Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 46
30 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Íslenska landsliðið í handknattleikvar landi sínu til sóma á sunnu- daginn þegar það bar sigurorð af því hvítrússneska í Kaplakrika, 33 – 24. Fjöldi manns lagði leið sína í Kaplakrikann og barði liðið augum en talið er að yfir 2000 manns hafi mætt. Sigurreifir mættu landsliðsmenn síðan á Vegamót þar sem sannur íþróttarandi ríkti og sást varla vín á manni. Liðið sat í reyklausa hluta staðarins og virtist gera sér grein fyrir að þótt orrustan hefði unnist væri stríðið ekki búið. Þarna voru allar helstu kempurnar, fóst- bræðurnir Ólafur Stefánsson, Dagur fyrirliði Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. Einar Hólmgeirsson mætti óhræddur auk Guðjóns Vals Sig- urðssonar sem hafði rakað dökka hárið af sér. Viggó Sigurðsson og Bergsveinn Berg- sveinsson voru þó hvergi sjáanlegir enda hafa þeir sennilega verið að undirbúa æfingu sem var víst snemma um morgun- inn. Það virðist vera óþrjótandi lyst eft-ir tímaritum á Íslandi. Tímaritaút- gáfan Fróði auglýsti á dögunum eft- ir nýjum ritstjóra á nýtt tímarit. Steinar J. Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Fróða, er nokkuð brattur og segir alls ekki á dag- skránni að einhverju blaði verði hætt en sögusagnir um að útgáfu b&b verði hætt eru ansi há- værar. Steinar segir að verið sé að auka útgáf- una enn frekar en ekki sé ljóst af hvaða gerð blaðið verð- ur. Lárétt: 1 skaprauna, 6 garg, 7 í röð, 8 óreiða, 9 ábreiður, 10 blundur, 12 mjöll, 14 tvístig, 15 rykkorn, 16 hæð, 17 úruxi, 18 kjána. Lóðrétt: 1 hryggð, 2 traust, 3 samtenging, 4 vald- ar, 5 hagnað, 9 skordýr, 11 efast ekki, 13 kindin, 14 stóra, 17 útgerðarfélag. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Hljómsveitin KK-band er komin á stjá á nýjan leik eftir nokkurt hlé og ætlar að halda nokkra tónleika á næstunni til að hita upp fyrir ferð til Kína í haust. „Það verður alþjóðleg listahá- tíð í Kína í október. Óttar Felix hefur verið úti að kynna sínar út- gáfur og þeir höfðu áhuga á Lucky One,“ segir Kristján Kristjánsson, KK. Með honum í bandinu eru sem fyrr þeir Þorleifur Guðjóns- son, á bassa, og Kormákur Geir- harðsson, trommari. Auk þeirra hefur nú bæst við Þorsteinn Ein- arsson, söngvari og gítarleikari Hjálma. „Við höfum alltaf verð að leita að fjórða manninum í bandið. Ég hef verið að spila með Hjálmum og Steini hefur haft mikinn áhuga á að spila með okkur. Við höfum verið að æfa og taka upp,“ segir hann og útilokar ekki að plata komi út með haustinu. Þrátt fyrir komu Þorsteins í hljómsveitina segir KK að blúsinn verði enn í fyrirrúmi. Lætur hann Hjálmana alfarið sjá um reggíið. Fyrstu tónleikar KK-bands í sumar verða á Grandrokki næst- komandi fimmtudag. Á 17. júní spilar sveitin síðan á Arnarhóli og daginn eftir verður hún í Úthlíð í Biskupstungum á ekta sveitaballi. KK-band á lei› til Kína [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Lagarfoss. Yst í norðanverðum Reyðar- firði, við svokallaðan Lagga. Um 36 klukkustundir. Hugleikur Dagsson skrifaði ný- verið undir samning við bókaút- gáfuna JPV sem mun gefa út teiknimyndasögurnar hans vin- sælu. „Ég mun alla vega gefa út tvær bækur hjá þeim. Í fyrsta lagi kemur út bók sem er safn af öllum teiknimyndasögunum sem ég hef gert og mun sú bók heita Forðist Okkur,“ segir Hugleikur og á þá við bækurnar þrjár Elskið Okkur, Drepið Okkur og Ríðið Okkur en áður var það hann sjálfur sem sá um að hefta bækurnar saman og koma þeim í sölu. „Núna er ég svo að vinna í nýrri bók sem mun heita Bjargið okkur og verður hún í sömu lengd og hinar þrjár bæk- urnar og eins uppbyggð, þannig að það verður teiknimynd á hverri síðu. Ég er búinn að vinna í henni í um það bil ár.“ Hann hefur teiknað þessar teiknimyndir í nokkur ár, auk þess sem hann gerði teiknimyndir við Tvíhöfðaþætti sem voru svo sýndir á Popptíví. Aðspurður hvort stíllinn eða myndirnar hafi breyst mikið með árunum segir hann: „Þetta er nú alveg sami stíll- inn hjá mér enn þá en ég held að ég sé orðinn betri í þessum stíl og sennilega er einhver þróun í sög- unum sjálfum líka,“ segir Hug- leikur og er ánægður með útgáfu- samninginn. „Það er fínt að fá að hætta að hefta þetta sjálfur.“ Bækurnar voru seldar í búðum eins og Tólf Tónum, Nexus og Ranimosk og seldust myndasög- urnar gífurlega vel. Einnig gaf Hugleikur út myndasögu á ensku sem nefndist Our Prayer en sú var ætluð fyrir túrista og var samansafn úr þremur fyrstu bók- unum. Teiknimyndirnar eru í afar kaldhæðnum stíl og einkennast af svörtum húmor eins og hann ger- ist bestur. Þetta er þó ekki það eina sem Hugleikur vinnur að þessa dagana heldur er hann að vinna í að færa teiknimyndasög- urnar yfir í leikrit. „Leikritið mun heita Forðist Okkur eins og bókin og verður sýnt í haust, á svipuðum tíma og bókin kemur út.“ Aðspurður hvort formið á leikritinu verði stuttir leikþættir í anda teiknimyndanna hans, þar sem hver og ein er sjálf- stæð, segir hann svo ekki vera. „Ég vil helst ekki segja mikið um það en formið á leikritinu verður frekar óvenjulegt, svo mikið er víst. Ég er að vinna í þessu verk- efni ásamt leikarasamtökunum Hlutafélag SF. Við fengum styrk til að gera leikrit eftir bókunum og munum gera það í samstarfi við Nemendaleikhúsið og mun Stefán Jónsson leikstýra verkinu sem verður svo frumsýnt í Borg- arleikhúsinu.“ hilda@frettabladid.is HUGLEIKUR DAGSSON Hann hefur öðlast þó nokkrar vinsældir með teiknimyndasög- unum sínum þremur sem selst hafa vel í búðunum. Nú hefur hann skrifað undir samning við JPV útgáfu sem mun gefa út að minnsta kosti tvær bækur frá honum. HUGLEIKUR DAGSSON: SEMUR VIÐ BÓKAÚTGÁFUNA JPV Hættur að hefta sjálfur FRÉTTIR AF FÓLKI Dótið Ping-æfingakylfa fyrir kylfinga Sem er? Kannski ertu búinn að brjóta allt og bramla heima hjá þér. Þú hefur enn ekki náð nægjanlega góðum tökum á sveiflunni og grip- inu. Í hvert sinn sem þú æfir þig rekurðu hausinn á kylfunni í eitthvað og þú getur heldur ekki æft þig í vinnunni. Ping-æfingakylfan leysir þetta allt saman. Hún er ekki með haus og er mun styttri en venjulegar kylfur. Heimilið er því ekki lengur í hættu. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér einhvern árangur á golfvellinum að geta æft sig heima við og kylfan er því hentug fyrir marga. Hvernig virkar hún? Kylfan er mjög góð til þess að æfa sig fyrir framan spegil þannig að kylfingurinn getur skoðað sveifluna sína og hún er með æfingagripi. Einnig segja golfsérfræðing- ar að ekki sé vitlaust að hita sig aðeins upp með kylfunni áður en farið er út á völl. Hvar fæst hún? Kylfan fæst í golfbúð- inni Hole in One sem er í Bæjarlind 1, Kópavogi. Hvað kostar hún? Kylfan er ekki dýr og kostar rétt tæplega tvö þúsund krónur. DÓTAKASSINN ... fá feðginin Ingveldur Ásta Björnsdóttir og Björn Ágúst Jóns- son fyrir að útskrifast saman úr Háskólanum í Reykjavík með bros á vör. HRÓSIÐ Lárétt: 1storka,6org,7jk,8rú,9lök,10lúr, 12snæ,14hik,15ar, 16ás,17úri,18 asna. Lóðrétt: 1sorg,2trú,3og,4kjörnar, 5akk,9lús, 11viss,13ærin,14háa,17úa. KK Kristján Kristjánsson, öðru nafni KK, ætlar að skemmta landsmönnum í sumar ásamt KK-bandinu. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.