Fréttablaðið - 14.06.2005, Síða 34

Fréttablaðið - 14.06.2005, Síða 34
Blóðgjafar sem gefa blóð í Blóð- bankanum í dag fá rauða rós að launum frá blómabændum. Eins og víða um heim verður alþjóð- legi blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur í Blóðbankanum í dag og er það gert til að heiðra blóð- gjafa fyrir óeigingjarnt starf í þágu sjúkra. Boðið verður upp á grillaðar pylsur í bakgarði Blóð- bankans við Barónstíg og kynning verður á starfsemi bankans og blóðgjafafélagsins. Blóðbankinn þarfnast 70 blóð- gjafa á dag allan ársins hring. Marín Þórsdóttir, upplýsingafull- trúi, segir það ganga ágætlega að ná þeim fjölda inn. Hins vegar geti sumrin verið svolítið erfið þar sem blóðgjafar eru í sumar- fríi. „Það er því mikilvægt að blóðgjafar muni eftir okkur áður en þeir fara í fríið,“ segir Marín en hún segir alla velkomna að líta við til klukkan þrjú í dag. Marín segir að yfirleitt sé hringt í fólk til að ná þeim fjölda sem þarf á hverjum degi. Hins vegar sé alltaf hópur sem gangi inn þegar þeir eigi leið hjá. „Við eigum mjög góðan blóðgjafahóp sem er mjög dyggur, en hann eld- ist líka og því mikilvægt að við- halda honum,“ segir Marín en þeir sem koma til blóðgjafar í fyrsta sinn gefa einungis blóðprufu sem síðan er send í blóðrannsókn. Ef blóðgjafinn heyrir ekki frá Blóðbankanum í tvær vikur er hann velkominn að gefa fulla blóðgjöf sem er um 450 millilítrar. Marín segir þá sem gefa blóð reglulega vera mjög dýrmæta. „Sumir koma á þriggja, fjögurra mánaða fresti alveg eins og klukkur,“ segir Marín sem tel- ur að þeir sem hafi komið oftast hafi gefið yfir 120 gjafir á lífsleið- inni. Marín segir Blóðbankabílinn hafa aukið sýnileika bankans í Þjóðfélaginu og sé mikilvæg áminning fyrir fólk um að blóð- gjöf sé lífgjöf. „Án blóðgjafa væri lítið um uppskurði eða aðgerðir á spítulunum,“ segir Marín sem tel- ur alþjóðlega blóðgjafadaginn mjög mikilvægan þar sem hann sé viðurkenning fyrir þá blóðgafa sem vinni þetta góðverk. ■ 18 14. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR CHE GUEVARA (1928-1967) fæddist þennan dag. TÍMAMÓT: ALÞJÓÐLEGI BLÓÐGJAFADAGURINN HALDINN HÁTÍÐLEGUR „Mér er sama þó ég falli svo lengi sem einhver annar tekur upp vopn mitt og heldur áfram að skjóta.“ Che Guevara var argentískur uppreisnarmaður sem tók þátt í júlíuppreisn Fidel Kastro á Kúbu. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Svava Eggertsdóttir frá Vestmannaeyj- um er látin. Elísabet Finnbogadóttir lést á Líknar- deild Landspítalans mánudaginn 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Hrafnistu, áður Álfaskeiði 49, Hafnarfirði, lést þann 11. júní að Hrafnistu í Hafnarfirði. JAR‹ARFARIR 11.00 Jón Hallgrímsson, áður til heimil- is á Kleppsvegi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju. 13.00 Rósa Einarsdóttir verður jarð- sungin frá Garðakirkju. 13.00 Hörður Jónasson, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 13.30 Guðný Skjóldal Kristjánsdóttir, Lindarsíðu 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Dallas Harms Steinthorsson verður jarðsunginn frá Fossvog- skapellu. BLÓÐGJÖF ER LÍFGJÖF Eins og víða um heim verður alþjóðlegi blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur í Blóðbankanum í dag. Þennan dag árið 1789 náði Bligh skipstjóri ásamt átján öðrum sem lifðu af uppreisnina á Bounty í höfn í Tímor í Austur- Indíum. Þeir höfðu þá ferðast nærri fjögur þús- und mílur í litlum opnum báti. Þann 28. apríl hafði Fletcher Christian, fyrsti stýrimaður breska herskipsins Bounty, staðið fyrir vel heppnaðri uppreisn gegn skip- stjóranum og stuðningsmönnum hans. Skipið hafði verið að flytja brauðaldingræðlinga frá Tahíti til að hægt væri að planta þeim í ný- lendum Breta í Karabíska hafinu. Ferðin sóttist illa og var erfið. Slæmt andrúmsloft ríkti milli skip- stjórans, yfirmanna og áhafnar. Bligh, sem þurfti að eiga við þrjár uppreisnir á ferli sínum, var harð- ráður stjórnandi og móðgaði und- irmenn sína. Þann 28. apríl tók Fletcher ásamt 25 öðrum áhafnarmeðlimum stjórnina á skipinu og setti skip- stjórann ásamt nokkrum öðrum á flot í lítilli kænu en lét þeim í té talsvert af vistum. Þó þótti ljóst að með þessu væru mennirnir um borð í bátnum dauðadæmdir enda staddir í opnum yfirfylltum báti á miðju Kyrrahafi. Hins vegar sýndi Bligh ótrúlega sjómanns- hæfileika og tókst á sjö vikum að koma bátnum í höfn í Tímor. Bligh snéri aftur til Bretlands og sigldi fljótlega aftur til Tahíti þar sem hann lauk ætlunarverki fyrri ferðar sinnar að flytja brauðaldin- plöntur til Vestur-Indía. 14. JÚNÍ 1789 Bligh skipstjóri ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1940 Þjóðverjar þramma inn í París án mótspyrnu. 1949 Þyrlu er flogið á Íslandi í fyrsta sinn. Hún var flutt til landsins svo hægt væri að reyna slíka vél við björgun- arstörf og strandgæslu. 1975 Ferjan Smyrill kemur til Seyðisfjarðar í fyrsta sinn. Þar með hefjast ferjusam- göngur milli Færeyja og Ís- lands. 1982 Samið er um vopnahlé í Falklandseyjastríðinu. 1986 Fyrsta hjartaaðgerðin er framkvæmd hér á landi. 1996 Djassdrottningin Ella Fitzgerald andast. Bligh skipstjóri bjargast Fósturfaðir og bróðir okkar, Gísli Jósefsson málarameistari, sem lést mánudaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju á morgun miðvikudaginn 15. júní kl. 13. Matthildur Hafsteinsdóttir, Sævar Hafsteinsson, Magnús Jósefsson, Ragnheiður Jósefsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Einarsdóttir Hóli, Stöðvarfirði, lést laugardaginn 11. júní. Nanna Ingólfsdóttir Eysteinn Björnsson Anna G. Njálsdóttir Lára Björnsdóttir Ingólfur Hjartarson Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir Lars- Göran Larsson Björn Björnsson Lára G. Hansdóttir Einar S. Björnsson Þorgerður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Þorgeirsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Álfaskeiði 49, Hafnarfirði lést þann 11.júní sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þorgeir Sæmundsson Margrét Guðmundsdóttir Helgi Sæmundsson Guðbjörg Harðardóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Kristín Stefanía Magnúsdóttir Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 15. júní kl. 14.00. Magnús Þór Helgason Einar Magnússon Ingibjörg Bjarnadóttir Grétar Magnússon Margrét Borgþórsdóttir Guðríður Magnúsdóttir Magnús Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri Jörundur Sigurgeir Sigtryggsson Andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 11. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.00. Helga Sigurgeirsdóttir Hjálmfríður Guðmundsdóttir Eygló Harðardóttir Runólfur Pétursson Sigríður H. Jörundsdóttir Hálfdán Óskarsson Linda Jörundsdóttir Guðmundur Geirdal Martha Jörundsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N Blóðgjafar fá rauða rós frá blómabændum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.