Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,24 65,56 117,62 118,20 78,59 79,03 10,56 10,62 10,04 10,10 8,48 8,53 0,60 0,60 95,19 95,75 GENGI GJALDMIÐLA 13.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,88 +0,43% 4 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÞRÓUNARLÖND Skilyrði geta komið í veg fyrir að ávinningur af skuldaniðurfellingu margra af fátækustu ríkja heims komist til þeirra sem mest þurfa á að halda. „Skilyrði um stjórnhætti, baráttu gegn spillingu og þróun í lýðræðisátt útiloka mörg fátæk- ustu landanna,“ sagði Jónas Þór- ir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar í Há- degisútvarpi Talstöðvarinnar í gær. „Mörg af fátækustu löndunum geta ekki uppfyllt þessi skilyrði án utanaðkomandi aðstoðar,“ sagði Jónas Þórir. „Aðstoðin nær því ekki til þeirra sem verst eru settir en þær þjóðir sem þegar eru komnar á skrið fá aðstoð.“ Jónas segir jákvætt að þær þjóð- ir fái aðstoð en ekki megi gleyma hinum sem ekki eiga hennar kost. Jónas segir mörg vandamál koma upp þegar ráðstafa eigi fjármunum sem vinnast við skuldaniðurfellinguna og þar bíði ærið verkefni frjálsra fé- lagasamtaka. „Frjáls félagasam- tök geta tekið höndum saman og aðstoðað stjórnvöld við að byggja upp stjórnkerfið,“ segir Jónas Þórir. „Þau geta jafnframt verið nokkurs konar varðhundar á að allt fari vel fram og að að- stoðin verði ekki spillingu og misnotkun að bráð.“ ■ Pútín kve›st hlynntur ni›urfellingu skulda Tony Blair og Vladimir Pútín sátu á rökstólum í Moskvu í gær flar sem a›sto› vi› flróunarlöndin og loftslagsmál voru efst á baugi. Vi›ræ›urnar eru li›ur í fundaherfer› Blairs fyrir lei›togafund átta helstu i›nríkja heims í næsta mánu›i. RÚSSLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sótti Vla- dimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfis- mál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara. Fundur Blairs og Pútíns í gær er liður í ferð þess fyrrnefnda fyrir leiðtogafund átta helstu iðn- ríkja heims í Gleneagles, Skotlandi, sem haldinn verður í byrjun júlímánaðar. Þar hyggst Blair berjast fyrir því að þróunar- aðstoð við Afríkuríkin verði tvö- földuð og ná samkomulagi um að spornað verði við gróðurhúsa- áhrifum. Leiðtogarnir tveir ræddu þessi mál í bænum Novo- Ogaryovo, skammt utan við Moskvu í gær og virtist fara vel á með þeim. Ekki er langt síðan að Rússar skrifuðu undir Kyoto-bókunina og skuldbundu sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Því vonast Bretar til að Rússar verði þeim drjúgur banda- maður í því að sannfæra Banda- ríkjamenn um að bregðast verði við hlýnun jarðar með einhverj- um hætti. Hins vegar hefur verið grunnt á því góða milli þjóðanna á síðustu misserum, meðal annars vegna Íraks og sökum þess að Bretar hafa veitt andstæðingum Pútíns hæli í landinu, til dæmis auðjöfrinum Boris Berezovsky og Akhmed Zakayev, hægri handar Aslan Maskadovs, fyrrum leið- toga Tsjetsjena. Þeir Pútín og Blair ræddu við blaðamenn að loknum fundinum og þar kom fram að Pútín er hlynntur hugmyndum hins breska starfsbróður síns um niður- fellingu skulda fátækra ríkja. Einnig voru málefni fyrrum Sovétlýðveldanna þar til umræðu en róstusamt hefur verið þar undanfarna mánuði, eins og at- burðirnir í Úkraínu, Kirgisistan og Úsbekistan eru dæmi um. Pútín sagði að Rússland og Vest- urveldin ættu að vinna saman að því að gera þennan heimshluta stöðugri en ekki keppast um áhrif í honum. Síðdegis hélt Blair svo til Berlínar til fundar við Gerhard Schröder, kanslara. Í dag eru svo fyrirhugaðir fundir við leiðtoga Lúxemborgar og Frakklands. Þær viðræður munu hins vegar öðru fremur snúast um þær ógöngur sem Evrópusambandið er komið í eftir úrslit þjóðaratkvæða- greiðslna í Frakklandi og Hollandi um stjórnarskrársáttmála ESB. ■ Ástæða verðbólgu: Húsnæ›islán valda flenslu EFNAHAGSMÁL Verðbólgan er keyrð áfram af breytingum á húsnæðis- markaði, ekki framkvæmdunum fyrir austan. Þetta sagði Guð- mundur Ólafsson hagfræðingur á Talstöðinni fyrir helgi. „Bankarnir hafa að undan- förnu fengið dollara eða pund að láni og keypt íslenskar krónur. Eftirspurn eftir íslenskum krón- um er stóraukin og gengi krón- unnar hækkar,“ sagði hann. „Kárahnjúkar koma eitthvað við sögu en sáralítið. Þenslan inn- anlands stafar af því að vextir á húsnæðislánum lækka og kaup- máttur heimilanna vex.“ -ghs STARFSMENN TELJA ATKVÆÐI Ítalirnir þurftu að telja færri atkvæði en þeir gerðu ráð fyrir þar sem kosningaþátttaka var mjög dræm. Kosning ógild: fiátttakan of dræm RÓM, AP Ítalir kusu í gær og í fyrradag um það hvort slaka eigi á löggjöf um stofnfrumurann- sóknir og glasafrjóvganir. Kosn- ingarnar voru hins vegar ógildar þar sem þátttaka var afar dræm. Á fyrri degi kosninganna kusu ekki nema tæp 19 prósent kjós- enda og þegar yfir lauk í gær var kjörsóknin aðeins 24 prósent. Að minnsta kosti helmingur kosningabærra manna þurftu að kjósa til að kosningarnar væru bindandi. Almennt áhugaleysi og hvatning kaþólsku kirkjunnar til fólks um að sniðganga kosning- arnar eru ástæður þessarar dræmu kjörsóknar. Niðurstöðunni var ákaft fagnað í Páfagarði. ■ HLÚÐ AÐ SLÖSUÐUM Þessi piltur var einn þeirra sem bjargaðist í flóðinu á föstudag. Lík 88 skólafélaga hans hafa fundist en nokkurra er enn saknað. Aurflóð í Kína: Tugir barna t‡ndu lífinu KÍNA Nú er ljóst að í það minnsta 92 fórust í skyndilegu aurflóði sem féll á barnaskóla í Shalan, Heilongjiang- héraði í Kína á föstudag. 88 þeirra sem létust voru lítil börn sem komust ekki út úr kennslustofu sinni þegar flóðbylgjan skall á skól- anum. Mikla úrkomu gerði óvænt fyrir helgi í héraðinu og urðu flóðin í kjölfar þess. Gagnrýnisraddir hafa hins vegar verið á lofti um að van- ræksla embættismanna kynni að hafa valdið því að skaðinn var jafn mikill og raun bar vitni. Þá týndi 31 lífi í eldsvoða á hóteli í Guangdong. ■ Samfylkingin í Reykjavík: Vill vi›ræ›ur um R-listann BORGARMÁL Stjórn Samfylkingarfé- lagsins í Reykjavík vill ganga til viðræðna um endurnýjað samstarf innan Reykjavíkurlistans. Í ályktun stjórnar félagsins, sem hélt fund síðastliðinn sunnudag, segir að ár- angur síðustu þriggja kjörtímabila sé slíkur að ábyrgðarlaust og óskyn- samlegt væri að slíta samstarfi Reykjavíkurlistans. Stjórn félags- ins beinir því til fulltrúaráðs Sam- fylkingarfélaganna í Reykjavík að veita félögunum umboð til samn- ingaviðræðna undir merkjum Reykjavíkurlistans. ■ BANDARÍKIN VEÐRIÐ Í DAG JÓNAS ÞÓRIR ÞÓRISSON Framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir ærið verkefni bíða hjálparstarfsmanna eftir nið- urfellingu skulda átján fátækra ríkra þriðja heimsins. HUNDELTIR LEIÐTOGAR Blair og Pútín voru léttir í lund að viðræðunum loknum. Labradorhundur Pútín, Koni, fylgdi þeim eins og skugginn meðan á fundi þeirra stóð. HUNDAR BÍTA DRENG TIL BANA Sá hörmulegi atburður varð í San Francisco í Kaliforníu að tveir grimmir hundar bitu tólf ára gamlan dreng svo illa að hann hlaut bana af. Móðir drengsins viðurkenndi að heimilishundarnir gætu verið hættulegir börnum en engu að síður skildi hún drenginn eftir heima með hundunum á meðan hún fór út í búð. Þegar hún kom til baka var sonur henn- ar látinn eftir hundsbit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Skilyrði fyrir niðurfelling skulda fátækustu ríkja heims sögð helst til ströng: Ávinningurinn gæti fari› fyrir líti›

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.