skildu eftir tæplega fimm ára hjónaband í mars. Aniston hefur ekkert tjáð sig um samband Brads og Angelinu. Vafalaust vill hún ekki fórna kvik- myndaferli sínum vegna þess að Jolie er jú mun stærra nafn en Ani- ston og ekki ráðlegt að eiga hana sem óvildarmann. Markaðsbrella Árið hefur hjá paparazzi-ljósmynd- urum snúist um að ná þeim saman og það tókst loks í enda apríl. Þá hafði Jennifer Aniston nýlega lýst því yfir að hún saknaði Brad síns. Myndin af þeim fór eins og eldur um sinu en Brad og Jolie voru þög- ul sem gröfin. Það ýtti enn frekar undir þær kjaftasögur að þau væru saman. Þegar taka átti kynninga- myndir fyrir Mr. & Mrs. Smith barst frétt af því að þau hefðu pantað sér hótelherbergi saman. Það var ekki fyrr en þau þurftu að fara í kynningarviðtöl að allar gáttir opnuðust. Þau hótuðu blaða- mönnum lögsókn ef þeir spyrðu persónulegra spurninga. Á rauða dreglinum forðuðust þau hvort annað. Sérfræðingar í kvikmyndum eru sammála um að allt þetta fár hafi verið skipulagt í þaula. Brad og Jolie hafi með þessu móti búið til mikla eftirvæntingu eftir Mr. & Mrs. Smith og það sannaðist heldur betur á frumsýningardaginn. Myndin halaði inn 51 milljón dala á sinni fyrstu sýningarhelgi. Kvik- myndasérfræðingar eru þess full- vissir að þetta sé einhver best heppnaðasta markaðsbrella ársins. Jolie og Pitt létu síðan taka myndir af sér sem hjón í tímaritinu W. sem sýnir að þau hafi haft gaman af því að leika þennan leik. Óvæntasta par ársins Ef eitthvað hefði getað skyggt á Brad Pitt og Angelinu Jolie var það ástarlíf Tom Cruise. Hjóna- band hans og Nicole Kidman var eitt það traustasta í Englaborginni en þau slitu samverum öllum að óvörum fyrir fjórum árum síðan. Þá fór gamall orðrómur af stað um að Cruise væri samkynhneigður en hann bar af sér allar slíkar sög- ur. Í byrjun maímánaðar birtist hann með leikkonuna ungu Katie Holmes upp á arminn í Róm. Heim- urinn stóð á öndinni þar sem þetta var alls ekki viðbúið. Katie hafði nýlega slitið trúlofun sinni og Chris Klein en Tom Cruise var hættur með Penelope Cruz. Cruise og Holmes eru sennilega eitt óvæntasta par Hollywood síðan Julia Roberts giftist Lyle Lovett. Hann er ein stærsta stjarnan í Hollywood en Katie hefur hægt og bítandi verið að klifra upp frægð- arstigann. Ekki var alveg á hreinu hvernig þau tvö kynntust en þegar þau birt- ust í Róm sögðust þau vera „ást- fangin“ og höfðu þá verið saman í tvær vikur. Ég elska hann Nýlega fór svo eitthvað að hrikta í heilabúi Tom Cruise. Hann birtist í þætti Oprah Winfrey þar sem hann stökk upp á sófa, baðaði út höndunum og lýsti yfir einskærri ást sinni á Katie Holmes. Hann kom síðan fram í þætti Jay Leno og sagðist „kannski“ hafa misst stjórn á sér. „Ég geri bara brjálaða hluti þegar ég hugsa um hana,“ sagði Cruise. Katie hefur hins vegar sökkt sér ofan í Vísindakirkjuna sem á hug Cruise allan. Hún talar ekki lengur við þá vini sína sem ekki eru í söfn- uðinum. Tom hefur enn fremur ráðlagt henni að taka ekki að sér hlutverk þar sem hún er einhvers konar fíkill. Ofan á þetta allt saman komu heimildarmenn fram og sögðu þetta samband vera mark- aðsbrellu. Samband þeirra væri auglýsing fyrir væntanlegar myndir þeirra beggja en Cruise leikur í stórmyndinni War of the Worlds en Holmes í Batman Beg- ins. Sögusagnirnar urðu það há- værar að Katie sá sér ekki annað fært en segja þetta vera rætni og tóma lygi. „Ég elska hann,“ sagði hún af sannfæringu. ■ TOM CRUISE Gekk af göflunum í þætti Oprah Winfrey. Hann fór síðar í þátt Jay Leno og bar af sér allar sögur um geðveiki. PAR ÁRSINS Tom Cruise og Katie Holmes eru tvímælalaust par ársins í Hollywood. Þau virðast vera ástfangnari með hverjum degi sem líður þrátt fyrir orðróm um að sambandið sé ekkert ann- að en auglýsingabrella MR. & MRS. SMITH Þau hafa ekki viljað láta mynda sig saman þegar þau hafa mætt á frumsýningar nýjustu mynda sinnar, Mr. & Mrs. Smith. Pitt og Jolie Hvort ástarfuninn úr myndinni hefur skilað sér frá tökustað og yfir í raunveruleikann er ekki gott að segja. Sumir kalla fárið í kringum þau bestu markaðsbrellu ársins. Sögurnar endalausu Fræga fólki› fer ótro›nar sló›ir í ástarmálum sínum. fia› notar ástina í marka›sskyni og til fless a› neita or›rómi um samkynhneig›. Freyr Gígja Gunnarsson sko›a›i tvö pör sem hafa beitt samböndum sínum á ólíkan hátt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.