Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 20
Boðskort Sendu boðskortin í brúðkaupið út tímanlega þar sem margir skipuleggja helgarnar sínar langt fram í tímann. Biddu jafnframt viðtakanda um að tilkynna forföll.[ ] Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Kaffið er ræktað í 1350 m hæð í hlíðum Pipilto eldfjallsins. Uppskerutímabilið er frá janúar út mars og eru berin hand tínd á hverjum degi á þessu tímabili. Kaffið hefur sætt bragð sem leikur við tungubroddinn, skarpa ávaxtakennda sýrni en mjög mjúka með góðri fyllingu, eftirbragðið er mjúkt og lifir lengi, má jafnvel greina reykt bragð. Njótið vel ! Cup of Excellence ® Nicaragua Cup of Excellence 10% afsláttur 250 gr. Áður kr 695 - Nú kr 625 Kaffi mánaðarins S í m i : 5 6 8 6 4 4 0 | b u s a h o l d @ b u s a h o l d . i s Stá lpottasett á góðu verði Brúðhjónal istar og gjafakort Sími 533 1020 NÝJAR VÖRUR Skeifunni 11d Viljum og ætlum að vera saman Kolbrún og Aron ganga í það heilaga 13. ágúst, eftir níu ára samband. Þau standa á tímamótum, hafa lokið námi og keypt sína fyrstu íbúð. Þau eru tilbúin að taka næsta skref. Kolbrún Pálsdóttir og Aron Birkir Guðmundsson hafa verið saman í níu ár og ætla að ganga að eiga hvort annað þann 13. ágúst í Há- teigskirkju. „Við vorum búin að vera saman í skóla í fjögur ár án þess að nokkuð gerðist á milli okk- ar,“ segir Kolbrún. „Svo var það á dimmisjónballi þegar hann var að útskrifast að ég lét til skarar skríða enda ekki seinna vænna.“ „Við vorum nú búin að vita hvort af öðru lengi, fórum samferða í strætó einn veturinn en töluðum aldrei saman,“ bætir Aron við. Þau fóru fljótlega að búa saman og finnst tími til kominn að gera alvöru úr málunum. Af hverju eruð þið að gifta ykkur akkúrat núna? „Við stönd- um á ákveðnum tímamótum núna, erum bæði búin í námi, vorum að kaupa okkur íbúð og erum tilbúin í næsta áfanga af lífinu,“ segir Aron. „Svo er þetta líka ákveðin staðfesting fyrir okkur frammi fyrir okkar nánustu á því að við viljum og ætlum að vera saman,“ bætir Kolbrún við. Þau hafa líka gaman af því að halda veislur. „Við héldum skemmtilega veislu þegar við út- skrifuðumst úr háskólanum í fyrra, höldum brúðkaupið í ár, svo verðum við þrítug á næsta ári og svo þurfum við að finna einhver fleiri tilefni,“ segir Kolbrún. „Þau koma örugglega,“ bætir Aron við. Kolbrúnu finnst skipta máli að gifta sig í kirkju: „Mér finnst það að vinna sín heit í kirkju merkja að maður er tilbúinn að leggja allt undir fyrir hinn aðilann. Þó maður sé ekki heittrúaður er trúin ákveðinn bakgrunnur í lífi manns. Kirkjur eru fallegar, notalegar og hátíðlegar, tónlist hljómar svo fal- lega þar og minningin lifir lengi, enda eins gott þar sem það er ekki stefnan að gera þetta oft.“ Þau ætla að halda stóra veislu enda eiga þau bæði stórar fjölskyldur og vinahópa. „Okkur langar að halda fjöruga og skemmtilega veislu. Við erum bæði mikið mat- fólk og því var aldrei möguleiki að það yrði ekki matur í veislunni,“ segir Kolbrún og Aron bætir við: „Það verður sennilega hlaðborð því þá blandast fólk saman og kynnist þegar það er að fá sér að borða.“ Þau langar til New York í brúð- kaupsferð en vita ekki alveg hvort þau hafa efni á því þar sem þau voru að kaupa sér íbúð. „Það væri samt gaman að fara eitthvað.“ Hvað varðar kjólinn verður Kol- brún leyndardómsfull á svip en Aron kemur af fjöllum. „Ég veit að það er búið að máta einhverja kjóla en veit ekki meir.“ Og hann fær ekki meira að vita fyrr en í ágúst, nánar tiltekið þann þrett- ánda. ■ Kolbrún og Aron hafa gaman af því að halda veislur og ætla að halda fjöruga og skemmtilega brúðkaupsveislu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N „Fólk vill gjarnan sjá eitthvað til að styðj- ast við og gefa sér tíma til að skoða áður en það tekur ákvörðun með boðskortin,“ segir Þorsteinn Yngvason hjá Stafrænu prent- smiðjunni í Hafnar- firði. Strákarnir í prentsmiðjunni hafa hannað mikið af boðskortum og tek- ið saman í bók sem viðskiptavinir þeirra geta fengið með sér heim til að skoða. „Kortin eru stöðluð og þarf stundum engu að breyta nema texta, en text- inn er alltaf per- sónulegur,“ segir Þorsteinn. Hann segir að auð- vitað sé alltaf best að gefa sér tíma í þetta, en hans reynsla er sú að fólk sé yfirleitt alltaf á síðustu stundu. „Ef fólk er búið að ákveða kort- ið og ekki er löng biðröð í prentvélarn- ar er yfirleitt hægt að afgreiða kortin með tveggja daga fyrir- vara,“ segir Þor- steinn. „Fólki finnst þægilegt að geta gengið að hugmyndum að kort- um og flestir styðjast við stöðluðu kortin. Auðvitað vilja sumir gera eitthvað öðru- vísi,“ segir Þorsteinn. Textinn alltaf persónulegur Stafræna prentsmiðjan hannar og prentar boðskortin fyrir stóra daginn. Hægt er að skoða kortin á vefsíðunni smidjan.is en hér getur að líta nokkur sýnis- horn. Þorsteinn Yngvason hjá Stafrænu hugmyndasmiðj- unni segir að fólki þyki þægilegt að hafa önnur boðskort til að styðjast við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.