Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 39
23ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 2005 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14, Lau 13/8 kl 14 Sun 14/8 kl 14 STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar SIRKUS SIRKÖR - ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Sænski nútímasirkusinn Cirkus Cirkör heldur sýningu sem ber heitið 99% unknown á stóra sviði Borgarleikhússins klukkan 20:00 í kvöld. Sirkusinn verður með fjórar sýningar hér á landi í vik- unni. Hópurinn sem stofnaður var í Stokkhólmi fyrir tíu árum síðan hefur það að leiðarljósi að breyta heiminum með list, leik og menntun. Sirkusinn kom hing- að til lands árið 1990 og hélt sýn- ingu fyrir fullri Laugardalshöll. „Vísindamenn við Háskóla- sjúkrahúsið Karólínska Institu- tet í Stokkhólmi komu til okkar og sögðu við okkur að þeir vildu vinna með okkur. Þeir lögðu okk- ur til þekkingu sína og spurðu okkur hvernig hægt væri að koma þessari þekkingu til breið- ari áhorfendahóps. Í staðinn fyr- ir að birta þekkingu sína í lækna- tímariti þá gera þeir það í sam- vinnu við okkur en auðvitað er þetta fyrst og fremst skemmtiat- riði þar sem þemað er mannslík- aminn,“ segir Max Dager, alþjóð- legur framkvæmdastjóri Cirkus Cirkör. Í sýningunni er blandað sam- an fjölleikahúsi, óperu, söngleik, dansi, leikhúsi og sirkusbrögð- um. Sýningin ber nafn sitt af því að einungis eitt prósent manns- líkamans er þekkt og vilja þeir sem að henni standa rannsaka líkama mannsins með því láta hann gera hluti sem virðast vera ómögulegir. Tide Björnfors er leikstjóri sýningarinnar, sem frumsýnd var í Þýskalandi árið 2004. Dans- höfundur er Kajsa Giertz. Þrír tónlistarmenn og níu sirkuslista- menn taka þátt í sýningunni sem tekur einn og hálfan tíma í flutn- ingi. ■ Fimmta keltneska-norræna-balt- neska þjóðsagnaþingið verður haldið hér á landi í Norræna húsinu og Odda dagana 15. til 18. júní. Í til- efni af ráðstefnunni verður efnt til ljóðakvölds klukkan 20 í Norræna húsinu í kvöld þar sem Daíthí Ó Hógáin, Bent af Klintberg og Sig- urður Pálsson munu lesa upp úr verkum sínum. „Við erum að skoða menningar- leg tengsl á milli Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og landanna á Bretlandseyjum með því að skoða þjóðsögur þeirra. Það er sams konar þjóðsögur í öllum þessum löndum. Hvert land hefur sínar sögur en einnig eru svo kall- aðar flökkusagnir sem eru sögur eins og Djákninn á Myrká sem margir halda að sé séríslensk en er það í rauninni ekki, og sögur af galdramönnum og nykrum,“ segir Terry Gunnell, prófessor í þjóð- fræði við Háskóla Íslands, sem er einn af skipuleggjendum ráðstefn- unnar. Terry segir að ráðstefnan sé haldin hér á landi því í ár eru 25 ár síðan byrjað var að kenna þjóð- fræði við Háskóla Íslands og það er ekki fyrr en nú sem fyrst er byrjað að bjóða upp á 90 eininga nám í þjóðfræði og í fyrsta skipti sem tveir kennarar eru við þjóð- fræðiskor. „Við erum alltaf að reyna að undirstrika að þjóðfræði snýst ekki bara um hið gamla heldur líka nú- tímann því ýmislegt í nútímanum er þjóðfræði,“ segir Terry og nefn- ir veggjakrot í því samhengi. Ráðstefnan verður opin almenn- ingi svo lengi sem húsrúm leyfir. ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 CAPUT hópurinn flytur þrjú tónverk eftir Áskel Másson í Salnum, Kópavogi. Einleikari verður hinn frá- bæri danski túbuleikari Jens Björn- Larsen. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Sænski nútímasirkusinn Cirkus Cirkör flytur sýninguna 99% Unknown í Borgarleikhúsinu. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Ljóðakvöld í Norræna húsinu í tengslum við 5. keltnesk-norræna- baskneska þjóðsagnamálþingið sem fram fer í húsinu dagana 15-18. júní. Daíthi Ó Hógáin frá Írlandi, Bengt af Klintberg frá Svíþjóð og Sigurður Pálsson koma fram og lesa úr verk- um sínum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.00 Í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar heldur Dr. Catharine Lord, fyrirlestur um meðferðarúrræði við einhverfu. Fyrirlesturinn sem fluttur verður á ensku er einkum ætl- aður aðstandendum einhverfra en er öllum opinn. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Óskar Teódórsson opnar myndlistarsýningu á Landspítala, Kleppi, Dagdeild. Á sýningunni eru olíupastel myndir. Sýningin stendur til 30. júní og er öllum opin. ■ ■ BJARTIR DAGAR  19.30 Stuttmyndakvöld verður í Gamla bókasafninu við Mjósund.  20.00 Nemendur Listdansskóla Hafnarfjarðar sýna í húsnæði Hafn- arfjarðarleikhússins, Strandgötu 50.  20.00 Dýragarðssaga í uppsetn- ingu Leikfélag Hafnarfjarðar í Gamla Lækjarskóla. Sóley S. Bender dósent við hjúkrun- arfræðideild Háskóla Íslands af- henti Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókarverði fjöggurra binda fjölþjóða afræðirit um kynlíf, The International Encyclopedia of Sexu- ality, til afnota á Þjóðarbókhlöðu Ís- lands. Verkið, sem kom út árið 2004, er endurbætt útgáfa eldra verks sem kom út í New York á árunum 1997-2001. Í verkinu fjalla sérfræð- ingar frá nokkrum löndum um við- horf til kynlífs, kynhegðun, kyn- hneigð, kynfræðslu og fleira. Í fjórða bindi verksins er að finna framlag frá 17 löndum og var Ísland eitt þeirra. Sóley er ritstjóri íslenska kaflans og eru þau Þor- valdur og Sigrún höfundar að efni í kaflanum. Verkið hefur fengið góðar við- tökur meðal fagfólks og fræði- manna. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur JÚNÍ Fimmta kelteska-norræna-baltneska þjóðsagnaþingið: Veggjakrot er fljó›fræ›i TERRY GUNNELL Stendur fyrir þjóðsagnaþinginu sem hefst í kvöld með ljóðaupplestri í Norræna húsinu kl. 20 þar sem Daíthí Ó Hógáin, Bent af Klintberg og Sigurður Pálsson munu lesa upp úr verkum sínum. Sænski sirkusinn Cirkus Cirkör með sýningar á Íslandi: Samspil lista og vísinda CIRKUS CIRKÖR Í sýningunni 99% unknown mætast nútímasirkus og lækna- vísindi en uppgötvanir læknavísindanna eru stöðugt að breyta því hvernig við hugsum og sjáum okkur sjálf sem mann- eskjur, segir í tilkynningu frá aðstandend- um sýningarinnar. N‡tt alfræ›irit um kynlíf ALFRÆÐIRIT UM KYNLÍF Þorvaldur Kristinsson fyrrverandi formaður Samtak- anna 78, Sigrún Júlísdóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og Sóley Bender þegar bókin var afhent til afnota á Þjóðarbókhlöðunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.