Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 1
Ástin notu› í marka›sskyni PITT OG JOLIE, CRUISE OG HOLMES MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SANTA MARIA, AP Michael Jackson var í gær sýknaður af öllum ákæratriðum um að hafa mis- notað þrettán ára gamlan pilt á búgarði sínum snemma árs 2003. Réttarhöldin yfir Michael Jackson hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Kviðdómur kom saman í dómshúsinu í Santa Maria í Kaliforníu í síðustu viku og sat á rökstólum í alls þrjátíu klukku- stundir. Um þrjúleytið að staðartíma var svo dómurinn kveðinn upp. Kviðdómurinn sýknaði Jackson af öllum tíu ákæruatriðunum, þar á meðal því að hafa misnot- að piltinn og að hafa gefið hon- um áfengi. Söngvarinn hefur allaf neitað öllum sakargiftum og talið ávirðingarnar vera settar fram í ágóðaskyni. Jackson mætti nokkuð seint í dómsalinn enda dróst dóms- uppkvaðningin nokkuð. Hann sýndi svo engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Þeg- ar popparinn kom út sendi hann fingurkossa til fjölmargra stuðningsmanna sinna sem kom- nir voru á vettvang. Ríkti mikill fögnuður á meðal fólksins og meðal annars sleppti kona nokkur hvítri dúfu í hvert skipti sem sýknu Jackson var lýst yfir. Jackson ávarpaði hins vegar ekki fólkið heldur hélt sam- stundis á brott í svörtum jeppa ásamt fylgdarliði sínu. ■ Fjögurra mánaða löngum harðvítugum réttarhöldum lokið: Michael Jackson er saklaus Meðallestur á tölublað* 69% 48% *Skv. fjölmiðlakönnun Gallup í maí 2005. 25-49 ára SVALT Á NORÐURLANDI og fer að rigna suðaustanlands. VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 2005 - 159. tölublað – 5. árgangur Einstakur árangur hjá Gumma Ben Guðmundur Benediktsson hefur lagt upp sex mörk í síðustu tveimur leikjum Vals í Landsbanka- deildinni. ÍÞRÓTTIR 20 Ef alltaf eru jól verða aldrei jól Inga Rósa Þórðardóttir segir nægjusemi og hófsemd vera hverfandi dyggðir á meðan græðgin og gegndarlaus neysluhyggja tröllríða samfélaginu. UMRÆÐAN 12 Hjólar út um allt GÍSLI PÉTUR HINRIKSSON: Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ● brúðkaup ▲ Valger›ur sög› bera alla ábyrg› EINKAVÆÐING Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherra- nefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar um hæfi Hall- dórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra kynnti á blaða- mannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægi- lega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráð- herranefndar og framkvæmda- nefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S- hópinn sem keypti Búnaðarbank- ann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smá- vægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney- Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Hall- dórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að ríkisendurskoðandi sé að úr- skurða um hæfi Halldórs Ás- grímssonar. „Ríkisendurskoð- andi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræði- legt álitaefni sem löggjafinn hef- ur alls ekki ætlað Ríkisendur- skoðun að leysa úr. Fyrst að lög- gjafinn hefur alls ekki ætlað rík- isendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?“ spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðr- ir aðilar en ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnar- farsrétti eða umboðsmaður Al- þingis, úrskurði um mál sem þetta. Ekki náðist í Valgerði Sverris- dóttur í gærkvöldi. - sda Sjá síður 2 og 10. ▲ UNGT FÓLK 40 FRÆGA FÓLKIÐ Hættur a› hefta bækur sjálfur HUGLEIKUR DAGSSON ▲ FÓLK 46 BÓKAÚTGÁFA VEÐRIÐ Í DAG Hæfi Halldórs Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa hugleitt að skýra frá óbein- um eignatengslum sínum við S- hópinn í aðdraganda kaupa S- hópsins á Búnaðarbankanum. BAKSVIÐS 10 DÝRKEYPTUR SIGUR Michael Jackson yfir- gaf dómsalinn strax og dómurinn hafði verið kveðinn upp. Thomas Mesereau Jr., lögfræðingur hans, fylgdi í humátt á eftir. Ný reikistjarna fundin: Ekkert líf vegna hita ALHEIMURINN Bandarískir stjörnu- fræðingar hafa fundið reikistjörnu sem er sú smæsta sem vitað er um utan okkar sólkerfis. Massi plánetunnar er ríflega sjö- falt meiri en massi jarðarinnar en ólíkt þeim reikisstjörnum sem þeg- ar hafa verið uppgötvaðar utan sól- kerfis okkar sem allar eru úr gasi er þessi talin vera úr föstu efni. Þessi stjarna, sem stjörnufræð- ingarnir við Kaliforníuháskóla kalla „ofur-jörð“, er á sporbaug um sólina Gliese 876 en hún er fimmtán ljósár frá jörðu, nærri stjörnumerkinu Vatnsberanum. Umferðartími henn- ar um Gliese 876 er aðeins tveir dagar. Hún er auk þess svo nálægt sólinni að yfirborðshiti hennar er á bilinu 200-400 gráður. Því er telja vísindamenn afar ólíklegt að nokk- urt líf þrífist þar þrátt gerð hennar. Tvær gasstjörnur snúast auk þess um Gliese 876. „Við höldum áfram að færa niður mörk þess greinanlega og þannig komumst við sífellt nær því að finna stjörnur sem eru á stærð við jörðina,“ segir Steven Vogts, einn vísindamannanna. ■ Ríkisendursko›andi segir a› Halldór Ásgrímsson hafi ekki veri› vanhæfur til a› fjalla um sölu Búna›ar- bankans ári› 2002 flrátt fyrir óbein eignatengsl vi› kaupendur bankans, S-hópinn. Ríkisendursko›andi segir ábyrg›ina á bankasölunni alfari› á höndum Valger›ar Sverrisdóttur, vi›skiptará›herra. ÚR RÁÐHERRABÚSTAÐNUM Nokkra undrun vakti að til blaðamannafundarins í Ráðherrabústaðnum í gær var boðað með aðeins fjörutíu mínútna fyrirvara. Engu að síður létu fréttamenn sig ekki vanta til fundarins þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðum ríkisendurskoðanda FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.