Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 36
14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við orðnir leiðir á ... ... að horfa upp á Kristján Finnbogason, markvörð og fyrirliða KR, komast upp með hvert ljóta brotið á fætur öðru án þess að fá neina refsingu hjá dómurum. Kristján hefur ekki enn fengið spjald í Landsbankadeildinni þrátt fyrir að hafa brennimerkt tvo leikmenn mótherjanna með takkaskóm sínum. Heyrst hefur ... ... að ef Óli Stefán Flóventsson, fyrrum fyrirliði Grindavíkur og leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, fá sig lausan undan samningi sínum við Grindavík þá gangi hann til liðs við Framara og spili með þeim út sumarið. Óli Stefán lenti í útistöðum við Milan Stefán Jankovic, þjálfara liðsins og ákvað í kjölfarið að hætta að spila með liðinu. sport@frettabladid.is 20 > Við vonumst eftir ... .... að Óli Stefán Flóventsson spili aftur í Landsbankadeild karla í sumar, hvort sem það verður með Grindavík eða einhverju öðru liði. Óli Stefán lék mjög vel með Grindavík í fyrstu fjórum leikjunum í sumar og var einn af lykilmönnum Suðurnesjaliðsins. Gu›mundur Benediktsson er fyrsti leikma›urinn í úrvalsdeildinni sem nær a› leggja upp flrjú mörk í tveimur leikjum í rö› en hann hefur lagt upp 7 af 15 mörkum Valsmanna í sumar. Sex stoðsendingar í tveimur leikjum FÓTBOLTI Guðmundur Benediktsson hefur þegar afrekað það tvisvar sinnum í fyrstu fimm leikjunum sem hann náði aldrei á glæstum níu ára ferli sínum í Vesturbæn- um. Guðmundur hefur náð tveimur stoðsendinga-þrennum í síðustu tveimur leikjum Valsliðsins, átti þrjár stoðsendingar í 3-0 sigri á Fram og svo aðrar þrjár í 5-1 sigri liðsins í Keflavík um helgina. Guð- mundur hefur kannski bara skorað eitt mark í sumar, í 1. umferð gegn Grindavík, en hlutverk hans hjá Val snýst um allt annað en að skora mörkin, hann brýtur upp leik liðs- ins og er orðinn mjög hættulegur í öllum föstum leikatriðum sem hafa verið að skapa mikla hættu að undanförnu. Guðmundur lagði upp mark fyrir Garðar Gunnlaugsson í 2-0 sigri á Skagamönnum í annarri umferð, hann lagði upp öll þrjú mörkin í 3-0 sigri á Fram en þau skoruðu Matthías Guðmundsson, Sigþór Júlíusson og Baldur Aðal- steinsson og í Keflavík lagði hann upp skallamörk fyrir Atla Svein Þórarinsson og Baldur Aðalsteins- son úr hornspyrnum og loks mark fyrir Garðar Gunnlaugsson á lokamínútum leiksins en Garðar hafði komið inn á sem varamaður. Stoðsendingar hafa verið skráð- ar í efstu deild síðan 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem leikmaður nær að gefa þrjár stoðsendingar í tveimur leikjum á sama tímabilinu og hvað þá í tveimur leikjum í röð. Guðmundur gaf 37 stoðsendingar með KR á árunum 1995 til 2004 en náði aldrei að leggja upp fleiri en tvö mörk í einum og sama leiknum. Aðeins 4 með tvær þrennur Guðmundur er í raun aðeins 16. leikmaðurinn frá 1992 sem nær umræddri stoðsendingaþrennu og aðeins þrír aðrir hafa náð því tvisvar sinnum á ferlinum. Harald- ur Ingólfsson gaf fjórar stoðsend- ingar með ÍA gegn ÍBV 1992 og 3 stoðsendingar með ÍA gegn Breiðabliki 1994, Bjarki Gunn- laugsson gaf þrjár stoðsendingar fyrir ÍA gegn ÍBV 1992 og KR gegn Víkingi 1999 og Veigar Páll Gunnarsson gaf þrjár stoðsending- ar með Stjörnunni gegn Leiftri 2000 og endurtók síðan leikinn með KR gegn ÍA þremur árum seinna. Guðmundur hefur nú gefið 49 stoðsendingar í 152 leikjum í efstu deild, fimm fyrir Þór Akureyri, 37 fyrir KR og sjö fyrir Val. Haraldur Ingólfsson hefur gefið flestar stoðsendingar frá því að skráning þeirra hófst fyrir 13 árum en hann gaf 59 stoðsendingar á félaga sína í Skagaliðinu. Guðmundur er sem stendur í 3. sætinu, þremur stoðsendingum á eftir Inga Sig- urðssyni og verður þriðji leikmað- urinn frá upphafi til að leggja upp 50 mörk þegar hann gefur næstu stoðsendingu. Næsti leikur Valsmanna er gegn Íslandsmeisturum FH á Hlíð- arenda á morgun og nú er að sjá hvað Guðmundur gerir gegn hinni sterku vörn FH sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu fimm umferðunum. ooj@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 Stjarnan tekur á móti Breiðabliki á Stjörnuvelli í Landsbankadeild kvenna.  20.00 KR tekur á móti Keflavík á KR-velli í Landsbankadeild kvenna.  20.00 ÍA tekur á móti FH á Akranesvelli í Landsbankadeild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  7.00 Olíssport á Sýn. Endursýnt þrisvar til viðbótar til 9.00 og svo aftur klukkan 17.45.  19.00 Úrslitakeppni NBA Annar leikur San Antonio og Detroit endursýndur.  21.00 Toyota-mótarröðin í golfi á Sýn. Annað stigamótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Bestu leikir NBA á Sýn. Leikur Chicago og Phoenix í lokaúrslitunum 1993.  1.00 Úrslitakeppni NBA Þriðji leikur San Antonio og Detroit sýndur beint. San Antonio er komið í 2-0. Manu Ginobili, Argentínumaðurinn í liði San Antonio í miklu stuði gegn Detroit: KÖRFUBOLTI San Antonio Spurs hafa unnið fyrstu tvo leikina í úr- slitaeinvíginu við Detroit Pistons um NBA titilinn í körfuknattleik, en öðrum leiknum lauk í fyrrinótt með 97-76 sigri. Argentínumaður- inn Manu Ginobili fór enn einu sinni á kostum í liði heimamanna en hann var stigahæstur í liði Spurs með 27 stig. Heimavöllurinn hefur reynst Spurs vel undanfarin ár og hafa þeir ekki tapað fyrir Pistons þar í sjö ár. Larry Brown, þjálfari Pi- stons, sagði stöðuna erfiða. „Það er erfitt að lenda tvö núll undir á móti liði sem er jafn sterkt og Spurs á heimavelli. Vonandi náum við sýna jafn góðan leik og þeir á okkar velli, þar sem stuðn- ingsmenn okkar eru frábærir.“ Brown dáðist af körfuboltan- um sem Spurs spilaði. „Þeir léku einfaldan og fallegan körfubolta með hinn frábæra Manu Ginobili í broddi fylkingar. Hann hefur reynst okkur erfiður en við mun- um reyna að finna leið til þess að stoppa hann. Það eina sem við getum gert núna er að hugsa um okkur sjálfa og spila okkar leik. Ef ég gæti látið Ginobili spila illa, þá myndi ég gera það.“ Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði stöðuna sem kom- na væri upp reyna á lið sitt. „Það er oft auðveldara að bregðast við því að tapa heldur en að vinna. Við þurfum núna að vera þolin- móðir og einbeita okkur að því að spila okkar körfubolta.“ -mh San Antonio Spurs komi› í lykilstö›u Ljótt far er á baki Bjarna Hólms Aðal- steinssonar, leikmanns ÍBV, eftir spark sem hann fékk frá markverðinum Krist- jáni Finnbogasyni hjá KR eftir leik lið- anna á sunnudag. Þeir lentu saman Í baráttu um boltann á 74. mínútu leiks- ins og féllu báðir, dómarinn dæmdi Bjarna brotlegan. „Þegar við vorum að fara að standa upp þá sparkar Kristján skyndilega í bakið á mér. Ég var nátt- úrulega ekki ánægður með það, stóð upp og hljóp að honum en hann er nánast dottinn áður en ég kem við hann! Það er þá sem ég fæ að líta rauða spjaldið og er rekinn í sturtu.“ sagði Bjarni Hólm. Því er ljóst að Bjarni þarf að taka út leikbann sem hann er ekki sáttur við. Það eru slæm tíðindi fyrir ÍBV, sem sigr- aði leikinn gegn KR 2-1, því leikmannahópur liðs- ins er ekki breiður og baráttan í deildinni er ströng. „Ég er alveg helaumur í bak- inu eftir þetta og þetta er í raun verra en það lítur út fyrir að vera. Það er nokk- uð ljóst að þetta er mál sem eitthvað þarf að fara að skoða, þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kristján gerir svona hluti.“ sagði Bjarni en í byrjun móts var mikið rætt um háskaleg úthlaup Kristjáns eftir atvik í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar þegar KR og Fylkir áttust við. Dómararnir þora ekki að taka á þessu, þetta getur verið alveg stór- hættulegt. Markverðir komast upp með mun meira en aðrir leikmenn og því þarf að breyta.“ sagði Bjarni. Kvennahandboltinn: Alla fer í Val HANDBOLTI Alla Gokorian hefur ákveðið að semja við Val og spila með liðinu næsta vetur en auk þessa hefur ein efnilegsta hand- boltakona landsins, Rebekka Skúladóttir, gengið til liðs við Val frá ÍR. Alla hefur síðustu ár spilað með ÍBV en hún hóf ferilinn á Hlíðarenda. Rebekka Skúladóttir er systir landsliðskvennanna Hrafnhildar, Drífu og Dagnýjar Skúladætra. Ljóst má vera að Valsstúlkur verða nokkuð sterkar á komandi leiktíð, því auk Öllu og Rebekku hefur liðið endurheimt fyrirlið- ann Sigurlaugu Rúnarsdóttur, Drífu Skúladóttur, Kolbrúnu Franklín, Hafdísi Hinriksdóttur og Eygló Jónsdóttur er komin heim eftir dvöl í Víkinni. Ánanaust 15 • Sími 551 5960 Húsbyggjendur * Verktakar * Hönnuðir Efni rannnsakað hjá Rannskókastofnun byggingariðnaðarins rannsókn nr H85/216 Type A og Type B Liðin í áttunda riðli í undankeppni HM 2006: Öll li›in í okkar ri›li komin me› æfingaleik 17. ágúst FÓTBOLTI Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argent- ínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í und- ankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulands- leiki auk þess sem fjölmennustu riðlarnir nýta hann einnig til að spila leiki í undankeppninni. Íslenska landsliðið hefur ekki enn tryggt sér leik þennan dag og því stefnir í það að liðið fá engan undirbúningsleik fyrir næstu leiki í undankeppninni sem eru gegn Króatíu á Laugardalsvellin- um 3. september og Búlgaríu fjór- um dögum síðar í Sofíu. Þrjú af bestu liðum heims, samkvæmt styrkleiklista FIFA, mæta liðum úr 8-riðlinum. Brasil- íumenn (1. sæti) heimsækja Króata, Svíar fá Tékka (2. sæti) í heimsókn og Ungverjar taka eins og áður sagði á móti Argentínu (3. sæti). Þá taka Búlgarir á móti Tyrkjum (14. sæti) og Maltverjar fá Norður-Íra í heimsókn en allar þjóðirnar í 8. riðli spila þessa leiki á heimavelli. -ooj VILL ENGINN KOMA TIL ÍSLANDS? Lands- liðsþjálfaranir fá engan æfingaleik til þess að undirbúa liðið fyrir leikina í haust. 26,5 STIG Í LEIK Manu Ginobili hefur skorað 26,5 stig í leik og hitt úr 67% skota sinna í fyrstu tveimur úrslita- leikjunum gegn Detroit. GETTYIMAGES STÓRHÆTTULEGUR Guðmundur Benediktsson hefur spilað frábærlega með Valsliðinu í fyrstu fimm umferðum Landsbanka- deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Kristján sparka›i í mig Er helaumur BJARNI HÓLM AÐALSTEINSSON Í LIÐI ÍBV: MARINN EFTIR KRISTJÁN FINNBOGASON MARKVÖRÐ KR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.