Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 2005 19 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 64 2 0 6/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 * pr. mán. Miðast við 36 mán. leigu og 136.000 kr. í tryggingafé. ** pr mán. Miðað við 84 mán. samning og 20% útborgun. Verðlistaverð 1.849.000 kr. Tilboðsverð 1.756.000 kr. Einkaleiga 34.200 kr.* Bílasamningur 21.060 kr.** COROLLA WAGON. Fjölskyldubíll með ferðaþrá. Pláss fyrir fleiri ævintýri Corolla Wagon er freistandi kostur fyrir fólk sem langar bæði til að njóta lífsins í borginni og ferðast á eigin vegum. Hönnunin er stílhrein og gleður augað en ekkert er gefið eftir þegar kemur að notagildi. Innanrými er sérstaklega vel skipulagt með þægindi og nýtingu í huga og gefur mögu- leika á miklu farangursrými. Corolla Wagon er sparneytinn og ríkulega hlaðinn staðalbúnaði. Líttu inn, skoðaðu og reynsluaktu nýjum Corolla Wagon. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið God og War Kippur af Coca Cola DVD myndir Aðra tölvuleiki Og margt fleira. BTL GAME á númerið 1900 og þú gætir unnið. D3 Þú gætir unnið: Sendu SMS skeytið 12. hver vinnur. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Stjörnugolf 2005 verður haldið á Hvaleyrarvelli í dag þegar hópur þjóð- þekktra Íslendinga spilar golf til styrktar góðu mál- efni. Í þetta sinn rennur ágóði mótsins til MND félagsins. Sannkallað stjörnustríð verður á Hvaleyrarvelli í dag þegar nokkrar þjóðþekktar stjörnur etja kappi hver við aðra á árlegu Stjörnugolfi 2005. Í ár rennur allur ágóði móts- ins til MND félagsins til rannsókna á þessum sjaldgæfa og ólæknanlega sjúkdómi. MND er taugahrörnunar- sjúkdómur sem þrír til fimm Ís- lendingar greinast með á hverju ári. Sjúkdómurinn ágerist venjulega hratt og af honum leiðir máttleysi og lömun en vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður. Líftími sjúk- linga eftir að þeir fá sjúkdóminn er frá einu upp í sex ár en sumir lifa lengur. Golfáhugamennirnir Björgvin Freyr Vilhjálmsson og Ágúst Guð- mundsson eru upphafsmenn móts- ins. Þeir fengu hugmyndina í fyrra og vildu láta gott af sér leiða. Þar sem söfnunin fyrir Barnaspítala Hringsins gekk framar vonum ákváðu þeir að slá upp öðru slíku móti og búast við að geta tvöfaldað þá upp- hæð sem kom inn í fyrra. Nokkur fyr- irtæki hafa stutt dyggi- lega við bakið á þeim félögum. Það eru Bónus, Brimborg, Icelandair og KB-banki. „Þetta væri óhugsandi án þeirra,“ segir Björg- vin. Þær stjörnur sem munu veita málefninu lið með þátttöku í Stjörnugolfinu eru meðal annars Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen knattspyrnumenn, Logi Bergmann Eiðsson, Laddi, Arnar Jónsson og Stefán Hilmarsson, ásamt mörgum fleirum. solveig@frettabladid.is UPPHAFSMENN Þeir Björgvin Vilhjálmsson og Ágúst Guðmundsson standa fyrir Stjörnu- golfi 2005 til styrktar MND félagsins. STJÖRNUSTRÍÐ Mikill fjöldi þjóðþekktra Íslendinga tekur þátt í mótinu. Þeirra á meðal eru þeir Eyjólfur Sverris- son fyrrverandi lands- liðsmaður í knattspyrnu, Stefán Hilmarsson tónlistarmaður og Hermann Gunnarsson þáttastjórnandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Stjörnur spila golf og styrkja sjúka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.